Segir arðgreiðslur ÁTVR hafa lækkað um 400 milljónir vegna netsölu Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 17. maí 2024 07:45 Ívar J. Arndal, forstjóri ÁTVR, segir að á síðasta ári hafi mátt sjá áþreifanlegar breytingar í rekstrarumhverfi ÁTVR. ÁTVR/Vísir/Vilhelm Blikur eru á lofti í rekstri Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins. Þetta segir Ívar J. Arndal forstjóri í nýútkominni ársskýrslu. Hann segir að á síðasta ári hafi mátt sjá áþreifanlegar breytingar í rekstrarumhverfinu og að þar vegi þyngst ólögleg netsala áfengis og mikill samdráttur í tóbakssölu. Þá bendir hann á að hlutfall ÁTVR af greiddum áfengisgjöldum hafi lækkað úr tæpum 78 prósentum niður í 68 prósent á árinu og segir Ívar rökrétt að álykta að þetta sé vegna netsölu áfengis. Afleiðingarnar séu þær að arðgreiðsla ÁTVR í ríkissjóð lækkar um 400 milljónir króna. Ívar segir að netverslanir hafi sprottið upp hér á landi og að með einföldum hætti megi finna á þriðja tug verslana sem selji og afhendi áfengi ólöglega beint af innlendum lager til neytenda. „Hefur ÁTVR fengið upplýsingar um að m.a. ungmenni undir lögaldri, nýkomin með bílpróf, keyri áfengið út til jafnaldra sinna sem segja að það hafi aldrei verið auðveldara en nú að nálgast áfengi. Þá eru áfengisverslanir eða "afhendingarstaðir" áfengis farnir að spretta upp víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Ívar. Forstjórinn fullyrðir ennfremur að verði ekkert gert í þeim málum verði að skera niður þjónustu ÁTVR á næstu árum svo ekki komi til hallareksturs. Ívar gagnrýnir lögregluna einnig í pistli sínum og segir að fjögur ár séu nú liðin síðan stofnunin kærði netsölu áfengis til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Enn hafa engin svör borist frá lögreglunni og segist hann ekki trúa öðru en að von sé á niðurstöðu á næstu vikum, annað sé óásættanlegt. En það er ekki bara áfengissalan sem dregst saman, vinsældir nikótínpúða, sem ekki bera tóbaksgjald hafa verið slíkar að þeir hafa tekið yfir markaðinn og ef svo fer fram sem horfir muni framleiðslu á íslenska neftóbakinu verða hætt, segir Ívar J. Arndal forstjóri ÁTVR. Hér má lesa pistil forstjórans í heild sinni. Áfengi og tóbak Verslun Netverslun með áfengi Mest lesið Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Sjá meira
Þetta segir Ívar J. Arndal forstjóri í nýútkominni ársskýrslu. Hann segir að á síðasta ári hafi mátt sjá áþreifanlegar breytingar í rekstrarumhverfinu og að þar vegi þyngst ólögleg netsala áfengis og mikill samdráttur í tóbakssölu. Þá bendir hann á að hlutfall ÁTVR af greiddum áfengisgjöldum hafi lækkað úr tæpum 78 prósentum niður í 68 prósent á árinu og segir Ívar rökrétt að álykta að þetta sé vegna netsölu áfengis. Afleiðingarnar séu þær að arðgreiðsla ÁTVR í ríkissjóð lækkar um 400 milljónir króna. Ívar segir að netverslanir hafi sprottið upp hér á landi og að með einföldum hætti megi finna á þriðja tug verslana sem selji og afhendi áfengi ólöglega beint af innlendum lager til neytenda. „Hefur ÁTVR fengið upplýsingar um að m.a. ungmenni undir lögaldri, nýkomin með bílpróf, keyri áfengið út til jafnaldra sinna sem segja að það hafi aldrei verið auðveldara en nú að nálgast áfengi. Þá eru áfengisverslanir eða "afhendingarstaðir" áfengis farnir að spretta upp víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Ívar. Forstjórinn fullyrðir ennfremur að verði ekkert gert í þeim málum verði að skera niður þjónustu ÁTVR á næstu árum svo ekki komi til hallareksturs. Ívar gagnrýnir lögregluna einnig í pistli sínum og segir að fjögur ár séu nú liðin síðan stofnunin kærði netsölu áfengis til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Enn hafa engin svör borist frá lögreglunni og segist hann ekki trúa öðru en að von sé á niðurstöðu á næstu vikum, annað sé óásættanlegt. En það er ekki bara áfengissalan sem dregst saman, vinsældir nikótínpúða, sem ekki bera tóbaksgjald hafa verið slíkar að þeir hafa tekið yfir markaðinn og ef svo fer fram sem horfir muni framleiðslu á íslenska neftóbakinu verða hætt, segir Ívar J. Arndal forstjóri ÁTVR. Hér má lesa pistil forstjórans í heild sinni.
Áfengi og tóbak Verslun Netverslun með áfengi Mest lesið Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Sjá meira