Stuðningslán með ríkisábyrgð fyrir grindvísk fyrirtæki Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. maí 2024 15:29 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra á fundinum í Hörpu í dag. vísir/vilhelm Ríkisstjórnin leggur til stuðningslán til grindvískra heimila og fyrirækja í Grindavík að viðbættum viðspyrnustyrkjum, framhaldi launastuðnings og hráefnis- og afurðatryggingum. Þá verður sérstakur húsnæðisstuðningur við Grindvíkinga framlengdur til áramóta. Þetta kom fram á fundi ráðherra ríkisstjórnarinnar í Hörpu í dag. Gera má ráð fyrir að kostnaður ríkisins af þeim aðgerðum sem þegar hefur verið ráðist í og eru áformaður sé á bilinu 70-80 milljarðar króna. Stuðningslán með ríkisáðbyrgð Á vef stjórnarráðsins segir að rekstraraðilum með starfsstöð í Grindavík verði gert kleift að taka lán hjá lánastofnunum með ábyrgð ríkisins að uppfylltum tilteknum skilyrðum. Markmiðið er að hjálpa rekstrarhæfum fyrirtækjum í Grindavík að viðhalda starfsemi á óvissutímum. Lán af þessu tagi eiga sér fordæmi í stuðningsaðgerðum til fyrirtækja í COVID-19 faraldrinum. Gert er ráð fyrir að fyrirtæki með starfsstöð í Grindavík eigi kost á láni og að fasteign sé ekki skilyrði. Frumvarp um stuðningslán verður unnið í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Stefnt er að því að lánveitingar hefjist í haust. Viðspyrnustyrkir Tímabundinn rekstrarstuðningur til fyrirtækja sem voru með rekstur í Grindavík í nóvember 2023 verður framlengdur og gildi til loka ársins. Að óbreyttu hefði úrræðið runnið út í lok júní. Stuðningnum er ætlað að gera fyrirtækjum kleift að laga starfsemi sína að breyttum aðstæðum og hefja starfsemi í Grindavík að nýju þegar aðstæður leyfa. Gert er ráð fyrir að frumvarp um framlengingu viðspyrnustyrkja verði lagt fram á Alþingi í júní. Framlenging launastuðnings Stuðningur til greiðslu launa verður framlengdur til 31. ágúst nk. en úrræðið átti að renna út í lok júní. Með því að framlengja gildistímann um tvo mánuði gefst atvinnurekendum og launþegum frekara svigrúm þar sem búist er við að stuðningslán verði ekki afgreidd fyrr en í haust. Um 1.700 manns hafa fengið greitt úr úrræðinu, en mikill meirihluti þeirra starfar á almennum vinnumarkaði. Gert er ráð fyrir að frumvarp um framlengingu launastuðnings verði lagt fram á Alþingi í júní. Afurðasjóður Grindavíkur verður til Í matvælaráðuneytinu er unnið að gerð frumvarps með það að markmiði að koma á fót úrræði til að tryggja hráefni og afurðir fyrirtækja í Grindavík fyrir tjóni vegna náttúruvár. Málið er unnið í samvinnu við fjármála- og efnahagsráðuneytið og Náttúruhamfaratryggingu Íslands. Gert er ráð fyrir að frumvarp um tryggingu afurða í Grindavík verði lagt fram á Alþingi í júní. Framlenging sértæks húsnæðisstuðnings Sértækur húsnæðisstuðningur fyrir Grindvíkinga verður framlengdur til áramóta. Úrræðinu var komið á fót með samþykkt Alþingis í desember sl. en markmiðið er að lækka húsnæðiskostnað Grindvíkinga sem þurfa að leigja húsnæði utan bæjarins. Að óbreyttu hefði stuðningurinn runnið út í lok ágúst. Gert er ráð fyrir að frumvarp um framlengingu sértæks húsnæðisstuðnings verði lagt fram á Alþingi í júní. Tillögurnar sem snúa að fyrirtækjum byggja á vinnu starfshóps um atvinnulíf í Grindavík sem forsætisráðherra skipaði í febrúar sl. Þar áttu sæti fulltrúar fjögurra ráðuneyta en hópurinn fundaði með fulltrúum fyrirtækja í Grindavík og átti náið samstarf við atvinnuteymi Grindavíkurbæjar. Starfshópurinn fékk Deloitte til að vinna skýrslu þar sem innviðir í Grindavík voru kortlagðir og dregnar upp mismunandi sviðsmyndir um uppbyggingu atvinnulífs í bænum. Í skýrslunni er einnig að finna hagfræðilega greinargerð sem tekur bæði á hlutlægum og huglægum þjóðhagslegum kostnaði hagkerfisins við misjafnar sviðsmyndir. Grindavík Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Rekstur hins opinbera Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Sjá meira
Þetta kom fram á fundi ráðherra ríkisstjórnarinnar í Hörpu í dag. Gera má ráð fyrir að kostnaður ríkisins af þeim aðgerðum sem þegar hefur verið ráðist í og eru áformaður sé á bilinu 70-80 milljarðar króna. Stuðningslán með ríkisáðbyrgð Á vef stjórnarráðsins segir að rekstraraðilum með starfsstöð í Grindavík verði gert kleift að taka lán hjá lánastofnunum með ábyrgð ríkisins að uppfylltum tilteknum skilyrðum. Markmiðið er að hjálpa rekstrarhæfum fyrirtækjum í Grindavík að viðhalda starfsemi á óvissutímum. Lán af þessu tagi eiga sér fordæmi í stuðningsaðgerðum til fyrirtækja í COVID-19 faraldrinum. Gert er ráð fyrir að fyrirtæki með starfsstöð í Grindavík eigi kost á láni og að fasteign sé ekki skilyrði. Frumvarp um stuðningslán verður unnið í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Stefnt er að því að lánveitingar hefjist í haust. Viðspyrnustyrkir Tímabundinn rekstrarstuðningur til fyrirtækja sem voru með rekstur í Grindavík í nóvember 2023 verður framlengdur og gildi til loka ársins. Að óbreyttu hefði úrræðið runnið út í lok júní. Stuðningnum er ætlað að gera fyrirtækjum kleift að laga starfsemi sína að breyttum aðstæðum og hefja starfsemi í Grindavík að nýju þegar aðstæður leyfa. Gert er ráð fyrir að frumvarp um framlengingu viðspyrnustyrkja verði lagt fram á Alþingi í júní. Framlenging launastuðnings Stuðningur til greiðslu launa verður framlengdur til 31. ágúst nk. en úrræðið átti að renna út í lok júní. Með því að framlengja gildistímann um tvo mánuði gefst atvinnurekendum og launþegum frekara svigrúm þar sem búist er við að stuðningslán verði ekki afgreidd fyrr en í haust. Um 1.700 manns hafa fengið greitt úr úrræðinu, en mikill meirihluti þeirra starfar á almennum vinnumarkaði. Gert er ráð fyrir að frumvarp um framlengingu launastuðnings verði lagt fram á Alþingi í júní. Afurðasjóður Grindavíkur verður til Í matvælaráðuneytinu er unnið að gerð frumvarps með það að markmiði að koma á fót úrræði til að tryggja hráefni og afurðir fyrirtækja í Grindavík fyrir tjóni vegna náttúruvár. Málið er unnið í samvinnu við fjármála- og efnahagsráðuneytið og Náttúruhamfaratryggingu Íslands. Gert er ráð fyrir að frumvarp um tryggingu afurða í Grindavík verði lagt fram á Alþingi í júní. Framlenging sértæks húsnæðisstuðnings Sértækur húsnæðisstuðningur fyrir Grindvíkinga verður framlengdur til áramóta. Úrræðinu var komið á fót með samþykkt Alþingis í desember sl. en markmiðið er að lækka húsnæðiskostnað Grindvíkinga sem þurfa að leigja húsnæði utan bæjarins. Að óbreyttu hefði stuðningurinn runnið út í lok ágúst. Gert er ráð fyrir að frumvarp um framlengingu sértæks húsnæðisstuðnings verði lagt fram á Alþingi í júní. Tillögurnar sem snúa að fyrirtækjum byggja á vinnu starfshóps um atvinnulíf í Grindavík sem forsætisráðherra skipaði í febrúar sl. Þar áttu sæti fulltrúar fjögurra ráðuneyta en hópurinn fundaði með fulltrúum fyrirtækja í Grindavík og átti náið samstarf við atvinnuteymi Grindavíkurbæjar. Starfshópurinn fékk Deloitte til að vinna skýrslu þar sem innviðir í Grindavík voru kortlagðir og dregnar upp mismunandi sviðsmyndir um uppbyggingu atvinnulífs í bænum. Í skýrslunni er einnig að finna hagfræðilega greinargerð sem tekur bæði á hlutlægum og huglægum þjóðhagslegum kostnaði hagkerfisins við misjafnar sviðsmyndir.
Grindavík Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Rekstur hins opinbera Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Sjá meira