Taka bóluefni AstraZeneca úr sölu vegna dvínandi eftirspurnar Kjartan Kjartansson skrifar 8. maí 2024 11:20 Bóluefni AstraZeneca var meðal annars gefið á Íslandi þegar bólusetningar gegn Covid-19 hófust árið 2021. Vísir/Vilhelm Lyfjafyrirtækið AstraZeneca hefur ákveðið að innkalla bóluefni sitt gegn Covid-19 vegna dvínandi eftirspurnar á heimsvísu. Fyrirtækið var áður hætt að framleiða og dreifa bóluefninu sem var eitt það fyrsta sem var þróað gegn veirunni skæðu. Auk þess að innkalla bóluefnið Vaxzevria skilaði AstraZeneca inn markaðsleyfi þess í Evrópu. Lyfjastofnun Evrópu tilkynnti í gær að efnið hefði ekki lengur markaðsleyfi í álfunni. Í tilkynningu vísaði fyrirtækið til mikils framboðs á nýrri bóluefnum gegn ýmsu afbrigðum Covid-19 sem hefði dregið mjög úr eftirspurn eftir Vaxzevria. Fyrirtækið hafi ekki haft tekjur af bóluefninu frá því í apríl í fyrra. Bóluefni AstraZeneca var á meðal þeirra fyrstu gegn nýju afbrigði kórónuveirunnar sem olli heimsfaraldri árið 2020. Um þremur milljörðum skammta af bóluefninu var dreift eftir að fyrsti skammturinn var gefinn í Bretlandi í janúar 2021, að sögn CNN-fréttastöðvarinnar. Bjargaði milljónum mannslífa Þrátt fyrir að bóluefnið hafi almennt verið metið öruggt og gagnlegt kom í ljós sjaldgæf en alvarleg aukaverkun sem var hætta á blóðtappamyndun. Hópur ríkja hætti notkun bóluefnisins tímabundið. Reuters-fréttastofan segir að fyrirtækið hafi viðurkennt í dómsmálum að sjaldgæfar hliðarverkanir bóluefnisins hafi meðal annars verið blóðtappar og fækkun blóðflaga. Í yfirlýsingu sinni sagðist AstraZeneca stolt af því að bóluefnið hafi átt þátt í að binda enda á heimsfaraldurinn sem olli milljónum dauðsfalla. Catherine Bennet, forstöðumaður smitsjúkdómafræðideildar Deakin-háskóla í Ástralíu, segir við The Guardian að bóluefni AstraZeneca hafi reynst heimsbyggðinni mikilvægt, sérstaklega í fyrstu viðbrögðunum við faraldrinum. Það hafi þó verið hannað fyrir upphaflegt afbrigði veirunnar og nýrri bóluefni nái utan um seinni tíma afbrigðin. „Það hefur bjargað milljónum mannslífa og því skyldi ekki gleyma,“ segir Bennet. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Bólusetningar Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Samstarf „Það voru margir undrandi og spurðu: Hvað er í gangi hjá ykkur?“ Atvinnulíf Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Auk þess að innkalla bóluefnið Vaxzevria skilaði AstraZeneca inn markaðsleyfi þess í Evrópu. Lyfjastofnun Evrópu tilkynnti í gær að efnið hefði ekki lengur markaðsleyfi í álfunni. Í tilkynningu vísaði fyrirtækið til mikils framboðs á nýrri bóluefnum gegn ýmsu afbrigðum Covid-19 sem hefði dregið mjög úr eftirspurn eftir Vaxzevria. Fyrirtækið hafi ekki haft tekjur af bóluefninu frá því í apríl í fyrra. Bóluefni AstraZeneca var á meðal þeirra fyrstu gegn nýju afbrigði kórónuveirunnar sem olli heimsfaraldri árið 2020. Um þremur milljörðum skammta af bóluefninu var dreift eftir að fyrsti skammturinn var gefinn í Bretlandi í janúar 2021, að sögn CNN-fréttastöðvarinnar. Bjargaði milljónum mannslífa Þrátt fyrir að bóluefnið hafi almennt verið metið öruggt og gagnlegt kom í ljós sjaldgæf en alvarleg aukaverkun sem var hætta á blóðtappamyndun. Hópur ríkja hætti notkun bóluefnisins tímabundið. Reuters-fréttastofan segir að fyrirtækið hafi viðurkennt í dómsmálum að sjaldgæfar hliðarverkanir bóluefnisins hafi meðal annars verið blóðtappar og fækkun blóðflaga. Í yfirlýsingu sinni sagðist AstraZeneca stolt af því að bóluefnið hafi átt þátt í að binda enda á heimsfaraldurinn sem olli milljónum dauðsfalla. Catherine Bennet, forstöðumaður smitsjúkdómafræðideildar Deakin-háskóla í Ástralíu, segir við The Guardian að bóluefni AstraZeneca hafi reynst heimsbyggðinni mikilvægt, sérstaklega í fyrstu viðbrögðunum við faraldrinum. Það hafi þó verið hannað fyrir upphaflegt afbrigði veirunnar og nýrri bóluefni nái utan um seinni tíma afbrigðin. „Það hefur bjargað milljónum mannslífa og því skyldi ekki gleyma,“ segir Bennet.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Bólusetningar Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Samstarf „Það voru margir undrandi og spurðu: Hvað er í gangi hjá ykkur?“ Atvinnulíf Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent
Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent