Titillinn hrifsaður úr greipum Diljár og fall blasir við Sveini Sindri Sverrisson skrifar 11. maí 2024 13:41 Diljá Ýr Zomers og stöllur í OH Leuven eiga ekki lengur raunhæfa von um belgíska meistaratitilinn. @ohlwomen Diljá Ýr Zomers og stöllur hennar í OH Leuven urðu í annað sinn á einni viku að sætta sig við naumt tap í toppslag í belgísku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Titillinn er þar með svo gott sem runninn þeim úr greipum. Diljá var að vanda í liði Leuven í dag þegar liðið tók á móti Standard Liege en gestirnir höfðu betur, 1-0, og komust á topp deildarinnar, í það minnsta tímabundið. Áður hafði Leuven tapað fyrir Anderlecht fyrir viku síðan. Þegar tvær umferðir eru eftir er Leuven með 35 stig í 3. sæti, Standard efst með 39 stig og Anderlecht með 38 auk þess að eiga leik til góða síðar í dag. Sveinn Aron við það að falla Sveinn Aron Guðjohnsen var á varamannabekknum hjá Hansa Rostock sem tapaði fimmta leik sínum í röð í þýsku B-deildinni, 2-1 gegn Schalke. Hansa er í fallsæti og fellur ef Wehen Wiesbaden vinnur sinn leik á morgun, við Braunschweig sem Þórir Jóhann Helgason leikur með. Hansa er einu stigi á eftir Wehen Wiesbaden en með mun verri markatölu og þyrfti að vinna Paderborn í lokaumferðinni til að forðast fall, og treysta á að Wehen Wiesbaden fái aðeins eitt stig úr síðustu tveimur leikjum sínum. Sveinn Aron hefur aðeins fengið einn leik í byrjunarliði Hansa frá því að hann var keyptur frá Elfsborg í ársbyrjun, en spilað ellefu deildarleiki. Emelíu skipt inn á og aftur út af Í Danmörku fagnaði Emelía Óskarsdóttir 2-0 sigri með Köge gegn Bröndby. Kristín Dís Árnadóttir var í byrjunarliði Bröndby en var skipt af velli í upphafi seinni hálfleiks, þegar staðan var orðin 2-0, og Hafrún Rakel Halldórsdóttir var ekki með liðinu. Samkvæmt leikskýrslu á kvindeliga.dk var Emelíu skipt inn á hjá Köge á 56. mínútu en aftur út af á 80. mínútu, og má því gera ráð fyrir að hún hafi orðið fyrir meiðslum. Bröndby er áfram í 2. sæti með 39 stig en núna aðeins þremur stigum á undan Köge. Nordsjælland er á toppnum með 40 stig og á leik til góða við AGF í dag. Danski boltinn Belgíski boltinn Þýski boltinn Mest lesið „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Sport Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Sjá meira
Diljá var að vanda í liði Leuven í dag þegar liðið tók á móti Standard Liege en gestirnir höfðu betur, 1-0, og komust á topp deildarinnar, í það minnsta tímabundið. Áður hafði Leuven tapað fyrir Anderlecht fyrir viku síðan. Þegar tvær umferðir eru eftir er Leuven með 35 stig í 3. sæti, Standard efst með 39 stig og Anderlecht með 38 auk þess að eiga leik til góða síðar í dag. Sveinn Aron við það að falla Sveinn Aron Guðjohnsen var á varamannabekknum hjá Hansa Rostock sem tapaði fimmta leik sínum í röð í þýsku B-deildinni, 2-1 gegn Schalke. Hansa er í fallsæti og fellur ef Wehen Wiesbaden vinnur sinn leik á morgun, við Braunschweig sem Þórir Jóhann Helgason leikur með. Hansa er einu stigi á eftir Wehen Wiesbaden en með mun verri markatölu og þyrfti að vinna Paderborn í lokaumferðinni til að forðast fall, og treysta á að Wehen Wiesbaden fái aðeins eitt stig úr síðustu tveimur leikjum sínum. Sveinn Aron hefur aðeins fengið einn leik í byrjunarliði Hansa frá því að hann var keyptur frá Elfsborg í ársbyrjun, en spilað ellefu deildarleiki. Emelíu skipt inn á og aftur út af Í Danmörku fagnaði Emelía Óskarsdóttir 2-0 sigri með Köge gegn Bröndby. Kristín Dís Árnadóttir var í byrjunarliði Bröndby en var skipt af velli í upphafi seinni hálfleiks, þegar staðan var orðin 2-0, og Hafrún Rakel Halldórsdóttir var ekki með liðinu. Samkvæmt leikskýrslu á kvindeliga.dk var Emelíu skipt inn á hjá Köge á 56. mínútu en aftur út af á 80. mínútu, og má því gera ráð fyrir að hún hafi orðið fyrir meiðslum. Bröndby er áfram í 2. sæti með 39 stig en núna aðeins þremur stigum á undan Köge. Nordsjælland er á toppnum með 40 stig og á leik til góða við AGF í dag.
Danski boltinn Belgíski boltinn Þýski boltinn Mest lesið „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Sport Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Sjá meira