Segir fólk eiga rétt til mótmæla en ekki til óreiðu Samúel Karl Ólason skrifar 2. maí 2024 16:44 Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, þegar hann ávarpaði þjóðina í dag. AP/Evan Vucci) Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, fordæmdi í dag ofbeldi sem hefði átt sér stað á mótmælum í háskólum víðsvegar um Bandaríkin. Hann sagði alla eiga rétt á friðsömum mótmælum en fólk hefði ekki rétt á því að valda óreiðu eða skemmdum. Hann sagði að skemmdarverk, að fara inn í hús í óleyfi, brjóta rúður, koma í veg fyrir kennslustundir og útskriftir stúdenta félli ekki undir skilgreiningu friðsamra mótmæla. Biden sagði friðsöm mótmæli mikilvæg í Bandaríkjunum en röð og regla þyrfti að ríkja. Þá þvertók Biden fyrir að kalla út þjóðvarðlið til að binda enda á mótmælin. Þetta sagði Biden í sjónvarpsávarpi í dag þar sem hann gerði þó enga tilraun til að útskýra eða verja afstöðu sína varðandi hernað Ísraela á Gasaströndinni, sem er ástæða þess að þessi mótmæli hafa átt sér stað. Biden reyndi heldur ekki að gefa mótmælendum ástæðu til að hætta en sagði að ef þau færu yfir strikið við mótmælin, yrði þeim refsað. Ávarpið má sjá í spilaranum hér að neðan. Happening Now: President Biden delivers remarks. https://t.co/z89E8d12PM— The White House (@WhiteHouse) May 2, 2024 Lögregluþjónar í óeirðabúnaði hafa brotið upp mótmæli í háskólum vestanhafs og handtekið nemendur sem hafa lagt undir sig húsnæði skóla. Minnst 132 nemendur hafa verið handteknir við UCLA-skólann í Kaliforníu. Lögregluþjónar beittu meðal annars hvellsprengjum þegar þeir brutu upp mótmælin við UCLA og tóku niður tjaldbúðir sem höfðu myndast þar. Sjá einnig: Hundruð lögreglumanna í viðbragðsstöðu vegna mótmæla í UCLA Sambærileg atvik hafa átt sér stað í Columbia í New York, í Dartmouth í New Hampshire og Portland State háskólanum í Oregon. Bandaríkin Joe Biden Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Sjá meira
Hann sagði að skemmdarverk, að fara inn í hús í óleyfi, brjóta rúður, koma í veg fyrir kennslustundir og útskriftir stúdenta félli ekki undir skilgreiningu friðsamra mótmæla. Biden sagði friðsöm mótmæli mikilvæg í Bandaríkjunum en röð og regla þyrfti að ríkja. Þá þvertók Biden fyrir að kalla út þjóðvarðlið til að binda enda á mótmælin. Þetta sagði Biden í sjónvarpsávarpi í dag þar sem hann gerði þó enga tilraun til að útskýra eða verja afstöðu sína varðandi hernað Ísraela á Gasaströndinni, sem er ástæða þess að þessi mótmæli hafa átt sér stað. Biden reyndi heldur ekki að gefa mótmælendum ástæðu til að hætta en sagði að ef þau færu yfir strikið við mótmælin, yrði þeim refsað. Ávarpið má sjá í spilaranum hér að neðan. Happening Now: President Biden delivers remarks. https://t.co/z89E8d12PM— The White House (@WhiteHouse) May 2, 2024 Lögregluþjónar í óeirðabúnaði hafa brotið upp mótmæli í háskólum vestanhafs og handtekið nemendur sem hafa lagt undir sig húsnæði skóla. Minnst 132 nemendur hafa verið handteknir við UCLA-skólann í Kaliforníu. Lögregluþjónar beittu meðal annars hvellsprengjum þegar þeir brutu upp mótmælin við UCLA og tóku niður tjaldbúðir sem höfðu myndast þar. Sjá einnig: Hundruð lögreglumanna í viðbragðsstöðu vegna mótmæla í UCLA Sambærileg atvik hafa átt sér stað í Columbia í New York, í Dartmouth í New Hampshire og Portland State háskólanum í Oregon.
Bandaríkin Joe Biden Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Sjá meira