Hulunni hefur verið svipt af þremur tillögum arkítektastofa að uppbyggingu á bensínstöðvareitnum við Ægissíðu. Forsvarsmenn Festi vilja vinna með íbúum og kalla sérstaklega eftir þeirra sýn og skoðunum.
Í fréttatímanum kynnum við okkur nýtt verkefni sem lögreglan á Suðurlandi stendur fyrir í samstarfi við sveitarfélögin fjórtán og nokkrar stofnanir í landshlutanum. Tilgangurinn er að móta aðgerðaáætlun til að vinna gegn ofbeldi.
Og við kíkjum í afmælisveislu hjá Kalda bar í miðborginni, sem fagnar 10 ára afmæli í kvöld.
Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.