Segja lögregluþjón hafa bankað á rangar dyr og skotið ungan mann Samúel Karl Ólason skrifar 10. maí 2024 10:22 Lögregluþjónninn skaut Fortson sex sinnum. Skjáskot Þann 3. maí bankaði lögregluþjónn á dyr íbúðar Rogers Fortson í Flórída. Nokkrum sekúndum síðar skaut hann Fortson, sem var þeldökkur og hermaður í flugher Bandaríkjanna, til bana. Fortson hélt á skammbyssu þegar hann kom til dyra en fjölskylda hans heldur því fram að lögregluþjónninn hafi bankað á rangar dyr. Tilkynning hafði borist til lögreglunnar um hávært rifrildi í íbúð í húsinu. Fortson var einn í íbúðinni en hann var að tala við kærustu sína í myndsímtali þegar lögregluþjónninn bankaði. Ben Crump, lögmaður fjölskyldu Fortson, segir að hermaðurinn hafi verið að tala við kærustu sína á FaceTime en hafi gripið byssuna þegar hann heyrði í einhverjum fyrir utan íbúðina. Lögmaðurinn segist handviss um að lögreglan hafi bankað á dyrnar á rangri íbúð. Lögmaðurinn hafði einnig haldið því fram að lögregluþjónninn hafði ekki kynnt sig þegar hann bankaði á dyr Fortson. Eric Aden, fógetinn í Okaloosa-sýslu í Flórída, segir það ekki rétt. Hann birti í gær myndband úr vestismyndavél lögregluþjónsins sem skaut Fortson. Á því má sjá hvernig lögregluþjónninn bankar tvisvar sinnum og kallar í bæði skiptin að hann sé frá lögreglunni. Fortson kemur til dyra með byssu í hendinni og lögregluþjónninn segir honum að taka skref aftur á bak, rétt áður en hann skýtur hann nokkrum sinnum úr návígi. Eftir skothríðina segir lögregluþjónninn Fortson að sleppa byssunni. Ekki lítur út fyrir að Fortson hafi á nokkrum tíma lyft byssunni eða gefið til kynna að hann ætlaði að skjóta. Hér að neðan má sjá myndbandið úr vestismyndavél lögregluþjónsins. Á eftir því má svo sjá myndband sem kærasta Forston tók af spjaldtölvu sinni en hún var í samtali við Fortson þegar hann var skotinn. Þar má heyra lögregluþjóninn segja Fortson að hætta að hreyfa sig, þegar sá síðarnefndi segist eiga erfitt með andardrátt. Þar heyrist einnig hvernig einhver segir Fortson hafa verið skotinn sex sinnum. Vert er að vara viðkvæma við myndbandinu. Crump hefur ítrekað eftir að myndbandið var birt að hann telji enn að lögregluþjónninn hafi bankað á rangar dyr. Forston hafi verið í samtali við kærustu sína um nokkuð skeið og hann hafi verið einn í íbúðinni. Atvikið er enn til rannsóknar og liggur ekki fyrir niðurstaða um það hvort skothríð lögregluþjónsins sé metin réttmæt eða ekki. Forsvarsmenn lögreglunnar segja lögregluþjóninn hafa hleypt úr byssu sinni í sjálfsvörn. Sambærileg atvik hafa vakið mikla athygli Eins og fram kemur í frétt AP fréttaveitunnar hefur það nokkrum sinnum gerst á undanförnum árum að þeldökkt fólk hefur verið skotið heima hjá sér af lögregluþjónum. Árið 2018 var Amber Guyger, hvít lögreglukona, á leið heim til sín í Dallas. Hún fór íbúðavillt og gekk inn á heimili 26 ára manns sem hét Botham Jean. Henni brá við að sjá hann þar inni og skaut hann til bana. Hún var sakfelld fyrir morð. Árið 2019 var Atatiana Jefferson, 28 ára svört kona, skotin til bana á heimili sínu í Texas. Lögregluþjónar höfðu verið kallaðir til vegna þess að útidyr hússins voru opnar. Lögregluþjónar sögðust hafa talið að innbrotsþjófur væri á heimilinu og því bönkuðu þeir ekki á dyrnar og kynntu sig, heldur laumuðust aftan að húsinu. Myndband úr vestisvél lögregluþjónsins Aaron Dean, sýndu hann skjóta Jefferson inn um glugga, rétt eftir að hann skipaði henni að lyfta höndum. Hún hafði verið að spila tölvuleik með átta ára frænda sínum og hurðin var opin því þau höfðu brennt hamborgara. Dean var dæmdur í fangelsi árið 2022. Árið 2020 skutu lögregluþjónar hina 26 ára gömlu Breonnu Taylor til bana á heimili hennar í Louisville í Kentucky. Þá voru þeir að leita fíkniefna en fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður hefur játað að hafa falsa leitarheimild sem leiddi til áhlaupsins. Málið vakti gífurlega athygli á sínum tíma. Taylor og kærasti hennar voru sofandi í rúmi sínu þegar lögreglumennirnir réðust inn á heimilið og greip kærasti hennar til skammbyssu, sem hann geymdi í náttborðinu sínu, og skaut einn lögreglumannanna þegar þeir réðust inn í svefnherbergið. Lögreglumennirnir hófu þá skothríð sem hæfði Taylor ítrekað. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Tilkynning hafði borist til lögreglunnar um hávært rifrildi í íbúð í húsinu. Fortson var einn í íbúðinni en hann var að tala við kærustu sína í myndsímtali þegar lögregluþjónninn bankaði. Ben Crump, lögmaður fjölskyldu Fortson, segir að hermaðurinn hafi verið að tala við kærustu sína á FaceTime en hafi gripið byssuna þegar hann heyrði í einhverjum fyrir utan íbúðina. Lögmaðurinn segist handviss um að lögreglan hafi bankað á dyrnar á rangri íbúð. Lögmaðurinn hafði einnig haldið því fram að lögregluþjónninn hafði ekki kynnt sig þegar hann bankaði á dyr Fortson. Eric Aden, fógetinn í Okaloosa-sýslu í Flórída, segir það ekki rétt. Hann birti í gær myndband úr vestismyndavél lögregluþjónsins sem skaut Fortson. Á því má sjá hvernig lögregluþjónninn bankar tvisvar sinnum og kallar í bæði skiptin að hann sé frá lögreglunni. Fortson kemur til dyra með byssu í hendinni og lögregluþjónninn segir honum að taka skref aftur á bak, rétt áður en hann skýtur hann nokkrum sinnum úr návígi. Eftir skothríðina segir lögregluþjónninn Fortson að sleppa byssunni. Ekki lítur út fyrir að Fortson hafi á nokkrum tíma lyft byssunni eða gefið til kynna að hann ætlaði að skjóta. Hér að neðan má sjá myndbandið úr vestismyndavél lögregluþjónsins. Á eftir því má svo sjá myndband sem kærasta Forston tók af spjaldtölvu sinni en hún var í samtali við Fortson þegar hann var skotinn. Þar má heyra lögregluþjóninn segja Fortson að hætta að hreyfa sig, þegar sá síðarnefndi segist eiga erfitt með andardrátt. Þar heyrist einnig hvernig einhver segir Fortson hafa verið skotinn sex sinnum. Vert er að vara viðkvæma við myndbandinu. Crump hefur ítrekað eftir að myndbandið var birt að hann telji enn að lögregluþjónninn hafi bankað á rangar dyr. Forston hafi verið í samtali við kærustu sína um nokkuð skeið og hann hafi verið einn í íbúðinni. Atvikið er enn til rannsóknar og liggur ekki fyrir niðurstaða um það hvort skothríð lögregluþjónsins sé metin réttmæt eða ekki. Forsvarsmenn lögreglunnar segja lögregluþjóninn hafa hleypt úr byssu sinni í sjálfsvörn. Sambærileg atvik hafa vakið mikla athygli Eins og fram kemur í frétt AP fréttaveitunnar hefur það nokkrum sinnum gerst á undanförnum árum að þeldökkt fólk hefur verið skotið heima hjá sér af lögregluþjónum. Árið 2018 var Amber Guyger, hvít lögreglukona, á leið heim til sín í Dallas. Hún fór íbúðavillt og gekk inn á heimili 26 ára manns sem hét Botham Jean. Henni brá við að sjá hann þar inni og skaut hann til bana. Hún var sakfelld fyrir morð. Árið 2019 var Atatiana Jefferson, 28 ára svört kona, skotin til bana á heimili sínu í Texas. Lögregluþjónar höfðu verið kallaðir til vegna þess að útidyr hússins voru opnar. Lögregluþjónar sögðust hafa talið að innbrotsþjófur væri á heimilinu og því bönkuðu þeir ekki á dyrnar og kynntu sig, heldur laumuðust aftan að húsinu. Myndband úr vestisvél lögregluþjónsins Aaron Dean, sýndu hann skjóta Jefferson inn um glugga, rétt eftir að hann skipaði henni að lyfta höndum. Hún hafði verið að spila tölvuleik með átta ára frænda sínum og hurðin var opin því þau höfðu brennt hamborgara. Dean var dæmdur í fangelsi árið 2022. Árið 2020 skutu lögregluþjónar hina 26 ára gömlu Breonnu Taylor til bana á heimili hennar í Louisville í Kentucky. Þá voru þeir að leita fíkniefna en fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður hefur játað að hafa falsa leitarheimild sem leiddi til áhlaupsins. Málið vakti gífurlega athygli á sínum tíma. Taylor og kærasti hennar voru sofandi í rúmi sínu þegar lögreglumennirnir réðust inn á heimilið og greip kærasti hennar til skammbyssu, sem hann geymdi í náttborðinu sínu, og skaut einn lögreglumannanna þegar þeir réðust inn í svefnherbergið. Lögreglumennirnir hófu þá skothríð sem hæfði Taylor ítrekað.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira