Beinagrindur og ástarsorg á Bessastöðum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 6. maí 2024 23:14 Hermann Jakob Hjartarson, fornleifafræðingur, stendur hér við leifar grafhýsisins. Þar liggja tvær beinagrindur sem líklega eru af mæðgum; stiftamtsmannsfrú og dóttur hennar. vísir/Einar Tvær beinagrindur og byssukúlur eru á meðal þess sem hefur fundist við framkvæmdir við Bessastaði. Fornleifafræðingur segir aðra beinagrindina mögulega tilheyra konu sem dó úr ástarsorg. Framkvæmdir standa nú yfir við Bessastaðakirkju þar sem meðal annars stendur til að bæta úr aðgengismálum. Ýmislegt hefur komið þar í ljós enda um sögulegt svæði að ræða. Merkasti fundurinn telst líklega tvær beinagrindur sem hvíla á botni grafhýsis sem fannst við kirkjugaflinn. Beinagrindurnar verða rannsakaðar til að skera úr um aldur og kyn en fornleifafræðingar telja líklegt að mæðgurnar Anna Vilhelmína og Anna Helena hvlíli þar hlið við hlið. „Sú eldri var gift stiftamtmanninum á staðnum á átjándu öld, Lauritz Thodal. Hann lét gera þetta grafhýsi fyrir sinn eigin pening en það er hvergi skrifað hverjir voru grafnir í þessu,“ segir Hermann Jakob Hjartarson, fornleifafræðingur, sem sér um uppgröftin. Talið er að heillegri beinagrindin til vinstri sé af dótturinni en sú til hægri af móðurinni. Líklegt þykir að kistulokið hafi gefið sig á líkamsleifar móðurinnar.vísir/Einar Ráðgátan ætti nú loks að leysast þar sem beinagrindurnar verða rannsakaðar á næstu dögum. Lauritz Thodal var skipaður stiftamtmaður á Íslandi árið 1770 og bjó með fjölskyldu sinni á Bessastöðum þar sem mæðgurnar létust og var dóttirin þá einunigs átján ára að aldri. „Samkvæmt heimildum dó hún úr ástarsorg, hvað sem það nú þýðir,“ segir Hermann. „Hún kynntist kaupmanni úr Hafnarfirði og stjúp pabba hennar leist ekki vel á þennan ráðhag og eiginlega bannaði henni að vera með honum. Sagan segir að hún hafi veslast upp og dáið skömmu eftir það.“ Dóttirin létst árið 1778 og móðir hennar árið 1770 og hafa því líklega hvílt í reitnum í um 250 ár.vísir/Einar Talið er grafhýsið hafi verið um tveggja metra hátt og einstakt á sínum tíma. Ef vel er að gáð má sjá ummerki á hlið kirkjunnar um að þar hafi verið dyr sem leiddu út í grafhýsið. Eftir rannsókn verða líkamsleifarnar lagðar aftur í reitinn. Fleira hefur þó komið í ljós í framkvæmdunum, meðal annars kirkjustétt sem er líklega frá sextándu öld og leiðir að gömlu kirkjunni sem situr undir þeirri nýju, og fjórar byssukúlur úr framhlaðningi sem reynt verður að aldursgreina. „Hvað það segir okkur er góð spurning en eitthvað hefur að minnsta kosti verið skotið hérna á einhverjum tímapunkti,“ segir Hermann. Byggja á skrúðhús við Bessastaðakirkju og bæta aðgengismál meðal annars.vísir/Einar Erfitt er að segja til um framkvæmdalok þar sem fleiri minjar blasa við í nær hverju skrefi. „Við erum mögulega meira að segja komin niður á einhverja hleðslu hérna undir þessu,“ segir Hermann og bendir í átt að gömlu kirkjustéttinni. „Það á eftir að koma í ljós en það eru vísbendingar um að það sé eitthvað aðeins eldra undir þessari hleðslu,“ segir Hermann og ljóst er að áhugavert verður því að fylgjast með framhaldinu. Fornminjar Garðabær Þjóðkirkjan Kirkjugarðar Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjá meira
Framkvæmdir standa nú yfir við Bessastaðakirkju þar sem meðal annars stendur til að bæta úr aðgengismálum. Ýmislegt hefur komið þar í ljós enda um sögulegt svæði að ræða. Merkasti fundurinn telst líklega tvær beinagrindur sem hvíla á botni grafhýsis sem fannst við kirkjugaflinn. Beinagrindurnar verða rannsakaðar til að skera úr um aldur og kyn en fornleifafræðingar telja líklegt að mæðgurnar Anna Vilhelmína og Anna Helena hvlíli þar hlið við hlið. „Sú eldri var gift stiftamtmanninum á staðnum á átjándu öld, Lauritz Thodal. Hann lét gera þetta grafhýsi fyrir sinn eigin pening en það er hvergi skrifað hverjir voru grafnir í þessu,“ segir Hermann Jakob Hjartarson, fornleifafræðingur, sem sér um uppgröftin. Talið er að heillegri beinagrindin til vinstri sé af dótturinni en sú til hægri af móðurinni. Líklegt þykir að kistulokið hafi gefið sig á líkamsleifar móðurinnar.vísir/Einar Ráðgátan ætti nú loks að leysast þar sem beinagrindurnar verða rannsakaðar á næstu dögum. Lauritz Thodal var skipaður stiftamtmaður á Íslandi árið 1770 og bjó með fjölskyldu sinni á Bessastöðum þar sem mæðgurnar létust og var dóttirin þá einunigs átján ára að aldri. „Samkvæmt heimildum dó hún úr ástarsorg, hvað sem það nú þýðir,“ segir Hermann. „Hún kynntist kaupmanni úr Hafnarfirði og stjúp pabba hennar leist ekki vel á þennan ráðhag og eiginlega bannaði henni að vera með honum. Sagan segir að hún hafi veslast upp og dáið skömmu eftir það.“ Dóttirin létst árið 1778 og móðir hennar árið 1770 og hafa því líklega hvílt í reitnum í um 250 ár.vísir/Einar Talið er grafhýsið hafi verið um tveggja metra hátt og einstakt á sínum tíma. Ef vel er að gáð má sjá ummerki á hlið kirkjunnar um að þar hafi verið dyr sem leiddu út í grafhýsið. Eftir rannsókn verða líkamsleifarnar lagðar aftur í reitinn. Fleira hefur þó komið í ljós í framkvæmdunum, meðal annars kirkjustétt sem er líklega frá sextándu öld og leiðir að gömlu kirkjunni sem situr undir þeirri nýju, og fjórar byssukúlur úr framhlaðningi sem reynt verður að aldursgreina. „Hvað það segir okkur er góð spurning en eitthvað hefur að minnsta kosti verið skotið hérna á einhverjum tímapunkti,“ segir Hermann. Byggja á skrúðhús við Bessastaðakirkju og bæta aðgengismál meðal annars.vísir/Einar Erfitt er að segja til um framkvæmdalok þar sem fleiri minjar blasa við í nær hverju skrefi. „Við erum mögulega meira að segja komin niður á einhverja hleðslu hérna undir þessu,“ segir Hermann og bendir í átt að gömlu kirkjustéttinni. „Það á eftir að koma í ljós en það eru vísbendingar um að það sé eitthvað aðeins eldra undir þessari hleðslu,“ segir Hermann og ljóst er að áhugavert verður því að fylgjast með framhaldinu.
Fornminjar Garðabær Þjóðkirkjan Kirkjugarðar Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjá meira