Ætlar ekki að þröngva sér upp á fólk Jón Þór Stefánsson og Bjarki Sigurðsson skrifa 2. maí 2024 18:59 Viktor Traustason verður á kjörseðlinum þann fyrsta júní. Vísir/Vilhelm Viktor Traustason forsetaframbjóðandi segist finna fyrir létti að hluta til eftir að Landskjörstjórn úrskurðaði um gildi framboðs hans í dag. „Mitt spennufall er eiginlega bara búið. Þetta var bara eitt verkefni í viðbót og maður kláraði það,“ sagði Viktor í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Þetta er ferli sem ég er búin að vera að vinna að í fjóra mánuði þannig það er ekkert nýtt að gerast hjá mér.“ Hvernig ætlar þú að vekja athygli á þér á næstu vikum? „Ég held að stefnumálin tali svolítið mikið sínu máli. Ég ætla að samþykkja öll viðtöl sem mér er boðið í, en ég ætla ekkert að vera að sérstaklega að þröngva mér upp á fólk.“ Viktor segist lítið hafa pælt í því hvað mótframbjóðendur hans séu að gera. „Ég ætla að einbeita mér að mínum stefnumálum og fólkinu sem ég er að tala við. Það eru bara ákveðnir valmöguleikar sem ég myndi vilja að væru í boði. Þegar að kemur að kjördegi þá er allavega hægt að kjósa um þetta ef fólk vill, ef fólk vill eitthvað annað þá gerir það það bara.“ Á mánudag var greint frá því að Viktor hefði kært ákörðun Landskjörstjórnar að gera framboð hans ógilt. Hann vildi meina að meðmælalistar hans uppfylltu öll skilyrði. Þá sagði hann Landskjörstjórn hafa brotið gróflega gegn jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar þegar nokkrir frambjóðendur fengu helgina til að lagfæra sína undirskriftarlista og safna fleiri undirskriftum, en Viktor fékk ekki slíkan möguleika. Í gær var greint frá því að úrskurður Landskjörstjórnar hefði verið felldur úr gildi og fékk Viktor tækifæri til klukkan þrjú í dag til að lagfæra meðmælalista sinn, en á honum voru einungis um sjötíu gildar undirskriftir. Hvernig fórstu eiginlega að þessu, að safna öllum þessum undirskriftum til viðbótar? „Það stóra er að ég var náttúrulega kominn með allar undirskriftirnar. Það sem ég þurfti að gera var að sýna fram á að þetta væru alvöru undirskriftir, segja Landskjörstjórn hvaða kennitala þetta er og hvaða lögheimili tengist því. Þegar ég var búinn að því gat ég eiginlega skilað þeim öllum aftur.“ Forsetakosningar 2024 Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira
„Mitt spennufall er eiginlega bara búið. Þetta var bara eitt verkefni í viðbót og maður kláraði það,“ sagði Viktor í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Þetta er ferli sem ég er búin að vera að vinna að í fjóra mánuði þannig það er ekkert nýtt að gerast hjá mér.“ Hvernig ætlar þú að vekja athygli á þér á næstu vikum? „Ég held að stefnumálin tali svolítið mikið sínu máli. Ég ætla að samþykkja öll viðtöl sem mér er boðið í, en ég ætla ekkert að vera að sérstaklega að þröngva mér upp á fólk.“ Viktor segist lítið hafa pælt í því hvað mótframbjóðendur hans séu að gera. „Ég ætla að einbeita mér að mínum stefnumálum og fólkinu sem ég er að tala við. Það eru bara ákveðnir valmöguleikar sem ég myndi vilja að væru í boði. Þegar að kemur að kjördegi þá er allavega hægt að kjósa um þetta ef fólk vill, ef fólk vill eitthvað annað þá gerir það það bara.“ Á mánudag var greint frá því að Viktor hefði kært ákörðun Landskjörstjórnar að gera framboð hans ógilt. Hann vildi meina að meðmælalistar hans uppfylltu öll skilyrði. Þá sagði hann Landskjörstjórn hafa brotið gróflega gegn jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar þegar nokkrir frambjóðendur fengu helgina til að lagfæra sína undirskriftarlista og safna fleiri undirskriftum, en Viktor fékk ekki slíkan möguleika. Í gær var greint frá því að úrskurður Landskjörstjórnar hefði verið felldur úr gildi og fékk Viktor tækifæri til klukkan þrjú í dag til að lagfæra meðmælalista sinn, en á honum voru einungis um sjötíu gildar undirskriftir. Hvernig fórstu eiginlega að þessu, að safna öllum þessum undirskriftum til viðbótar? „Það stóra er að ég var náttúrulega kominn með allar undirskriftirnar. Það sem ég þurfti að gera var að sýna fram á að þetta væru alvöru undirskriftir, segja Landskjörstjórn hvaða kennitala þetta er og hvaða lögheimili tengist því. Þegar ég var búinn að því gat ég eiginlega skilað þeim öllum aftur.“
Forsetakosningar 2024 Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira