Efsti maður heimslistans tók upphitunina í fangaklefanum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 18. maí 2024 09:01 Scottie Scheffler lék á fimm höggum undir pari eftir að hafa verið handtekinn. Brian Spurlock/Icon Sportswire via Getty Images Scottie Scheffler, fremsti kylfingur heims, lék vel á öðrum degi PGA-meistaramótsins í gær þrátt fyrir erfiða byrjun á deginum. Scheffler var handtekinn á leið sinni á Valhalla-völlinn í Louisville í Kentucky er hann reyndi að forðast umferðarteppu sem myndaðist eftir að banaslys varð við völlinn sem leiddi til þess að keppni var frestað um klukkustund. Mikil umferðarteppa myndaðist vegna slyssins og Scheffler reyndi að forðast teppuna og keyrði framhjá henni. Það var í óþökk lögreglumanna sem stöðvuðu hann. Scheffler á yfir höfði sér fjórar ákærur í kjölfar handtökunnar fyrir annars stigs líkamsárás á lögreglumann, glæpsamlega hegðun af þriðju gráðu, gáleysislegan akstur og að virða leiðbeiningar lögreglunnar að vettugi. „Það eina sem ég hugsaði eftir að ég var handtekinn var hvort ég gæti komið aftur hingað til að spila og sem betur fer gat ég það,“ sagði Scheffler eftir hringinn í gær. „Ég var aldrei reiður yfir því að hafa verið handtekinn. Ég var bara í sjokki og ég nötraði allan tímann. Þetta var klárlega ný tilfinning. Lögreglumaðurinn sem fór með mig í fangelsið var mjög almennilegur. Við áttum gott spjall sem hjálpaði mér að róa mig niður,“ bætti Scheffler við. Scheffler mætti að lokum á Valhalla-völlinn 54 mínútum fyrir rástímann sinn og lék hringinn á 66 höggum, eða fimm undir pari vallarins. Hann hefur því leikið fyrstu tvo hringina á samtals níu höggum undir pari og situr jafn þremur öðrum kylfingum í þriðja sæti mótsins, þremur höggum á eftir efsta manni, Xander Schauffele. „Mér líður eins og hausinn á mér sé búinn að snúast í hringi í allan dag. Ég nýtti tímann í fangaklefanum til að teygja aðeins á. Það var eitthvað sem ég var að gera í fyrsta skipti.“ „Það var sjónvarp í fangaklefanum og ég sá sjálfan mig í því. Í horninu á sjónvarpinu sá ég líka hvað klukkan var og ég heyrði að það var verið að tala um að keppni yrði frestað. Ég fór að hugsa um rástímann minn og hvort ég myndi ná honum þannig ég fór bara að fara í gegnum upphitunina mína,“ sagði Scheffler. PGA-meistaramótið er í beinni á Stöð 2 Sport 4 alla helgina en bein útsending frá öðrum hring mótsins hefst klukkan 18:00 á Stöð 2 Sport 4 í kvöld. PGA-meistaramótið Golf Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ertu að horfa Donald Trump?“ Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Bandaríkin með bakið upp við vegg Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Sjá meira
Scheffler var handtekinn á leið sinni á Valhalla-völlinn í Louisville í Kentucky er hann reyndi að forðast umferðarteppu sem myndaðist eftir að banaslys varð við völlinn sem leiddi til þess að keppni var frestað um klukkustund. Mikil umferðarteppa myndaðist vegna slyssins og Scheffler reyndi að forðast teppuna og keyrði framhjá henni. Það var í óþökk lögreglumanna sem stöðvuðu hann. Scheffler á yfir höfði sér fjórar ákærur í kjölfar handtökunnar fyrir annars stigs líkamsárás á lögreglumann, glæpsamlega hegðun af þriðju gráðu, gáleysislegan akstur og að virða leiðbeiningar lögreglunnar að vettugi. „Það eina sem ég hugsaði eftir að ég var handtekinn var hvort ég gæti komið aftur hingað til að spila og sem betur fer gat ég það,“ sagði Scheffler eftir hringinn í gær. „Ég var aldrei reiður yfir því að hafa verið handtekinn. Ég var bara í sjokki og ég nötraði allan tímann. Þetta var klárlega ný tilfinning. Lögreglumaðurinn sem fór með mig í fangelsið var mjög almennilegur. Við áttum gott spjall sem hjálpaði mér að róa mig niður,“ bætti Scheffler við. Scheffler mætti að lokum á Valhalla-völlinn 54 mínútum fyrir rástímann sinn og lék hringinn á 66 höggum, eða fimm undir pari vallarins. Hann hefur því leikið fyrstu tvo hringina á samtals níu höggum undir pari og situr jafn þremur öðrum kylfingum í þriðja sæti mótsins, þremur höggum á eftir efsta manni, Xander Schauffele. „Mér líður eins og hausinn á mér sé búinn að snúast í hringi í allan dag. Ég nýtti tímann í fangaklefanum til að teygja aðeins á. Það var eitthvað sem ég var að gera í fyrsta skipti.“ „Það var sjónvarp í fangaklefanum og ég sá sjálfan mig í því. Í horninu á sjónvarpinu sá ég líka hvað klukkan var og ég heyrði að það var verið að tala um að keppni yrði frestað. Ég fór að hugsa um rástímann minn og hvort ég myndi ná honum þannig ég fór bara að fara í gegnum upphitunina mína,“ sagði Scheffler. PGA-meistaramótið er í beinni á Stöð 2 Sport 4 alla helgina en bein útsending frá öðrum hring mótsins hefst klukkan 18:00 á Stöð 2 Sport 4 í kvöld.
PGA-meistaramótið Golf Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ertu að horfa Donald Trump?“ Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Bandaríkin með bakið upp við vegg Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Sjá meira