Forsætisráðherra Slóvakíu liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi eftir að hann var skotinn ítrekað. Forseti landsins segir árásina ekki einungis árás á manninn heldur á lýðræðið sjálft.
Píratar hafa gert verulegar athugasemdir við tvö frumvörp dómsmálaráðherra, sem lögð er áhersla á að afgreidd verði á vorþinginu. Um tvær vikur eru fram að sumarfríi og liggur mikið á að afgreiða málin.
Óvenjumargar mýflugur hafa gert íbúum Vatnsendahverfis í Kópavogi lífið leitt síðustu daga. Grunnskólabörn hafa neitað að fara út í frímínútur og verið hvött til að taka flugnanet með sér í skólann. Vatnalíffræðingur segir þróunina hins vegar jákvæða og að hún sýni fram á heilbrigt vistkerfi.
Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.