Tekjur Apple drógust saman enn eina ferðina Samúel Karl Ólason skrifar 3. maí 2024 10:31 Tim Cook er forstjóri Apple. EPA/JOHN G. MABANGLO Tekjur Apple drógust saman í fimmta sinn á síðustu sex ársfjórðungum. Í heildina voru tekjurnar 90,8 milljarðar dala á fyrsta ársfjórðungi þessa árs, sem er fjórum prósentum minna en þær voru á sama tíma í fyrra. 90,8 milljarðar dala samsvarar um 12,7 billjónum króna. Ársfjórðungurinn sem endar í lok mars er í raun annar ársfjórðungurinn á fjárhagsári Apple. Áhugsamir geta fundið frekari upplýsingar um uppgjörið á vef Apple. Samdrátturinn hefur að miklu leyti verið rakið til vandræða í símasölu Apple og aukinnar samkeppni vegna snjallsíma sem framleiddir eru í Kína. Á undanförnum árum hefur forsvarsmönnum Apple gengið erfiðlega að auka sölu iPhone snjallsíma en það hefur um árabil verið helsta tekjulind fyrirtækisins. Á síðasta ársfjórðungi dróst salan saman um 10,5 prósent, borið saman við fyrsta fjórðung 2023. Þrátt fyrir samdráttinn hækkaði virði hlutabréfa Apple um rúm sjö prósent eftir að uppgjörið var birt í gær. Samkvæmt frétt Wall Street Journal var það vegna þess að forsvarsmenn fyrirtækisins samþykktu að verja 110 milljörðum dala í að kaupa hlutabréf í fyrirtækinu og gáfu til kynna að fyrirtækið muni skila hagnaði á núverandi ársfjórðungi. Apple stendur frammi fyrir ýmsum lagalegum vandræðum um þessar mundir. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna höfðaði til að mynda mál gegn fyrirtækinu í mars og sakaði það um að beita einokunarstöðu á markaði snjallsíma til að koma í veg fyrir samkeppni. Apple Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
90,8 milljarðar dala samsvarar um 12,7 billjónum króna. Ársfjórðungurinn sem endar í lok mars er í raun annar ársfjórðungurinn á fjárhagsári Apple. Áhugsamir geta fundið frekari upplýsingar um uppgjörið á vef Apple. Samdrátturinn hefur að miklu leyti verið rakið til vandræða í símasölu Apple og aukinnar samkeppni vegna snjallsíma sem framleiddir eru í Kína. Á undanförnum árum hefur forsvarsmönnum Apple gengið erfiðlega að auka sölu iPhone snjallsíma en það hefur um árabil verið helsta tekjulind fyrirtækisins. Á síðasta ársfjórðungi dróst salan saman um 10,5 prósent, borið saman við fyrsta fjórðung 2023. Þrátt fyrir samdráttinn hækkaði virði hlutabréfa Apple um rúm sjö prósent eftir að uppgjörið var birt í gær. Samkvæmt frétt Wall Street Journal var það vegna þess að forsvarsmenn fyrirtækisins samþykktu að verja 110 milljörðum dala í að kaupa hlutabréf í fyrirtækinu og gáfu til kynna að fyrirtækið muni skila hagnaði á núverandi ársfjórðungi. Apple stendur frammi fyrir ýmsum lagalegum vandræðum um þessar mundir. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna höfðaði til að mynda mál gegn fyrirtækinu í mars og sakaði það um að beita einokunarstöðu á markaði snjallsíma til að koma í veg fyrir samkeppni.
Apple Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira