Óvænt úrslit í fyrstu umferð Lengjudeildarinnar Smári Jökull Jónsson skrifar 3. maí 2024 21:28 Afturelding gerði jafntefli við Gróttu í kvöld. Vísir Fjórir leikir fóru fram í fyrstu umferð Lengjudeildar karla í kvöld. Njarðvíkingar byrja deildina vel en hitt Suðurnesjaliðið tapaði nokkuð óvænt á heimavelli. Njarðvík var í heimsókn hjá Leikni í Breiðholtinu í kvöld. Njarðvíkingar voru í basli í fyrrasumar en eftir að Gunnar Heiðar Þorvaldsson tók við liðinu fór að ganga betur og Njarðvík tókst að bjarga sæti sínu í Lengjudeildinni. Gestirnir af Suðurnesjum komust í 2-0 í leiknum í kvöld eftir mörk frá Birni Aroni Björnssyni og Dominik Radic. Staðan var þannig í hálfleik en eftir mark Róberts Quental Árnasyni á 84. mínútu komu Leiknismenn sér inn í leikinn. Þeim tókst þó ekki að jafna og Njarðvík fagnaði 2-1 sigri. Í Mosfellsbæ mættust Afturelding og Grótta en Mosfellingar fóru alla leið í úrslitaleik umspilsins í fyrra þar sem liðið tapaði fyrir Vestra. Þeir komust yfir strax á 4. mínútu í dag eftir sjálfsmark miðvarðarins reynda Arons Bjarka Jósepssonar en Damian Timan jafnaði metin í 1-1 í síðari hálfleik. Hvorugu liðinu tókst að bæta við marki eftir það og lokatölur 1-1. Góð ferð nýliðanna til Keflavíkur Í Keflavík voru ÍR-ingar í heimsókn en hvorugt liðið lék í Lengjudeild á síðasta tímabili. Keflavík féll úr Bestu deildinni en ÍR kom upp úr 2. deild. Öll þrjú mörk leiksins voru skoruð í fyrri hálfleik í dag. ÍR komst í 1-0 á 24. mínútu með marki Braga Karls Bjarkasonar úr víti. Valur Þór Hákonarson jafnaði tveimur mínútum síðar en Stefán Þór Pálsson skoraði annað mark ÍR á lokamínútu fyrri hálfleiks. Lokatölur í Keflavík 2-1 fyrir gestina sem vinna þar með frábæran útisigur í fyrstu umferðinni. Í Laugardal kom Rafael Victor gestunum í Þór í 1-0 forystu á 29. mínútu með marki úr vítaspyrnu. Það stefndi allt í 1-0 sigur gestanna en í uppbótartíma jafnaði Jorgen Pettersen metin fyrir Þrótt. Þórsarar áttu sláarskot og fengu dauðafæri eftir jöfnunarmarkið en náðu ekki að tryggja sér sigur. Lokatölur 1-1. Lengjudeild karla Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Sjá meira
Njarðvík var í heimsókn hjá Leikni í Breiðholtinu í kvöld. Njarðvíkingar voru í basli í fyrrasumar en eftir að Gunnar Heiðar Þorvaldsson tók við liðinu fór að ganga betur og Njarðvík tókst að bjarga sæti sínu í Lengjudeildinni. Gestirnir af Suðurnesjum komust í 2-0 í leiknum í kvöld eftir mörk frá Birni Aroni Björnssyni og Dominik Radic. Staðan var þannig í hálfleik en eftir mark Róberts Quental Árnasyni á 84. mínútu komu Leiknismenn sér inn í leikinn. Þeim tókst þó ekki að jafna og Njarðvík fagnaði 2-1 sigri. Í Mosfellsbæ mættust Afturelding og Grótta en Mosfellingar fóru alla leið í úrslitaleik umspilsins í fyrra þar sem liðið tapaði fyrir Vestra. Þeir komust yfir strax á 4. mínútu í dag eftir sjálfsmark miðvarðarins reynda Arons Bjarka Jósepssonar en Damian Timan jafnaði metin í 1-1 í síðari hálfleik. Hvorugu liðinu tókst að bæta við marki eftir það og lokatölur 1-1. Góð ferð nýliðanna til Keflavíkur Í Keflavík voru ÍR-ingar í heimsókn en hvorugt liðið lék í Lengjudeild á síðasta tímabili. Keflavík féll úr Bestu deildinni en ÍR kom upp úr 2. deild. Öll þrjú mörk leiksins voru skoruð í fyrri hálfleik í dag. ÍR komst í 1-0 á 24. mínútu með marki Braga Karls Bjarkasonar úr víti. Valur Þór Hákonarson jafnaði tveimur mínútum síðar en Stefán Þór Pálsson skoraði annað mark ÍR á lokamínútu fyrri hálfleiks. Lokatölur í Keflavík 2-1 fyrir gestina sem vinna þar með frábæran útisigur í fyrstu umferðinni. Í Laugardal kom Rafael Victor gestunum í Þór í 1-0 forystu á 29. mínútu með marki úr vítaspyrnu. Það stefndi allt í 1-0 sigur gestanna en í uppbótartíma jafnaði Jorgen Pettersen metin fyrir Þrótt. Þórsarar áttu sláarskot og fengu dauðafæri eftir jöfnunarmarkið en náðu ekki að tryggja sér sigur. Lokatölur 1-1.
Lengjudeild karla Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Sjá meira