Stóra stundin að renna upp: Bjartsýn en með báða fætur á jörðinni Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 6. maí 2024 20:44 Séra Guðrún er sóknarprestur í Grafarvogskirkju og séra Guðmundur Karl er sóknarprestur í Lindakirkju. Fréttastofa tók púlsinn á þeim báðum í kvöld. Eftir hádegi á morgun kemur í ljós hver fimmtándi biskup Íslands verður. Valið stendur milli Guðrúnar Karls Helgudóttur og Guðmundar Karls Brynjarssonar. Í samtali við fréttastofu segja þau tilfinninguna góða en þora ekki að spá fyrir um hver fari með sigur úr býtum. Efna þurfti til annarrar umferðar biskupskjörs eftir að atkvæði úr fyrstu umferð féllu þannig að enginn frambjóðendanna þriggja, Guðmundar, Guðrúnar og Elínborgar Sturludóttur sóknarprests í dómkirkjunni, hlaut meiri hluta atkvæða. Guðrún hlaut 45,97 prósent atkvæða, Guðmundur Karl 28,11 prósent og Elínborg Sturludóttir 25,48 prósent. Á fimmtudaginn hófst önnur umferð kjörsins þar sem kosið er milli Guðrúnar og Guðmundar. Kosningunni lýkur á hádegi á morgun og segir Guðrún í samtali við Vísi að þau fái líklegast að vita um hálfeittleytið hver vinnur hið margumtalaða biskupskjör. Fréttamaður náði tali af þeim báðum og spurði hvernig þau væru stemmd fyrir stóra deginum. „Tilfinningin er mjög góð og ég finn mikinn meðbyr. En þó er aldrei að vita hvernig fer fyrr en búið er að telja,“ segir Guðrún. Hún segir vel hafa gengið í kosningabaráttunni en hún sé alls ekki sigurviss. „En það gengur vel og ég er mjög sátt við þann gríðarlega stuðning sem ég hef fengið,“ segir Guðrún. Hún sé ánægð með hversu vel kjörið hafi farið fram. Guðmundur Karl fór hringinn Guðmundur Karl tekur í sama streng. „Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt og ekki síst síðustu dagana,“ segir hann og að hann hafi varið síðustu dögum í hringferð um landið þar sem hann hefur heimsótt kirkjunnar fólk um land allt. Mikil stemning hafi fylgt kosningabaráttu hans. „Ég er rólegur, bíð rólegur eftir niðurstöðum og er með báða fætur á jörðinni,“ segir Guðmundur. Hann segir ómetanlega skemmtilega lífsreynslu að finna hjartsláttinn í kirkjunni úti á landi. Hann sé öðruvísi á landsbyggðinni en í höfuðborginni á ýmsan hátt, en meðal annars að því leyti að víða á minni stöðum sé ekki boðið upp á sálfræðiþjónustu og kirkjan því eina sálgæsluúrræðið. Kosningunni lýkur klukkan tólf á morgun og eins og áður segir kemur að öllum líkindum í ljós skömmu síðar hver næsti biskup þjóðarinnar veður. Biskupskjör 2024 Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Seinni umferð biskupskjörs hefst á hádegi í dag Seinni umferð biskupskjörs hefst klukkan 12 í dag og stendur yfir til klukkan 12 þriðjudaginn 7. maí næstkomandi. Í kjöri eru Guðmundur Karl Brynjarsson og Guðrún Karls Helgudóttir. 2. maí 2024 08:12 Kjósa þarf aftur til biskups Kjósa þarf aftur á milli þeirra Guðrúnar Karls Helgudóttur og Guðmundar Karls Brynjarssonar vegna þess að ekki fékkst meirihluti í atkvæðagreiðslu sem lauk í dag í biskupskjöri. Kosið verður aftur þann 2. maí. 16. apríl 2024 13:45 Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Efna þurfti til annarrar umferðar biskupskjörs eftir að atkvæði úr fyrstu umferð féllu þannig að enginn frambjóðendanna þriggja, Guðmundar, Guðrúnar og Elínborgar Sturludóttur sóknarprests í dómkirkjunni, hlaut meiri hluta atkvæða. Guðrún hlaut 45,97 prósent atkvæða, Guðmundur Karl 28,11 prósent og Elínborg Sturludóttir 25,48 prósent. Á fimmtudaginn hófst önnur umferð kjörsins þar sem kosið er milli Guðrúnar og Guðmundar. Kosningunni lýkur á hádegi á morgun og segir Guðrún í samtali við Vísi að þau fái líklegast að vita um hálfeittleytið hver vinnur hið margumtalaða biskupskjör. Fréttamaður náði tali af þeim báðum og spurði hvernig þau væru stemmd fyrir stóra deginum. „Tilfinningin er mjög góð og ég finn mikinn meðbyr. En þó er aldrei að vita hvernig fer fyrr en búið er að telja,“ segir Guðrún. Hún segir vel hafa gengið í kosningabaráttunni en hún sé alls ekki sigurviss. „En það gengur vel og ég er mjög sátt við þann gríðarlega stuðning sem ég hef fengið,“ segir Guðrún. Hún sé ánægð með hversu vel kjörið hafi farið fram. Guðmundur Karl fór hringinn Guðmundur Karl tekur í sama streng. „Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt og ekki síst síðustu dagana,“ segir hann og að hann hafi varið síðustu dögum í hringferð um landið þar sem hann hefur heimsótt kirkjunnar fólk um land allt. Mikil stemning hafi fylgt kosningabaráttu hans. „Ég er rólegur, bíð rólegur eftir niðurstöðum og er með báða fætur á jörðinni,“ segir Guðmundur. Hann segir ómetanlega skemmtilega lífsreynslu að finna hjartsláttinn í kirkjunni úti á landi. Hann sé öðruvísi á landsbyggðinni en í höfuðborginni á ýmsan hátt, en meðal annars að því leyti að víða á minni stöðum sé ekki boðið upp á sálfræðiþjónustu og kirkjan því eina sálgæsluúrræðið. Kosningunni lýkur klukkan tólf á morgun og eins og áður segir kemur að öllum líkindum í ljós skömmu síðar hver næsti biskup þjóðarinnar veður.
Biskupskjör 2024 Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Seinni umferð biskupskjörs hefst á hádegi í dag Seinni umferð biskupskjörs hefst klukkan 12 í dag og stendur yfir til klukkan 12 þriðjudaginn 7. maí næstkomandi. Í kjöri eru Guðmundur Karl Brynjarsson og Guðrún Karls Helgudóttir. 2. maí 2024 08:12 Kjósa þarf aftur til biskups Kjósa þarf aftur á milli þeirra Guðrúnar Karls Helgudóttur og Guðmundar Karls Brynjarssonar vegna þess að ekki fékkst meirihluti í atkvæðagreiðslu sem lauk í dag í biskupskjöri. Kosið verður aftur þann 2. maí. 16. apríl 2024 13:45 Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Seinni umferð biskupskjörs hefst á hádegi í dag Seinni umferð biskupskjörs hefst klukkan 12 í dag og stendur yfir til klukkan 12 þriðjudaginn 7. maí næstkomandi. Í kjöri eru Guðmundur Karl Brynjarsson og Guðrún Karls Helgudóttir. 2. maí 2024 08:12
Kjósa þarf aftur til biskups Kjósa þarf aftur á milli þeirra Guðrúnar Karls Helgudóttur og Guðmundar Karls Brynjarssonar vegna þess að ekki fékkst meirihluti í atkvæðagreiðslu sem lauk í dag í biskupskjöri. Kosið verður aftur þann 2. maí. 16. apríl 2024 13:45
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent