Eldvörp líkleg næst Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 9. maí 2024 11:35 Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur telur líklegt að næst gjósi í Eldvörpum. Það sé mun hagstæðara svæði fyrir eldgos en við Sundhnúksgígaröðina. Vísir/Arnar Eldfjallafræðingur telur líklegt að næsta gos á Reykjanesi verði í Eldvörpum. Það sé langbesti staðurinn til að fá nýtt eldgos því á svæðinu sé mikið flatlendi og langt í mikilvæga innviði. Nýtt eldgos geti hafist hvenær sem er Veðurstofan tilkynnti formlega í morgun að eldgosinu við Sundhnúksgígaröðina væri lokið. Það stóð yfir í 54 daga sem er mun lengra en þau gos sem hafa komið upp á svæðinu undanfarna mánuði. Kvikusöfnun heldur þó áfram undir Svartsengi og er talið að um þrettán milljón rúmmetrar af kviku hafi bæst við í kvikuhólfið síðustu vikur. Hættumat fyrir svæðið er því enn í gildi. Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segir nýtt eldgos geta hafist aftur hvenær sem er. „Það er komið ívið meira í kvikuhólfið en hefur verið í þessum eldgosum. Það getur farið að gjósa hvenær sem er en þó með þeim annmörkum að við förum klárlega að finna fyrir því á skjálftamælum áður úr því að það lokaðist þetta gat sem var syðst á sprungunni. Þessi breyting sem varð á gosinu sem varð við það getur þýtt að það sé að verða breyting á eldsumbrotum á svæðinu. Ég tel þannig að það fari að styttast í Eldvörp sem er miðjan í flekaskilum á svæðinu,“ segir Ármann. Eldvörp besta svæðið fyrir eldgos Eldvörp séu einna hagstæðasta svæði fyrir eldgos. „Landið þar er flatt en þá dreifist hraunið vel og það hægir til muna á framrás kvikunnar. Hún nær ekki að koma sér í einfaldar rásir. Þannig að Eldvörpin eru besti staðurinn til að fá þetta. Ef þetta fer út í Eldvörp þá er mjög klárt að við fáum mjög sterka hrinu áður því kerfið þar er ekki alveg búið að opnast fyrir kvikuna. Verra væri ef kvikan brytist aftur upp í Sundhnúksgígaröðinni. „Það er verra ef kvikan fer í Sundhnúkanna því þar hefur gosið nokkrum sinnum síðustu mánuði og sprungan því heit. Þar er tiltölulega auðvelt fyrir kvikuna að brjótast upp á yfirborðið. Þannig að ef eldgosið kemur upp þar þá verður það tiltölulega kröftugt í byrjun en svo dregur úr því,“ segir Ármann. Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Fleiri fréttir Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Sjá meira
Veðurstofan tilkynnti formlega í morgun að eldgosinu við Sundhnúksgígaröðina væri lokið. Það stóð yfir í 54 daga sem er mun lengra en þau gos sem hafa komið upp á svæðinu undanfarna mánuði. Kvikusöfnun heldur þó áfram undir Svartsengi og er talið að um þrettán milljón rúmmetrar af kviku hafi bæst við í kvikuhólfið síðustu vikur. Hættumat fyrir svæðið er því enn í gildi. Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segir nýtt eldgos geta hafist aftur hvenær sem er. „Það er komið ívið meira í kvikuhólfið en hefur verið í þessum eldgosum. Það getur farið að gjósa hvenær sem er en þó með þeim annmörkum að við förum klárlega að finna fyrir því á skjálftamælum áður úr því að það lokaðist þetta gat sem var syðst á sprungunni. Þessi breyting sem varð á gosinu sem varð við það getur þýtt að það sé að verða breyting á eldsumbrotum á svæðinu. Ég tel þannig að það fari að styttast í Eldvörp sem er miðjan í flekaskilum á svæðinu,“ segir Ármann. Eldvörp besta svæðið fyrir eldgos Eldvörp séu einna hagstæðasta svæði fyrir eldgos. „Landið þar er flatt en þá dreifist hraunið vel og það hægir til muna á framrás kvikunnar. Hún nær ekki að koma sér í einfaldar rásir. Þannig að Eldvörpin eru besti staðurinn til að fá þetta. Ef þetta fer út í Eldvörp þá er mjög klárt að við fáum mjög sterka hrinu áður því kerfið þar er ekki alveg búið að opnast fyrir kvikuna. Verra væri ef kvikan brytist aftur upp í Sundhnúksgígaröðinni. „Það er verra ef kvikan fer í Sundhnúkanna því þar hefur gosið nokkrum sinnum síðustu mánuði og sprungan því heit. Þar er tiltölulega auðvelt fyrir kvikuna að brjótast upp á yfirborðið. Þannig að ef eldgosið kemur upp þar þá verður það tiltölulega kröftugt í byrjun en svo dregur úr því,“ segir Ármann.
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Fleiri fréttir Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Sjá meira