Bjarkey segist vonast til þess að sátt geti nú skapast um frumvarpið í heild sinni.
Einnig heyrum við í Magnúsi Tuma Guðmundssyni jarðeðlisfræðingi sem segir ekkert dramatískt að frétta af eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni.
Að auki fjöllum við um niðurstöður starfshóps umhverfisráðherra um bætta orkunýtni. Einn úr hópnum segir að sólarorka muni gegna lykilhlutverki í orkuskiptum landsins.
Í íþróttapakkanum verður hitað upp fyrir leik í Subway deild karla sem fram fer í kvöld. Einnig verður leikur Vals og Fram gerður upp en honum lyktaði með jafntefli.