Brahim Díaz, Jude Bellingham og Joselu skoruðu mörk liðsins í leiknum en þau komu öll í seinni hálfleiknum.
Þetta var átjánda deildarmark Bellingham á leiktíðinni og hann er nú bara einu marki á eftir þeim markahæsta sem er Artem Dovbyk hjá Girona.
Real er með fjórtán stiga forskot á Barcelona en Börsungar eiga fimm leiki eftir.
Vinni Barcelona liðið ekki leik sinn á móti Girona á eftir þá er Real Madrid orðið spænskur meistari.
Þá væri annað hvort þrettán eða fjórtán stiga munur á liðunum og bara tólf stig eftir í pottinum.
Næst á dagskrá hjá Real Madrid er seinni undanúrslitaleikurinn í Meistaradeildinni á móti Bayern München. Fyrri leiknum lauk með 2-2 jafntefli í Þýskalandi en sá seinni fer í Madrid á miðvikudagskvöldið.