Eldvörp líkleg næst Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 9. maí 2024 11:35 Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur telur líklegt að næst gjósi í Eldvörpum. Það sé mun hagstæðara svæði fyrir eldgos en við Sundhnúksgígaröðina. Vísir/Arnar Eldfjallafræðingur telur líklegt að næsta gos á Reykjanesi verði í Eldvörpum. Það sé langbesti staðurinn til að fá nýtt eldgos því á svæðinu sé mikið flatlendi og langt í mikilvæga innviði. Nýtt eldgos geti hafist hvenær sem er Veðurstofan tilkynnti formlega í morgun að eldgosinu við Sundhnúksgígaröðina væri lokið. Það stóð yfir í 54 daga sem er mun lengra en þau gos sem hafa komið upp á svæðinu undanfarna mánuði. Kvikusöfnun heldur þó áfram undir Svartsengi og er talið að um þrettán milljón rúmmetrar af kviku hafi bæst við í kvikuhólfið síðustu vikur. Hættumat fyrir svæðið er því enn í gildi. Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segir nýtt eldgos geta hafist aftur hvenær sem er. „Það er komið ívið meira í kvikuhólfið en hefur verið í þessum eldgosum. Það getur farið að gjósa hvenær sem er en þó með þeim annmörkum að við förum klárlega að finna fyrir því á skjálftamælum áður úr því að það lokaðist þetta gat sem var syðst á sprungunni. Þessi breyting sem varð á gosinu sem varð við það getur þýtt að það sé að verða breyting á eldsumbrotum á svæðinu. Ég tel þannig að það fari að styttast í Eldvörp sem er miðjan í flekaskilum á svæðinu,“ segir Ármann. Eldvörp besta svæðið fyrir eldgos Eldvörp séu einna hagstæðasta svæði fyrir eldgos. „Landið þar er flatt en þá dreifist hraunið vel og það hægir til muna á framrás kvikunnar. Hún nær ekki að koma sér í einfaldar rásir. Þannig að Eldvörpin eru besti staðurinn til að fá þetta. Ef þetta fer út í Eldvörp þá er mjög klárt að við fáum mjög sterka hrinu áður því kerfið þar er ekki alveg búið að opnast fyrir kvikuna. Verra væri ef kvikan brytist aftur upp í Sundhnúksgígaröðinni. „Það er verra ef kvikan fer í Sundhnúkanna því þar hefur gosið nokkrum sinnum síðustu mánuði og sprungan því heit. Þar er tiltölulega auðvelt fyrir kvikuna að brjótast upp á yfirborðið. Þannig að ef eldgosið kemur upp þar þá verður það tiltölulega kröftugt í byrjun en svo dregur úr því,“ segir Ármann. Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira
Veðurstofan tilkynnti formlega í morgun að eldgosinu við Sundhnúksgígaröðina væri lokið. Það stóð yfir í 54 daga sem er mun lengra en þau gos sem hafa komið upp á svæðinu undanfarna mánuði. Kvikusöfnun heldur þó áfram undir Svartsengi og er talið að um þrettán milljón rúmmetrar af kviku hafi bæst við í kvikuhólfið síðustu vikur. Hættumat fyrir svæðið er því enn í gildi. Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segir nýtt eldgos geta hafist aftur hvenær sem er. „Það er komið ívið meira í kvikuhólfið en hefur verið í þessum eldgosum. Það getur farið að gjósa hvenær sem er en þó með þeim annmörkum að við förum klárlega að finna fyrir því á skjálftamælum áður úr því að það lokaðist þetta gat sem var syðst á sprungunni. Þessi breyting sem varð á gosinu sem varð við það getur þýtt að það sé að verða breyting á eldsumbrotum á svæðinu. Ég tel þannig að það fari að styttast í Eldvörp sem er miðjan í flekaskilum á svæðinu,“ segir Ármann. Eldvörp besta svæðið fyrir eldgos Eldvörp séu einna hagstæðasta svæði fyrir eldgos. „Landið þar er flatt en þá dreifist hraunið vel og það hægir til muna á framrás kvikunnar. Hún nær ekki að koma sér í einfaldar rásir. Þannig að Eldvörpin eru besti staðurinn til að fá þetta. Ef þetta fer út í Eldvörp þá er mjög klárt að við fáum mjög sterka hrinu áður því kerfið þar er ekki alveg búið að opnast fyrir kvikuna. Verra væri ef kvikan brytist aftur upp í Sundhnúksgígaröðinni. „Það er verra ef kvikan fer í Sundhnúkanna því þar hefur gosið nokkrum sinnum síðustu mánuði og sprungan því heit. Þar er tiltölulega auðvelt fyrir kvikuna að brjótast upp á yfirborðið. Þannig að ef eldgosið kemur upp þar þá verður það tiltölulega kröftugt í byrjun en svo dregur úr því,“ segir Ármann.
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira