Katrín efst en Jón hrynur í nýrri könnun Kjartan Kjartansson skrifar 2. maí 2024 18:08 Jón Gnarr mælist með allt að tíu prósentustigum minna fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar en í könnunum sem fyrirtæki hafa gert fram að þessu. Katrín Jakobsdóttir trónir á toppnum. Vísir/Vilhelm Jón Gnarr mælist með umtalsvert minna fylgi í nýrri könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands en í öðrum könnunum til þessa. Katrín Jakobsdóttir trónir á toppnum í könnuninni en ekki er þó marktækur munur á henni og Höllu Hrund Logadóttur. Rétt tæp þrjátíu prósent svarenda í könnuninni sögðust styðja Katrínu í forsetakosningunum en 27,6 prósent Höllu Hrund. Baldur Þórhallsson mældist með 23,6 prósent fylgi í þriðja sæti. Athygli vekur að Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík, fær aðeins 7,4 prósent í könnun Félagsvísindastofnunar en hann hefur mælst með á bilinu fimmtán til átján prósent í öðrum skoðanakönnunum. Hann er engu að síður fjórði vinsælasti frambjóðandinn í könnuninni. Aðeins eru birtar niðurstöður könnunarinnar fyrir þá frambjóðendur sem fengu meira en fimm prósent fylgi. Könnunin var gerð á tímabilinu 22.-30. apríl og byggist á svonefndum netpanel Félagsvísindastofnunar. Alls svöruðu 2.638 manns könnunni og af þeim tóku 93 prósent afstöðu til þess hvern þeir kysu sem forseta. Fylgi frambjóðenda til forseta samkvæmt könnun Félagsvísindastofnunar 22.-30. apríl 2024.Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands Halla Hrund vinsæl hjá eldri kjósendum en Baldur hjá þeim yngri Greining á könnunni leiðir í ljós að Katrín sækir fylgi sitt einkum til kjósenda stjórnarflokkanna þriggja: Vinstri grænna, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Fylgi hennar er mest á meðal kjósenda sem eru sextugir og eldri. Kynjahlutföll eru nokkuð jöfn en Katrín sækir fylgi sitt frekar til höfuðborgarsvæðisins en landsbyggðarinnar. Halla Hrund á meiri vinsælda að fagna á meðal eldri kjósenda en yngri. Hún sækir fylgi til allra flokka en síst Vinstri grænna. Hlutfallslega fleiri karlar en konur geta hugsað sér að kjósa Höllu Hrund og fleiri landsbyggðarbúar en höfuðborgarbúar. Baldur nýtur mests stuðnings á meðal yngri kjósenda. Kjósendur allra flokka styðja hann en stuðningurinn er minnstur á meðal kjósenda Miðflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna. Mun hærra hlutfall kvenna en karla styðja Baldur en fylgið dreifist fremur jafnt yfir landið. Jón sækir fylgi sitt aðallega til yngri kjósenda og Pírata. Fleiri karlar en konur styðja hann. Fylgi frambjóðenda eftir stjórnmálaflokkum í könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands 22.-30. apríl 2024.Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands Miðflokkurinn þriðji stærsti flokkurinn og VG undir fimm prósentum Samhliða voru svarendur spurðir út í afstöðu sína til flokka fyrir Alþingiskosningar. Samfylkingin mældist þar með 25,4 prósent fylgi og Sjálfstæðisflokkurinn á eftir henni með nítján prósent. Miðflokkurinn er þriðji stærsti flokkurinn í könnuninni með 13,4 prósent en Framsóknarflokkurinn sá fjórði stærsti með tíu prósent. Flokkur fólksins, Viðreisn og Píratar eru allir á svipuðum slóðum með sjö til átta prósent. Fylgi Vinstri grænna mælist innan við fimm prósent. Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Tengdar fréttir Ný skoðanakönnun á morgun og Pallborð klukkan 14 Baldur Þórhallsson, Halla Hrund Logadóttir og Katrín Jakobsdóttir verða gestir Pallborðsins á morgun, sem verður sýnt í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi klukkan 14. 2. maí 2024 13:18 Halla Hrund fremst í nýrri könnun og Katrín dottin niður í þriðja sæti Halla Hrund Logadóttir mælist með 29 prósent fylgi í nýrri skoðanakönnun Prósents og Baldur Þórhallsson kemur þar á eftir með 25 prósent fylgi. Katrín Jakobsdóttir mælist aðeins með 18 prósent og Jón Gnarr með 16 prósent. 29. apríl 2024 06:34 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
Rétt tæp þrjátíu prósent svarenda í könnuninni sögðust styðja Katrínu í forsetakosningunum en 27,6 prósent Höllu Hrund. Baldur Þórhallsson mældist með 23,6 prósent fylgi í þriðja sæti. Athygli vekur að Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík, fær aðeins 7,4 prósent í könnun Félagsvísindastofnunar en hann hefur mælst með á bilinu fimmtán til átján prósent í öðrum skoðanakönnunum. Hann er engu að síður fjórði vinsælasti frambjóðandinn í könnuninni. Aðeins eru birtar niðurstöður könnunarinnar fyrir þá frambjóðendur sem fengu meira en fimm prósent fylgi. Könnunin var gerð á tímabilinu 22.-30. apríl og byggist á svonefndum netpanel Félagsvísindastofnunar. Alls svöruðu 2.638 manns könnunni og af þeim tóku 93 prósent afstöðu til þess hvern þeir kysu sem forseta. Fylgi frambjóðenda til forseta samkvæmt könnun Félagsvísindastofnunar 22.-30. apríl 2024.Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands Halla Hrund vinsæl hjá eldri kjósendum en Baldur hjá þeim yngri Greining á könnunni leiðir í ljós að Katrín sækir fylgi sitt einkum til kjósenda stjórnarflokkanna þriggja: Vinstri grænna, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Fylgi hennar er mest á meðal kjósenda sem eru sextugir og eldri. Kynjahlutföll eru nokkuð jöfn en Katrín sækir fylgi sitt frekar til höfuðborgarsvæðisins en landsbyggðarinnar. Halla Hrund á meiri vinsælda að fagna á meðal eldri kjósenda en yngri. Hún sækir fylgi til allra flokka en síst Vinstri grænna. Hlutfallslega fleiri karlar en konur geta hugsað sér að kjósa Höllu Hrund og fleiri landsbyggðarbúar en höfuðborgarbúar. Baldur nýtur mests stuðnings á meðal yngri kjósenda. Kjósendur allra flokka styðja hann en stuðningurinn er minnstur á meðal kjósenda Miðflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna. Mun hærra hlutfall kvenna en karla styðja Baldur en fylgið dreifist fremur jafnt yfir landið. Jón sækir fylgi sitt aðallega til yngri kjósenda og Pírata. Fleiri karlar en konur styðja hann. Fylgi frambjóðenda eftir stjórnmálaflokkum í könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands 22.-30. apríl 2024.Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands Miðflokkurinn þriðji stærsti flokkurinn og VG undir fimm prósentum Samhliða voru svarendur spurðir út í afstöðu sína til flokka fyrir Alþingiskosningar. Samfylkingin mældist þar með 25,4 prósent fylgi og Sjálfstæðisflokkurinn á eftir henni með nítján prósent. Miðflokkurinn er þriðji stærsti flokkurinn í könnuninni með 13,4 prósent en Framsóknarflokkurinn sá fjórði stærsti með tíu prósent. Flokkur fólksins, Viðreisn og Píratar eru allir á svipuðum slóðum með sjö til átta prósent. Fylgi Vinstri grænna mælist innan við fimm prósent.
Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Tengdar fréttir Ný skoðanakönnun á morgun og Pallborð klukkan 14 Baldur Þórhallsson, Halla Hrund Logadóttir og Katrín Jakobsdóttir verða gestir Pallborðsins á morgun, sem verður sýnt í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi klukkan 14. 2. maí 2024 13:18 Halla Hrund fremst í nýrri könnun og Katrín dottin niður í þriðja sæti Halla Hrund Logadóttir mælist með 29 prósent fylgi í nýrri skoðanakönnun Prósents og Baldur Þórhallsson kemur þar á eftir með 25 prósent fylgi. Katrín Jakobsdóttir mælist aðeins með 18 prósent og Jón Gnarr með 16 prósent. 29. apríl 2024 06:34 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
Ný skoðanakönnun á morgun og Pallborð klukkan 14 Baldur Þórhallsson, Halla Hrund Logadóttir og Katrín Jakobsdóttir verða gestir Pallborðsins á morgun, sem verður sýnt í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi klukkan 14. 2. maí 2024 13:18
Halla Hrund fremst í nýrri könnun og Katrín dottin niður í þriðja sæti Halla Hrund Logadóttir mælist með 29 prósent fylgi í nýrri skoðanakönnun Prósents og Baldur Þórhallsson kemur þar á eftir með 25 prósent fylgi. Katrín Jakobsdóttir mælist aðeins með 18 prósent og Jón Gnarr með 16 prósent. 29. apríl 2024 06:34