„Gæti orðið spennandi verkefni að vera í botnbaráttu“ Ólafur Þór Jónsson skrifar 11. maí 2024 20:03 Hallgrímur Jónasson tók við sem aðalþjálfari KA seint á tímabilinu 2022. vísir/Hulda Margrét KA er enn í leit að sigri í Bestu deildinni eftir tap á N1 vellinum að Hlíðarenda í dag. Leiknum lauk með 3-1 sigri Vals sem óhætt er að segja að hafi verið sannfærandi. Hallgrímur Jónasson ræddi við Vísi stuttu eftir leik og hafði þetta að segja um frammistöðu síns liðs. „Augnablikið var með okkur í hálfleik. Vorum duglegir í fyrri hálfleik en ekki frábærir. Síðan bara kemur mark snemma á okkur aftur í seinni hálfleik sem slær okkur. Verðum bara að segja eins og er að þetta var sanngjarn sigur Vals.“ KA er í 11. sæti deildarinnar með tvö stig eftir sex leiki og ljóst í hvaða baráttu KA verður sagði Hallgrímur.„Við ræddum bara saman hérna strax eftir leik og fórum yfir stöðuna. Við vinnum ekki fótboltaleiki ef við fáum á okkur þrjú mörk. Verðum að átta okkur á því að eins og staðan er í dag erum við í fallbaráttu. Við erum ekki að berjast um neitt annað og við verðum að byrja á því að vinna grunnvinnuna,“ sagði Hallgrímur og bætir við: „Við erum gott fótboltalið og með góða leikmenn. Hlutirnir eru ekki að falla með okkur og eins og ég sagði við þig fyrir leikinn að ef þú skoðar alla tölfræði eigum við að vera ofar í deildinni. Það er þannig að þegar hlutirnir detta ekki með þér er erfitt að vinda ofan af því. Í dag tókst það ekki.“ Hallgrímur Mar Steingrímsson skoraði eina mark KA úr víti í dag. Næsti leikur KA í deild er gegn Fylki þann 21. maí næstkomandi. Hvað er framhaldið hjá akureyringum? „Held að þetta sé ekki sá heimavöllur sem við sáum fyrir að taka stig. Það er ekkert óeðlilegt að tapa fyrir Val á útivelli. Ég var meira að horfa á frammistöðuna. Núna koma tveir spennandi leikir. Þurfum að halda í það sem við gerum vel og vinna vel í hinu. Erum gott fótboltalið, þurfum bara að sýna það aftur.“ KA er eins og segir í botnbaráttu og gengur illa að finna sinn fyrsta sigur á tímabilinu. Er farið að örla á örvæntingu í liði KA? „Það er engin örvænting en við erum ekki á þeim stað sem við viljum vera á. Ef við værum búnir að tapa öllum leikjunum væri komin hristingur í mann en frammistöðurnar hafa verið betri en taflan segir. Þurfum bara að líta á þetta raunsætt. Við erum að gera betur en taflan segir, erum næstneðstir í deildinni og í botnbaráttu. Það getur bara verið spennandi verkefni. Við höfum upplifað að hlutirnir hafa gengið rosa vel eins og í fyrra en núna er þetta erfitt. Við ætlum að koma okkur útúr því saman og vera sterkari eftir það.“ sagði Hallgrímur að lokum. Besta deild karla Valur KA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Fleiri fréttir Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Diljá og Karólína skoruðu báðar Sjá meira
„Augnablikið var með okkur í hálfleik. Vorum duglegir í fyrri hálfleik en ekki frábærir. Síðan bara kemur mark snemma á okkur aftur í seinni hálfleik sem slær okkur. Verðum bara að segja eins og er að þetta var sanngjarn sigur Vals.“ KA er í 11. sæti deildarinnar með tvö stig eftir sex leiki og ljóst í hvaða baráttu KA verður sagði Hallgrímur.„Við ræddum bara saman hérna strax eftir leik og fórum yfir stöðuna. Við vinnum ekki fótboltaleiki ef við fáum á okkur þrjú mörk. Verðum að átta okkur á því að eins og staðan er í dag erum við í fallbaráttu. Við erum ekki að berjast um neitt annað og við verðum að byrja á því að vinna grunnvinnuna,“ sagði Hallgrímur og bætir við: „Við erum gott fótboltalið og með góða leikmenn. Hlutirnir eru ekki að falla með okkur og eins og ég sagði við þig fyrir leikinn að ef þú skoðar alla tölfræði eigum við að vera ofar í deildinni. Það er þannig að þegar hlutirnir detta ekki með þér er erfitt að vinda ofan af því. Í dag tókst það ekki.“ Hallgrímur Mar Steingrímsson skoraði eina mark KA úr víti í dag. Næsti leikur KA í deild er gegn Fylki þann 21. maí næstkomandi. Hvað er framhaldið hjá akureyringum? „Held að þetta sé ekki sá heimavöllur sem við sáum fyrir að taka stig. Það er ekkert óeðlilegt að tapa fyrir Val á útivelli. Ég var meira að horfa á frammistöðuna. Núna koma tveir spennandi leikir. Þurfum að halda í það sem við gerum vel og vinna vel í hinu. Erum gott fótboltalið, þurfum bara að sýna það aftur.“ KA er eins og segir í botnbaráttu og gengur illa að finna sinn fyrsta sigur á tímabilinu. Er farið að örla á örvæntingu í liði KA? „Það er engin örvænting en við erum ekki á þeim stað sem við viljum vera á. Ef við værum búnir að tapa öllum leikjunum væri komin hristingur í mann en frammistöðurnar hafa verið betri en taflan segir. Þurfum bara að líta á þetta raunsætt. Við erum að gera betur en taflan segir, erum næstneðstir í deildinni og í botnbaráttu. Það getur bara verið spennandi verkefni. Við höfum upplifað að hlutirnir hafa gengið rosa vel eins og í fyrra en núna er þetta erfitt. Við ætlum að koma okkur útúr því saman og vera sterkari eftir það.“ sagði Hallgrímur að lokum.
Besta deild karla Valur KA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Fleiri fréttir Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Diljá og Karólína skoruðu báðar Sjá meira