Þurftu að farga 30 þúsund eintökum vegna forsetaframboðs Jakob Bjarnar skrifar 14. maí 2024 10:05 Katrín mun hafa verið að vinna að inngangi bókarinnar fram á síðustu stundu, sem gefur til kynna að ákvörðunin um að gefa kost á sér til forseta Íslands hafi ekki verið tekin af léttúð. vísir/stjórnarráðið/vilhelm Farga þurfti þrjátíu þúsund eintökum af bók sem til stóð að gefa þjóðinni í tilefni áttatíu ára afmælis lýðveldisins. Ástæðan var breyting á skipan forsætisráðherra sem kallaði á breytingu á formála bókarinnar. Tilkynnt var í upphafi árs að forsætisráðuneytið ætlaði, í samvinnu við Forlagið, að gefa út bókina Fjallkonan. Þú ert móðir vor kær með þjóðhátíðarljóðum og greinum um fjallkonuna í byrjun júní 2024 sem verði gefin landsmönnum. Bókinni stóð til að dreifa um landið og áttu landsmenn að geta nálgast hana í bókasöfnum, bókaverslunum og sundlaugum. Það stendur raunar enn til. Verkefnið mun hafa verið sérstakt hugarfóstur Katrínar Jakobsdóttur þá forsætisráðherra, bókargjöf til þjóðarinnar. Þrjátíu þúsund eintökum þurfti að farga því inngangsorð, sem Katrín ritaði sem forsætisráðherra, þeim þurfti að skipta út. Bjarni Benediktsson fékk það í fangið að rífa upp penna og rita inngang, sem nýr forsætisráðherra. „Þegar nýr forsætisráðherra tók við störfum var eðli málsins samkvæmt tekið til við að breyta formála bókarinnar,“ segir Sighvatur Arnmundsson, upplýsingafulltrúi forsætisráðuneytisins. Bjarni og Katrín kynna sáttamála ríkisstjórnar á Kjarvalsstöðum árið 2021.Vísir/Vilhelm „Bókin verður þannig gefin út með formála þess forsætisráðherra sem situr í embætti á útgáfudegi. Með nýjum formála,“ segir Sighvatur. Bókin var prentuð í þrjátíu þúsund eintökum, búið var að prenta upplagið en því þurfti að farga. Til stendur að dreifa bókinni í júní. „Kostnaðaráætlun verkefnisins í heild er um 30 milljónir króna. Endanlegar kostnaðartölur liggja ekki fyrir en búist er við að heildarkostnaður verði innan áætlunar,“ segir upplýsingafulltrúinn. Tilefni gjafarinnar er 80 ára afmæli lýðveldisins. Titill bókarinnar er Fjallkonan. Þú ert móðir vor kær, með vísan til ljóðs Þorsteins Erlingssonar. Eins og áður sagði ritar forsætisráðherra formála en greinahöfundar eru; Goddur, Ragnheiður Kristjánsdóttir, Silja Aðalsteinsdóttir og Áslaug Sverrisdóttir. Þýðingar á formála og útdrætti greina verða á pólsku og ensku. Bókaútgáfa Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Rekstur hins opinbera Forsetakosningar 2024 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Tilkynnt var í upphafi árs að forsætisráðuneytið ætlaði, í samvinnu við Forlagið, að gefa út bókina Fjallkonan. Þú ert móðir vor kær með þjóðhátíðarljóðum og greinum um fjallkonuna í byrjun júní 2024 sem verði gefin landsmönnum. Bókinni stóð til að dreifa um landið og áttu landsmenn að geta nálgast hana í bókasöfnum, bókaverslunum og sundlaugum. Það stendur raunar enn til. Verkefnið mun hafa verið sérstakt hugarfóstur Katrínar Jakobsdóttur þá forsætisráðherra, bókargjöf til þjóðarinnar. Þrjátíu þúsund eintökum þurfti að farga því inngangsorð, sem Katrín ritaði sem forsætisráðherra, þeim þurfti að skipta út. Bjarni Benediktsson fékk það í fangið að rífa upp penna og rita inngang, sem nýr forsætisráðherra. „Þegar nýr forsætisráðherra tók við störfum var eðli málsins samkvæmt tekið til við að breyta formála bókarinnar,“ segir Sighvatur Arnmundsson, upplýsingafulltrúi forsætisráðuneytisins. Bjarni og Katrín kynna sáttamála ríkisstjórnar á Kjarvalsstöðum árið 2021.Vísir/Vilhelm „Bókin verður þannig gefin út með formála þess forsætisráðherra sem situr í embætti á útgáfudegi. Með nýjum formála,“ segir Sighvatur. Bókin var prentuð í þrjátíu þúsund eintökum, búið var að prenta upplagið en því þurfti að farga. Til stendur að dreifa bókinni í júní. „Kostnaðaráætlun verkefnisins í heild er um 30 milljónir króna. Endanlegar kostnaðartölur liggja ekki fyrir en búist er við að heildarkostnaður verði innan áætlunar,“ segir upplýsingafulltrúinn. Tilefni gjafarinnar er 80 ára afmæli lýðveldisins. Titill bókarinnar er Fjallkonan. Þú ert móðir vor kær, með vísan til ljóðs Þorsteins Erlingssonar. Eins og áður sagði ritar forsætisráðherra formála en greinahöfundar eru; Goddur, Ragnheiður Kristjánsdóttir, Silja Aðalsteinsdóttir og Áslaug Sverrisdóttir. Þýðingar á formála og útdrætti greina verða á pólsku og ensku.
Bókaútgáfa Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Rekstur hins opinbera Forsetakosningar 2024 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent