Allt í skrúfunni hjá Bæjurum: Tuchel fer eftir allt saman Valur Páll Eiríksson skrifar 17. maí 2024 11:27 Thomas Tuchel er á förum og erfið leit Bæjara heldur áfram. DeFodi Images via Getty Images) „Þetta er minn síðasti blaðamannafundur hér,“ sagði Thomas Tuchel, stjóri Bayern München, á fundi í morgun. Félagið leitar áfram logandi ljósi að nýjum þjálfara. Gefið var út fyrr í vor að Tuchel myndi yfirgefa Bayern að yfirstandandi leiktíð lokinni en þjálfaraleit félagsins hefur gengið illa. Síðustu daga benti allt til að Tuchel yrði áfram og var áhugi fyrir því hjá íþróttastjórum félagsins, Max Eberl og Christoph Freund. Tuchel hefur verið í viðræðum við Bæjara síðustu daga en samkvæmt þýskum miðlum ætlaði hann sér ekki að halda áfram í starfi ef hann hefði ekki stuðning allra stjórnarmanna félagsins. Það virðist sem að svo sé ekki þar sem Tuchel staðfesti í dag að hann sé á förum eftir allt saman. Bayern München hafði unnið þýska meistaratitilinn ellefu ár í röð áður en Bayer Leverkusen tók titilinn í ár. Liðið lýkur tímabilinu titlalaust. Það féll út í 2. umferð þýska bikarsins eftir tap fyrir þriðju deildarliði Saarbrücken og tapaði í þýska ofurbikarnum fyrir RB Leipzig í upphafi leiktíðar. Eina von liðsins um titil var í Meistaradeild Evrópu en sú varð að engu eftir að liðið féll úr leik fyrir Real Madrid í undanúrslitum. Í það minnsta fjórir kostir hafa hafnað því að taka við þjálfarastarfinu af Tuchel í sumar. Xabi Alonso, Ralf Rangnick, Julian Nagelsmann og Oliver Glasner. Stjórnarmenn virtust því komnir á þá niðurstöðu að halda Tuchel en nú er ljóst að þjálfaraleitin heldur áfram. Þýski boltinn Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira
Gefið var út fyrr í vor að Tuchel myndi yfirgefa Bayern að yfirstandandi leiktíð lokinni en þjálfaraleit félagsins hefur gengið illa. Síðustu daga benti allt til að Tuchel yrði áfram og var áhugi fyrir því hjá íþróttastjórum félagsins, Max Eberl og Christoph Freund. Tuchel hefur verið í viðræðum við Bæjara síðustu daga en samkvæmt þýskum miðlum ætlaði hann sér ekki að halda áfram í starfi ef hann hefði ekki stuðning allra stjórnarmanna félagsins. Það virðist sem að svo sé ekki þar sem Tuchel staðfesti í dag að hann sé á förum eftir allt saman. Bayern München hafði unnið þýska meistaratitilinn ellefu ár í röð áður en Bayer Leverkusen tók titilinn í ár. Liðið lýkur tímabilinu titlalaust. Það féll út í 2. umferð þýska bikarsins eftir tap fyrir þriðju deildarliði Saarbrücken og tapaði í þýska ofurbikarnum fyrir RB Leipzig í upphafi leiktíðar. Eina von liðsins um titil var í Meistaradeild Evrópu en sú varð að engu eftir að liðið féll úr leik fyrir Real Madrid í undanúrslitum. Í það minnsta fjórir kostir hafa hafnað því að taka við þjálfarastarfinu af Tuchel í sumar. Xabi Alonso, Ralf Rangnick, Julian Nagelsmann og Oliver Glasner. Stjórnarmenn virtust því komnir á þá niðurstöðu að halda Tuchel en nú er ljóst að þjálfaraleitin heldur áfram.
Þýski boltinn Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira