Magnús Geir vill fimm ár í viðbót í Þjóðleikhúsinu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. maí 2024 06:40 Magnús Geir segir mikið líf og fjör í Þjóðleikhúsinu og hann hafi hug á því að halda áfram störfum. „Ég er sannarlega glaður hér í Þjóðleikhúsinu og nýt mín vel með mínu samstarfsfólki,“ segir Magnús Geir Þórðarson þjóðleikhússtjóri, spurður að því hvort hann hyggist sækjast eftir því að sinna starfinu áfram eftir að skipunartíma hans lýkur í árslok. Já, hann hefur hug á því að vera áfram, segir hann beðinn um afdráttarlausara svar en tilefni fyrirspurnarinnar eru umsagnir um frumvarp um Þjóðaróperu, sem fyrirhugað er að starfrækja innan Þjóðleikhússins. Óperustjóri verður samkvæmt skipuriti undir þjóðleikhússtjóra. Vísir greindi frá því í vikunni að í tveimur umsögnum um frumvarpið væri því gerður skórinn að ef til vill væri heppilegast að auglýsa stöðu þjóðleikhússtjóra þegar skipunartíma Magnúsar lýkur, nú þegar breytingar eru að verða á starfinu og ábyrgðinni sem því fylgir. Í það minnsta að hafið verði yfir allan vafa að ráðherra sé heimilt að endurskipa Magnús með tilliti til þess að starfið hefur breyst og ábyrgðin aukist. „Ég dreg ekki dul á að innan sviðslistageirans hefur þessi staða verið til umræðu og því sé nefndinni brýnt að láta kanna hjá sérfræðingum sínum það álitamál sem hér um ræðir og fylgja niðurstöðum þeirrar könnunar eftir í umsögn sinni þingi og ráðherra til leiðbeiningar,“ segir Páll Baldvin Baldvinsson meðal annars í umsögn sinni. Óperustjóri muni njóta mikils sjálfstæðis Magnús Geir segist telja frumvarpið um Þjóðaróperu gott og skynsamlegt fyrir sviðslistir í landinu. „Við hins vegar bíðum bara átekta að sjá hver framvinda málsins verður,“ segir hann spurður að því hvort hann telji sjálfur þörf á því að auglýsa starfið hans á ný. „Auðvitað verður þetta ákveðin breyting á starfi Þjóðleikhússins,“ bætir hann við, „en í grunninn samt ekki. Meginlínur í starfi Þjóðleikhússins munu ekki breytast ef þetta frumvarp um Þjóðaróperu verður að veruleika, þó að tilkoma Þjóðaróperu verði auðvitað mikilvæg viðbót við starfsemi Þjóðleikhússins og sviðslistir í landinu.“ Magnús segist telja heilmikil tækifæri felast í samlegð leikhússins og óperunnar en ítrekar að gert sé ráð fyrir miklu sjálfstæði óperustjóra. Nánari útfærsla á samstarfinu komi í ljós þegar óperustjóri hefur verið ráðinn. Spurður að því hvaða áhrif þetta muni hafa í framkvæmd og hvort þjóðleikhússtjóri hafi þá boðvald yfir óperustjóra, segir Magnús það í raun skýrt ágætlega í greinargerð með frumvarpinu. „Og eins og þar segir ber þjóðleikhússtjóri eftir sem áður ábyrgð á rekstri og allri starfsemi Þjóðleikhússins, gagnvart þjóðleikhúsráði og ráðherra. En óperustjóri nýtur mikils sjálfstæðis og stýrir óperuhluta Þjóðleikhússins.“ Magnús segir Þjóðleikhúsið styðja frumvarpið eins og það liggur fyrir og nú bíði menn bara átekta á meðan málið sé í meðförum þingsins. Ráðuneytið telur ekki þörf á að auglýsa starfið að nýju Menningar- og viðskiptaráðuneytið skilaði á þriðjudaginn inn svörum við fyrirspurnum allsherjar- og menntamálanefndar þar sem meðal annars var óskað eftir viðbrögðum ráðuneytisins við umsögnum. Þar sagði um umsögn Páls Baldvins að ráðherra yrði heimilt en ekki skylt að auglýsa starf þjóðleikhússtjóra að skipunartíma loknum og hefði svigrúm til að leggja sjálfstætt mat á hvora leiðina hann færi; að endurskipa í starfið án auglýsingar eða auglýsa það á nýju. Í svörum ráðuneytisins er vikið að þeirri meginreglu að skipunartími embættismanna endurnýjaðist sjálfkrafa eftir fim már ef viðkomandi væri ekki tilkynnt sex mánuðum áður að starfið yrði auglýst. Þá væri fjallað um það í lögum um sviðslistir að þjóðleikhússtjóra mætti skipa í tvö en ekki fleiri samfelld skipunartímabil. Það sé mat ráðuneytisins að sú breyting sem verður á starfsemi Þjóðleikhússins með tilkomu Þjóðaróperu undir hatti leikhússins kalli ekki á breytingar. Þannig virðist ráðuneytið ekki telja að breytinga sé þörf, þrátt fyrir að breytingar á störfum og ábyrgð þjóðleikhússtjóra. Ráðuneytið kemur inn á það í svörum sínum að í umræðum um frumvarp um sviðslistir hafi staðið til að skylt yrði að auglýsa starf þjóðleikhússtjóra í lok hvers skipunartímabils. Þessu hafi hins vegar verið breytt að tillögu allsherjar- og menntamálanefndar. „Löggjafinn hefur mætt þeim sjónarmiðum sem teflt er fram um mikilvægi endurnýjunar forstöðumanna menningarstofnana með því að setja 10 ára hámark á skipunartímann, en ekki með því að krefjast auglýsingar í lok hvers fimm ára tímabils,“ segir í svörum ráðuneytisins. Menning Þjóðaróperan Leikhús Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Fleiri fréttir Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Sjá meira
Já, hann hefur hug á því að vera áfram, segir hann beðinn um afdráttarlausara svar en tilefni fyrirspurnarinnar eru umsagnir um frumvarp um Þjóðaróperu, sem fyrirhugað er að starfrækja innan Þjóðleikhússins. Óperustjóri verður samkvæmt skipuriti undir þjóðleikhússtjóra. Vísir greindi frá því í vikunni að í tveimur umsögnum um frumvarpið væri því gerður skórinn að ef til vill væri heppilegast að auglýsa stöðu þjóðleikhússtjóra þegar skipunartíma Magnúsar lýkur, nú þegar breytingar eru að verða á starfinu og ábyrgðinni sem því fylgir. Í það minnsta að hafið verði yfir allan vafa að ráðherra sé heimilt að endurskipa Magnús með tilliti til þess að starfið hefur breyst og ábyrgðin aukist. „Ég dreg ekki dul á að innan sviðslistageirans hefur þessi staða verið til umræðu og því sé nefndinni brýnt að láta kanna hjá sérfræðingum sínum það álitamál sem hér um ræðir og fylgja niðurstöðum þeirrar könnunar eftir í umsögn sinni þingi og ráðherra til leiðbeiningar,“ segir Páll Baldvin Baldvinsson meðal annars í umsögn sinni. Óperustjóri muni njóta mikils sjálfstæðis Magnús Geir segist telja frumvarpið um Þjóðaróperu gott og skynsamlegt fyrir sviðslistir í landinu. „Við hins vegar bíðum bara átekta að sjá hver framvinda málsins verður,“ segir hann spurður að því hvort hann telji sjálfur þörf á því að auglýsa starfið hans á ný. „Auðvitað verður þetta ákveðin breyting á starfi Þjóðleikhússins,“ bætir hann við, „en í grunninn samt ekki. Meginlínur í starfi Þjóðleikhússins munu ekki breytast ef þetta frumvarp um Þjóðaróperu verður að veruleika, þó að tilkoma Þjóðaróperu verði auðvitað mikilvæg viðbót við starfsemi Þjóðleikhússins og sviðslistir í landinu.“ Magnús segist telja heilmikil tækifæri felast í samlegð leikhússins og óperunnar en ítrekar að gert sé ráð fyrir miklu sjálfstæði óperustjóra. Nánari útfærsla á samstarfinu komi í ljós þegar óperustjóri hefur verið ráðinn. Spurður að því hvaða áhrif þetta muni hafa í framkvæmd og hvort þjóðleikhússtjóri hafi þá boðvald yfir óperustjóra, segir Magnús það í raun skýrt ágætlega í greinargerð með frumvarpinu. „Og eins og þar segir ber þjóðleikhússtjóri eftir sem áður ábyrgð á rekstri og allri starfsemi Þjóðleikhússins, gagnvart þjóðleikhúsráði og ráðherra. En óperustjóri nýtur mikils sjálfstæðis og stýrir óperuhluta Þjóðleikhússins.“ Magnús segir Þjóðleikhúsið styðja frumvarpið eins og það liggur fyrir og nú bíði menn bara átekta á meðan málið sé í meðförum þingsins. Ráðuneytið telur ekki þörf á að auglýsa starfið að nýju Menningar- og viðskiptaráðuneytið skilaði á þriðjudaginn inn svörum við fyrirspurnum allsherjar- og menntamálanefndar þar sem meðal annars var óskað eftir viðbrögðum ráðuneytisins við umsögnum. Þar sagði um umsögn Páls Baldvins að ráðherra yrði heimilt en ekki skylt að auglýsa starf þjóðleikhússtjóra að skipunartíma loknum og hefði svigrúm til að leggja sjálfstætt mat á hvora leiðina hann færi; að endurskipa í starfið án auglýsingar eða auglýsa það á nýju. Í svörum ráðuneytisins er vikið að þeirri meginreglu að skipunartími embættismanna endurnýjaðist sjálfkrafa eftir fim már ef viðkomandi væri ekki tilkynnt sex mánuðum áður að starfið yrði auglýst. Þá væri fjallað um það í lögum um sviðslistir að þjóðleikhússtjóra mætti skipa í tvö en ekki fleiri samfelld skipunartímabil. Það sé mat ráðuneytisins að sú breyting sem verður á starfsemi Þjóðleikhússins með tilkomu Þjóðaróperu undir hatti leikhússins kalli ekki á breytingar. Þannig virðist ráðuneytið ekki telja að breytinga sé þörf, þrátt fyrir að breytingar á störfum og ábyrgð þjóðleikhússtjóra. Ráðuneytið kemur inn á það í svörum sínum að í umræðum um frumvarp um sviðslistir hafi staðið til að skylt yrði að auglýsa starf þjóðleikhússtjóra í lok hvers skipunartímabils. Þessu hafi hins vegar verið breytt að tillögu allsherjar- og menntamálanefndar. „Löggjafinn hefur mætt þeim sjónarmiðum sem teflt er fram um mikilvægi endurnýjunar forstöðumanna menningarstofnana með því að setja 10 ára hámark á skipunartímann, en ekki með því að krefjast auglýsingar í lok hvers fimm ára tímabils,“ segir í svörum ráðuneytisins.
Menning Þjóðaróperan Leikhús Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Fleiri fréttir Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Sjá meira