Kórónuveirufaraldurinn ekkert miðað við sýklalyfjaónæmi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. maí 2024 08:12 Davies hefur unnið að því að vekja athygli á sýklalyfjaónæmi í um áratug en guðdóttir hennar lést af völdum ónæmrar sýkingar fyrir um tveimur árum. Getty/Pacific Press/LIghtRocket/Albin Lohr-Jones Kórónuveirufaraldurinn virðist smávægilegur samanborið við þær áskoranir sem mannkynið mun standa frammi fyrir ef þeim bakteríum og veirum heldur áfram að fjölga sem eru ónæmar fyrir lyfjum. Þetta segir Sally Davies, fyrrverandi landlæknir Englands og sérlegur sendifulltrúi Bretlands í baráttunni gegn sýklalyfjaónæmi. Guðdóttir Davies lést af völdum sýkingar sem engin lyf unnu á, aðeins 38 ára gömul. Davies segir umræddan vanda „bráðari“ en loftslagsbreytingar en um 1,2 milljón manns deyja vegna sýklalyfjaónæmis á ári hverju. Sýklalyfjaónæmi er það þegar bakteríur og veirur mynda smám saman ónæmi gegn lyfjum og þau hætta að virka. Sú staða gæti komið upp að einangra þyrfti fjölda fólks til að vernda fjölskyldur þeirra og samfélög, segir Davies. Hún áætlar að heimsbyggðin hafi um það bil áratug til að þróa nýjar meðferðir áður en illa fer. Stjórnvöld á Bretlandseyjum hafa kynnt nýja aðgerðaráætlun gegn sýklalyfjaónæmi sem felur meðal annars í sér að takmarka notkun sýklalyfja, auka eftirlit með ónæmum sýkingum og búa til hvata fyrir fyrirtæki að þróa ný lyf og bóluefni. Samkvæmt umfjöllun Guardian hefur Davies freistað þess að vekja athygli á vandanum í meira en áratug en guðdóttir hennar, Emily Hoyle, sem hafði tvívegis gengist undir lungnaígræðslu, lést af völdum lyfjaónæmrar sýkingar fyrir um tveimur árum. Hoyle gaf Davies leyfi til að segja sögu sína áður en hún lést. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá Guardian. Bretland England Heilbrigðismál Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Sjá meira
Þetta segir Sally Davies, fyrrverandi landlæknir Englands og sérlegur sendifulltrúi Bretlands í baráttunni gegn sýklalyfjaónæmi. Guðdóttir Davies lést af völdum sýkingar sem engin lyf unnu á, aðeins 38 ára gömul. Davies segir umræddan vanda „bráðari“ en loftslagsbreytingar en um 1,2 milljón manns deyja vegna sýklalyfjaónæmis á ári hverju. Sýklalyfjaónæmi er það þegar bakteríur og veirur mynda smám saman ónæmi gegn lyfjum og þau hætta að virka. Sú staða gæti komið upp að einangra þyrfti fjölda fólks til að vernda fjölskyldur þeirra og samfélög, segir Davies. Hún áætlar að heimsbyggðin hafi um það bil áratug til að þróa nýjar meðferðir áður en illa fer. Stjórnvöld á Bretlandseyjum hafa kynnt nýja aðgerðaráætlun gegn sýklalyfjaónæmi sem felur meðal annars í sér að takmarka notkun sýklalyfja, auka eftirlit með ónæmum sýkingum og búa til hvata fyrir fyrirtæki að þróa ný lyf og bóluefni. Samkvæmt umfjöllun Guardian hefur Davies freistað þess að vekja athygli á vandanum í meira en áratug en guðdóttir hennar, Emily Hoyle, sem hafði tvívegis gengist undir lungnaígræðslu, lést af völdum lyfjaónæmrar sýkingar fyrir um tveimur árum. Hoyle gaf Davies leyfi til að segja sögu sína áður en hún lést. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá Guardian.
Bretland England Heilbrigðismál Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Sjá meira