Umfangsmestu árásir Rússa í nokkrar vikur Samúel Karl Ólason skrifar 8. maí 2024 11:36 Slökkviliðsmenn að störfum í Úkraínu í morgun. AP/Almannavarnir Úkraínu Rússar skutu eldflaugum og flugu drónum að fjölda mikilvægra orkuinnviða í Úkraínu í nótt og í morgun í einni umfangsmestu árás þeirra í margar vikur. Árásirnar eru sagðar hafa valdið miklum skaða á orkuverum í landinu. Flugher Úkraínu segir að 39 af 55 eldflaugum hafi verið skotnar niður og sömuleiðis hafi tuttugu af 21 sjálfsprengidróna sem notaðir voru til árásanna verið skotnir niður. Árásirnar eru sagðar hafa náð til sjö héraða Úkraínu og beindust þær að orkuverum og dreifikerfum. Flest þeirra héraða sem um ræðir eru ekki nærri víglínunni í Úkraínu, heldur í vesturhluta landsins. Ítrekaðar árásir Rússa á orkuinnvið Úkraínu samhliða skorti Úkraínumanna á loftvarnarkerfum og flugskeytum í þau, hafa komið verulega niður á orkuframleiðslu og dreifingu. Markmið Rússa með þessum árásum er að ná höggi á baráttuvilja Úkraínumanna, auk þess sem árásirnar koma niður á hergagnaframleiðslu í Úkraínu. Þar að auki kosta árásirnar Úkraínumenn verðmæt skotfæri fyrir loftvarnarkerfi og koma í veg fyrir að þeir geti beitt sínum bestu kerfum nær víglínunni. Árásirnar hafa leitt til þess að yfirvöld Úkraínu hafa þurft að loka á rafmagnsdreifingu tímabundið yfir daginn í nokkrum héruðum landsins. Áhrifin verða þó líklega enn áhrifameiri í sumar og í haust og vetur, þegar orkunotkun er mun meiri. Umfangsmiklum árásum sem þessum hefur fækkað á undanförnum vikum og hafa ráðamenn í Úkraínu áhyggjur af því að Rússar séu að safna skotfærum fyrir nýja umfangsmikla sókn í austurhluta landsins. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Lífverðir Selenskís sakaðir um að skipuleggja banatilræði Ráðamenn í Úkraínu segja að komið hafi verið í veg fyrir ráðabrugg um að ráða Vólódómír Selenskí, forseta Úkraínu, og aðra háttsetta embættismenn af dögum. Ráðabruggið er sagt eiga rætur í Rússlandi og þá sérstaklega hjá rússnesku leyniþjónustunni FSB. 7. maí 2024 12:48 Fundu hlerunarbúnað í fundarherbergi ráðherra Starfsmenn öryggisstofnana Póllands fundu hlerunarbúnað í herbergi þar sem pólskir ráðherrar áttu að funda í dag. Búnaðurinn fannst við hefðbundna leit í aðdraganda fundarins en Pólverjar hafa ekki sagt hvort þeir telji sig vita hverjir komu honum fyrir. 7. maí 2024 11:29 Pútín hefur fimmta kjörtímabilið með meiri völd en áður Fimmta kjörtímabil Vladimírs Pútín í embætti forseta Rússlands hefst í dag. Hann stendur frammi fyrir sex árum í embætti til viðbótar, hið minnsta, og hafa ítök hans í Rússlandi líklega aldrei verið meiri. 7. maí 2024 10:41 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fleiri fréttir Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Sjá meira
Flugher Úkraínu segir að 39 af 55 eldflaugum hafi verið skotnar niður og sömuleiðis hafi tuttugu af 21 sjálfsprengidróna sem notaðir voru til árásanna verið skotnir niður. Árásirnar eru sagðar hafa náð til sjö héraða Úkraínu og beindust þær að orkuverum og dreifikerfum. Flest þeirra héraða sem um ræðir eru ekki nærri víglínunni í Úkraínu, heldur í vesturhluta landsins. Ítrekaðar árásir Rússa á orkuinnvið Úkraínu samhliða skorti Úkraínumanna á loftvarnarkerfum og flugskeytum í þau, hafa komið verulega niður á orkuframleiðslu og dreifingu. Markmið Rússa með þessum árásum er að ná höggi á baráttuvilja Úkraínumanna, auk þess sem árásirnar koma niður á hergagnaframleiðslu í Úkraínu. Þar að auki kosta árásirnar Úkraínumenn verðmæt skotfæri fyrir loftvarnarkerfi og koma í veg fyrir að þeir geti beitt sínum bestu kerfum nær víglínunni. Árásirnar hafa leitt til þess að yfirvöld Úkraínu hafa þurft að loka á rafmagnsdreifingu tímabundið yfir daginn í nokkrum héruðum landsins. Áhrifin verða þó líklega enn áhrifameiri í sumar og í haust og vetur, þegar orkunotkun er mun meiri. Umfangsmiklum árásum sem þessum hefur fækkað á undanförnum vikum og hafa ráðamenn í Úkraínu áhyggjur af því að Rússar séu að safna skotfærum fyrir nýja umfangsmikla sókn í austurhluta landsins.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Lífverðir Selenskís sakaðir um að skipuleggja banatilræði Ráðamenn í Úkraínu segja að komið hafi verið í veg fyrir ráðabrugg um að ráða Vólódómír Selenskí, forseta Úkraínu, og aðra háttsetta embættismenn af dögum. Ráðabruggið er sagt eiga rætur í Rússlandi og þá sérstaklega hjá rússnesku leyniþjónustunni FSB. 7. maí 2024 12:48 Fundu hlerunarbúnað í fundarherbergi ráðherra Starfsmenn öryggisstofnana Póllands fundu hlerunarbúnað í herbergi þar sem pólskir ráðherrar áttu að funda í dag. Búnaðurinn fannst við hefðbundna leit í aðdraganda fundarins en Pólverjar hafa ekki sagt hvort þeir telji sig vita hverjir komu honum fyrir. 7. maí 2024 11:29 Pútín hefur fimmta kjörtímabilið með meiri völd en áður Fimmta kjörtímabil Vladimírs Pútín í embætti forseta Rússlands hefst í dag. Hann stendur frammi fyrir sex árum í embætti til viðbótar, hið minnsta, og hafa ítök hans í Rússlandi líklega aldrei verið meiri. 7. maí 2024 10:41 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fleiri fréttir Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Sjá meira
Lífverðir Selenskís sakaðir um að skipuleggja banatilræði Ráðamenn í Úkraínu segja að komið hafi verið í veg fyrir ráðabrugg um að ráða Vólódómír Selenskí, forseta Úkraínu, og aðra háttsetta embættismenn af dögum. Ráðabruggið er sagt eiga rætur í Rússlandi og þá sérstaklega hjá rússnesku leyniþjónustunni FSB. 7. maí 2024 12:48
Fundu hlerunarbúnað í fundarherbergi ráðherra Starfsmenn öryggisstofnana Póllands fundu hlerunarbúnað í herbergi þar sem pólskir ráðherrar áttu að funda í dag. Búnaðurinn fannst við hefðbundna leit í aðdraganda fundarins en Pólverjar hafa ekki sagt hvort þeir telji sig vita hverjir komu honum fyrir. 7. maí 2024 11:29
Pútín hefur fimmta kjörtímabilið með meiri völd en áður Fimmta kjörtímabil Vladimírs Pútín í embætti forseta Rússlands hefst í dag. Hann stendur frammi fyrir sex árum í embætti til viðbótar, hið minnsta, og hafa ítök hans í Rússlandi líklega aldrei verið meiri. 7. maí 2024 10:41