Segir arðgreiðslur ÁTVR hafa lækkað um 400 milljónir vegna netsölu Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 17. maí 2024 07:45 Ívar J. Arndal, forstjóri ÁTVR, segir að á síðasta ári hafi mátt sjá áþreifanlegar breytingar í rekstrarumhverfi ÁTVR. ÁTVR/Vísir/Vilhelm Blikur eru á lofti í rekstri Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins. Þetta segir Ívar J. Arndal forstjóri í nýútkominni ársskýrslu. Hann segir að á síðasta ári hafi mátt sjá áþreifanlegar breytingar í rekstrarumhverfinu og að þar vegi þyngst ólögleg netsala áfengis og mikill samdráttur í tóbakssölu. Þá bendir hann á að hlutfall ÁTVR af greiddum áfengisgjöldum hafi lækkað úr tæpum 78 prósentum niður í 68 prósent á árinu og segir Ívar rökrétt að álykta að þetta sé vegna netsölu áfengis. Afleiðingarnar séu þær að arðgreiðsla ÁTVR í ríkissjóð lækkar um 400 milljónir króna. Ívar segir að netverslanir hafi sprottið upp hér á landi og að með einföldum hætti megi finna á þriðja tug verslana sem selji og afhendi áfengi ólöglega beint af innlendum lager til neytenda. „Hefur ÁTVR fengið upplýsingar um að m.a. ungmenni undir lögaldri, nýkomin með bílpróf, keyri áfengið út til jafnaldra sinna sem segja að það hafi aldrei verið auðveldara en nú að nálgast áfengi. Þá eru áfengisverslanir eða "afhendingarstaðir" áfengis farnir að spretta upp víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Ívar. Forstjórinn fullyrðir ennfremur að verði ekkert gert í þeim málum verði að skera niður þjónustu ÁTVR á næstu árum svo ekki komi til hallareksturs. Ívar gagnrýnir lögregluna einnig í pistli sínum og segir að fjögur ár séu nú liðin síðan stofnunin kærði netsölu áfengis til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Enn hafa engin svör borist frá lögreglunni og segist hann ekki trúa öðru en að von sé á niðurstöðu á næstu vikum, annað sé óásættanlegt. En það er ekki bara áfengissalan sem dregst saman, vinsældir nikótínpúða, sem ekki bera tóbaksgjald hafa verið slíkar að þeir hafa tekið yfir markaðinn og ef svo fer fram sem horfir muni framleiðslu á íslenska neftóbakinu verða hætt, segir Ívar J. Arndal forstjóri ÁTVR. Hér má lesa pistil forstjórans í heild sinni. Áfengi og tóbak Verslun Netverslun með áfengi Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Sjá meira
Þetta segir Ívar J. Arndal forstjóri í nýútkominni ársskýrslu. Hann segir að á síðasta ári hafi mátt sjá áþreifanlegar breytingar í rekstrarumhverfinu og að þar vegi þyngst ólögleg netsala áfengis og mikill samdráttur í tóbakssölu. Þá bendir hann á að hlutfall ÁTVR af greiddum áfengisgjöldum hafi lækkað úr tæpum 78 prósentum niður í 68 prósent á árinu og segir Ívar rökrétt að álykta að þetta sé vegna netsölu áfengis. Afleiðingarnar séu þær að arðgreiðsla ÁTVR í ríkissjóð lækkar um 400 milljónir króna. Ívar segir að netverslanir hafi sprottið upp hér á landi og að með einföldum hætti megi finna á þriðja tug verslana sem selji og afhendi áfengi ólöglega beint af innlendum lager til neytenda. „Hefur ÁTVR fengið upplýsingar um að m.a. ungmenni undir lögaldri, nýkomin með bílpróf, keyri áfengið út til jafnaldra sinna sem segja að það hafi aldrei verið auðveldara en nú að nálgast áfengi. Þá eru áfengisverslanir eða "afhendingarstaðir" áfengis farnir að spretta upp víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Ívar. Forstjórinn fullyrðir ennfremur að verði ekkert gert í þeim málum verði að skera niður þjónustu ÁTVR á næstu árum svo ekki komi til hallareksturs. Ívar gagnrýnir lögregluna einnig í pistli sínum og segir að fjögur ár séu nú liðin síðan stofnunin kærði netsölu áfengis til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Enn hafa engin svör borist frá lögreglunni og segist hann ekki trúa öðru en að von sé á niðurstöðu á næstu vikum, annað sé óásættanlegt. En það er ekki bara áfengissalan sem dregst saman, vinsældir nikótínpúða, sem ekki bera tóbaksgjald hafa verið slíkar að þeir hafa tekið yfir markaðinn og ef svo fer fram sem horfir muni framleiðslu á íslenska neftóbakinu verða hætt, segir Ívar J. Arndal forstjóri ÁTVR. Hér má lesa pistil forstjórans í heild sinni.
Áfengi og tóbak Verslun Netverslun með áfengi Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Sjá meira