Sat saklaus í unglingafangelsi í tvö ár Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 20. maí 2024 08:01 Ólafur Hafsteinn Einarsson sem er sjónskertur var sem unglingur sóttur af lögreglu og lokaður inni í tvö ár á Níunni sem tilheyrði Unglingaheimili ríkisins. Tildrög innilokunarinnar eru alls óljós. Vísir/BEB Sjónskertur maður var sem drengur sóttur af lögreglu og lokaður inni á Níunni sem tilheyrði Unglingaheimili ríkisins í tvö ár á áttunda áratug síðustu aldar. Tildrög vistunnar hans eru alls óljós og honum gafst ekki kostur á skólagöngu meðan á dvölinni stóð. Ólafur er sjónskertur vegna heilahimnubólgu sem hann fékk þegar hann var þriggja ára gamall. Hann flutti ásamt fjölskyldu sinni í Efra-Breiðholt í upphafi áttunda áratugar síðustu aldar. Þar segist hann hafa byrjað að slæpast með öðrum unglingum og stundum verið úti um nætur. Lögreglan hafi brugðist afar harkalega við. Ólafur fékk heilahimnubólgu þegar hann var þriggja ára sem olli sjónsskerðingu. Veikur þegar lögregla kom „Við vorum flutt upp í Efra- Breiðholt árið 1971. Í framhaldinu lenti ég í félagsskap með öðrum unglingum sem voru taldir hafa óæskileg áhrif á mig og það var verið að reyna að koma mér út úr honum. Við vorum út og suður stundum fram á nætur og foreldrum mínum fannst þetta náttúrulega ekki ganga upp. Það var hins vegar ekkert sem ég gerði sem skýrði svo framkomu yfirvalda við mig og fjölskyldu mína. En lögreglan kom heim og sótti mig árið 1973 þar sem ég lá hálflasinn. Ég held að það hafi verið af því ég hafði verið að slæpast í þessum félagsskap í einhverjum nýbyggingum þarna í Breiðholtinu. Móður minni leið hræðilega þegar lögreglan fór með mig,“ segir Ólafur. Nían þar sem Ólafur dvaldi í tvö ár frá 1973-1975. Skráningar sýna að lögregla og félagsmálayfirvöld lokuð ellefu hundruð unglinga þar inni á síðustu öld. Líklega eru unglingarnir þó fleiri. Það var ólöglegt samkvæmt barnaverndarlögum þess tíma. Hræðileg niðurlæging Ólafur var færður á Níuna sem tilheyrði Unglingaheimili ríkisins í Kópavogi sem átti að gegna því hlutverki að loka svokallaða vandræðaunglinga inni til skamms tíma. Ólafur var hins vegar vistaður á Níunni í tvö ár. Hann segir að vistin þar hafi oft á tíðum verið einmannaleg, honum hafi aldrei gefist kostur á að fara í skóla og stundum hafi hann orðið fyrir einelti af hálfu annarra unglinga á stofnuninni. „Hafnarfjarðarbær og Reykjavíkurborg héldu að ég gæti ekki lært þannig að ég fékk ekki að fara í skóla,“ segir Ólafur. Ólafur segir að móðir hans hafi verið miður sín yfir vistun hans á Níunni og aldrei hafa getað skýrt af hverju hann var færður þangað.Vísir Ólafur var að tveimur árum liðnum færður á önnur vistheimili á vegum ríkisins og berst nú fyrir sanngirni í sínu máli. „Mér finnst ekki bati fyrir neinn einasta einstakling að dveljast á svona vistheimilum. Það er hræðileg niðurlæging. Það er kannski allt í lagi í skamman tíma ef þörf er á en ekki eins og unglingaheimilið var,“ segir Ólafur að lokum. Ólafur er meðal þeirra að minnsta kosti ellefu hundruð unglinga sem lögregla og félagsmálayfirvöld lokuðu inni á Níunni á áttunda áratug síðustu aldar. Nían tilheyrði Unglingaheimili ríkisins en oft voru unglingar þaðan lokaðir þar inni og sættu jafnvel einangrun í herbergi sem kallað var sellan. Meira er fjallað um málið í þáttaröðinni Vistheimilin sem sýnd er á Stöð 2. Hér var fjallað um ofbeldi. Ef þig vantar aðstoð eða ráð sem þolandi, aðstandandi eða til að breyta ofbeldisfullri hegðun þinni þá er hægt er að fá nánari upplýsingar á ofbeldisgátt 112.is. Þar á meðal um þá þjónustu sem er til staðar á landsvísu. Einnig er ætíð hægt að hafa samband í síma 112. Vistheimilin Vistheimili Tengdar fréttir „Þetta er náttúrulega sorgarsaga okkar Íslendinga“ Vistheimilin eru nýir þættir Berghildar Erlu Bernharðsdóttur fréttakonu á Stöð 2. Þættirnir eru sýndir á sunnudagskvöldum. 14. maí 2024 10:30 Vaknaði og barnið var horfið Kona sem þurfti vegna alvarlegs heimilisofbeldis að gangast undir aðgerð á Landakotsspítala segir að stjórnendur þar hafi ákveðið án samráðs að taka af henni kornabarn og vista á vöggustofu. Áður hafði henni verið sagt að barnið, sem var á brjósti, fengi að vera hjá henni meðan hún væri að jafna sig. 13. maí 2024 09:06 Mest lesið Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Fimm keyptu gám sem er ekki til Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Innlent Fleiri fréttir Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Sjá meira
Ólafur er sjónskertur vegna heilahimnubólgu sem hann fékk þegar hann var þriggja ára gamall. Hann flutti ásamt fjölskyldu sinni í Efra-Breiðholt í upphafi áttunda áratugar síðustu aldar. Þar segist hann hafa byrjað að slæpast með öðrum unglingum og stundum verið úti um nætur. Lögreglan hafi brugðist afar harkalega við. Ólafur fékk heilahimnubólgu þegar hann var þriggja ára sem olli sjónsskerðingu. Veikur þegar lögregla kom „Við vorum flutt upp í Efra- Breiðholt árið 1971. Í framhaldinu lenti ég í félagsskap með öðrum unglingum sem voru taldir hafa óæskileg áhrif á mig og það var verið að reyna að koma mér út úr honum. Við vorum út og suður stundum fram á nætur og foreldrum mínum fannst þetta náttúrulega ekki ganga upp. Það var hins vegar ekkert sem ég gerði sem skýrði svo framkomu yfirvalda við mig og fjölskyldu mína. En lögreglan kom heim og sótti mig árið 1973 þar sem ég lá hálflasinn. Ég held að það hafi verið af því ég hafði verið að slæpast í þessum félagsskap í einhverjum nýbyggingum þarna í Breiðholtinu. Móður minni leið hræðilega þegar lögreglan fór með mig,“ segir Ólafur. Nían þar sem Ólafur dvaldi í tvö ár frá 1973-1975. Skráningar sýna að lögregla og félagsmálayfirvöld lokuð ellefu hundruð unglinga þar inni á síðustu öld. Líklega eru unglingarnir þó fleiri. Það var ólöglegt samkvæmt barnaverndarlögum þess tíma. Hræðileg niðurlæging Ólafur var færður á Níuna sem tilheyrði Unglingaheimili ríkisins í Kópavogi sem átti að gegna því hlutverki að loka svokallaða vandræðaunglinga inni til skamms tíma. Ólafur var hins vegar vistaður á Níunni í tvö ár. Hann segir að vistin þar hafi oft á tíðum verið einmannaleg, honum hafi aldrei gefist kostur á að fara í skóla og stundum hafi hann orðið fyrir einelti af hálfu annarra unglinga á stofnuninni. „Hafnarfjarðarbær og Reykjavíkurborg héldu að ég gæti ekki lært þannig að ég fékk ekki að fara í skóla,“ segir Ólafur. Ólafur segir að móðir hans hafi verið miður sín yfir vistun hans á Níunni og aldrei hafa getað skýrt af hverju hann var færður þangað.Vísir Ólafur var að tveimur árum liðnum færður á önnur vistheimili á vegum ríkisins og berst nú fyrir sanngirni í sínu máli. „Mér finnst ekki bati fyrir neinn einasta einstakling að dveljast á svona vistheimilum. Það er hræðileg niðurlæging. Það er kannski allt í lagi í skamman tíma ef þörf er á en ekki eins og unglingaheimilið var,“ segir Ólafur að lokum. Ólafur er meðal þeirra að minnsta kosti ellefu hundruð unglinga sem lögregla og félagsmálayfirvöld lokuðu inni á Níunni á áttunda áratug síðustu aldar. Nían tilheyrði Unglingaheimili ríkisins en oft voru unglingar þaðan lokaðir þar inni og sættu jafnvel einangrun í herbergi sem kallað var sellan. Meira er fjallað um málið í þáttaröðinni Vistheimilin sem sýnd er á Stöð 2. Hér var fjallað um ofbeldi. Ef þig vantar aðstoð eða ráð sem þolandi, aðstandandi eða til að breyta ofbeldisfullri hegðun þinni þá er hægt er að fá nánari upplýsingar á ofbeldisgátt 112.is. Þar á meðal um þá þjónustu sem er til staðar á landsvísu. Einnig er ætíð hægt að hafa samband í síma 112.
Hér var fjallað um ofbeldi. Ef þig vantar aðstoð eða ráð sem þolandi, aðstandandi eða til að breyta ofbeldisfullri hegðun þinni þá er hægt er að fá nánari upplýsingar á ofbeldisgátt 112.is. Þar á meðal um þá þjónustu sem er til staðar á landsvísu. Einnig er ætíð hægt að hafa samband í síma 112.
Vistheimilin Vistheimili Tengdar fréttir „Þetta er náttúrulega sorgarsaga okkar Íslendinga“ Vistheimilin eru nýir þættir Berghildar Erlu Bernharðsdóttur fréttakonu á Stöð 2. Þættirnir eru sýndir á sunnudagskvöldum. 14. maí 2024 10:30 Vaknaði og barnið var horfið Kona sem þurfti vegna alvarlegs heimilisofbeldis að gangast undir aðgerð á Landakotsspítala segir að stjórnendur þar hafi ákveðið án samráðs að taka af henni kornabarn og vista á vöggustofu. Áður hafði henni verið sagt að barnið, sem var á brjósti, fengi að vera hjá henni meðan hún væri að jafna sig. 13. maí 2024 09:06 Mest lesið Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Fimm keyptu gám sem er ekki til Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Innlent Fleiri fréttir Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Sjá meira
„Þetta er náttúrulega sorgarsaga okkar Íslendinga“ Vistheimilin eru nýir þættir Berghildar Erlu Bernharðsdóttur fréttakonu á Stöð 2. Þættirnir eru sýndir á sunnudagskvöldum. 14. maí 2024 10:30
Vaknaði og barnið var horfið Kona sem þurfti vegna alvarlegs heimilisofbeldis að gangast undir aðgerð á Landakotsspítala segir að stjórnendur þar hafi ákveðið án samráðs að taka af henni kornabarn og vista á vöggustofu. Áður hafði henni verið sagt að barnið, sem var á brjósti, fengi að vera hjá henni meðan hún væri að jafna sig. 13. maí 2024 09:06