Uppgjör og viðtöl: Fylkir - Stjarnan 0-1 | Stjörnumenn stálu öllum stigunum Árni Jóhannsson skrifar 29. apríl 2024 18:30 vísir/Diego Stjarnan náði að stela öllum stigunum sem í boði voru í Árbænum. Varamaðurinn Guðmundur Baldvin Nökkvason var hetjan. Leikurinn hafði verið í járnum í 92 mínútur. Fyrri hálfleikur byrjaði nokkuð fjörlega en það kom fljótt í ljós að Fylkismenn ætluðu að sæta færis og voru gestirnir mikið meira með boltann. Stjarnan náði ekki að skapa sér mikið af færum og Fylkir náði oft að sprengja upp leikinn og komast í ákjósanlegar stöður og fleiri skotfæri. Fyrirgjafir voru þó ekki nógu góðar og ekki skotin heldur þannig að færin lyftu manni ekki hátt úr sætinu. Á 30. mínútu fengu gestirnir aukaspyrnu við D bogann hægra megin og framkvæmdi Emil Atlason spyrnuna sem hafnaði í innanverðri stönginni og fór út í teiginn. Besta færi fyrri hálfleiksins sem rann sitt skeið. Markalaus. Fylkir byrjaði seinni hálfleikinn af meiri krafti og fengu fullt af hornspyrnum en Guðmundur Kristjánsson virkaði sem segull á fótboltann, skallaði í burtu fyrirgjafir og tók skot á kassann. Allt til þess að varna því að mark kæmi frá heimamönnum. Aftur tók Stjarnan völdin en engin færi sköpuðust. Þangað til á 85. mínútu þegar Fylkir náði aftur að sprengja upp leikinn þegar Stjarnan gerði sig seka um mistök á miðjum eigin vallarhelming þannig að Fylkismenn sluppu upp hægri kantinn. Góð fyrirgjöf var send þvert yfir vítateiginn á Guðmund Tyrfingsson sem var með opið mark fyrir framan sig að því er virtist. Birtist þá ekki Árni Snær Ólafsson, nánast upp úr þurru, til að kýla boltann í horn. Manni leið eins og að þetta hafi bjargað leiknum fyrir gestina. Á 93. mínútu reið áfallið yfir heimamenn þegar leikurinn virtist vera að fjara út. Óli Valur Ómarsson gaf þá fyrir á Andra Adolphs. sem renndi boltanum á Guðmund Baldvin Nökkvason sem skoraði mark sem stal öllum stigunum sem í boði voru. Allt trylltist báðum megin. Af gleði Garðabæjarmegin og reiði Fylkis megin. Atvik leiksins Það þarf ekki að fjölyrða um það. Mark á loka andartökum uppbótartímans tekur þá tign nánast alltaf. Guðmundur Baldvin hafði komið inn á sem varamaður og hlýtur það að vera extra sætt fyrir þjálfara. Stjörnur og skúrkar Stjörnurnar hljóta að vera Guðmundur Baldvin og Árni Snær sem á lokamínútum leiksins gerðu það að verkum að Stjarnan gat tekið öll stigin. Guðmundur Kristjánss. verður þó að vera nefndur einnig því ennið á honum og brjóstkassinn voru í yfirvinnu í kvöld. Erfitt af velja skúrka en sóknarmenn Fylkis hljóta að naga sig í handarbökin að hafa ekki náð að setja allavega eitt mark í kvöld. Dómarar Tríóið var ekki vinsælt hjá stuðningsmönnum. Þeir héldu þó línu og dæmdu á bæði lið jafnt og gáfu hvoru liðið fimm gul spjöld. Leikurinn var ekki grófur og ég held að þeir hafi samt komist vel frá sínu. Einkunn sjö. Stemmning og umgjörð Það hefði mátt heyrast meira í heimamönnum í stúkunni en Garðbæingar létu vel í sér heyra. Würth völlurinn er að verða með þeim betri í deildinni og ekki skemmdi góða veðrið fyrir. Það var allavega eins og gufubað í blaðamannastúkunni og hefði maður átt að skilja peysuna bara eftir heima. Jökull: Það er bara gott að hafa öfluga menn Jökull Elísabetarson á hliðarlínunni.Vísir/Diego Þjálfari Stjörnunnar, Jökull Elísabetarson, mátti vera glaður með útkomuna í kvöld þegar hans menn unnu Fylki með einu marki gegn engu í Árbænum. Sigurmarkið kom á þriðju mínútu uppbótar tíma og var Jökull beðinn um að lýsa tilfinningum sínum. „Alltaf mjög skemmtilegt að vinna í lokin. Þetta var bara geggjað. Fáránlega erfiður leikur eins og ég átti von á. Fylkir er gott lið með frábæra þjálfara. Það er öflugt að vinna hér.“ „Þetta var áhugaverður leikur. Þeir sátu og biðu og við spiluðum allt of oft boltanum upp í hendurnar á þeim. Við vissum að þetta væri það sem þeir vildu, eru með fljóta menn sem eru stórhættulegir fram á við og þeir fengu bara of mörg tækifæri í kvöld. Það voru ekki mörg dauðafæri en nóg af tækifærum þannig að það vantaði meira kontról. Svo bara að skerpa á gegnumbrotunum hjá okkur. Þurfum að skerpa á sendingum og ákvörðunum“, sagði Jökull þegar hann var spurður að því hvað hann hefði vilja sjá sína menn gera betur. Árni Snær Ólafsson var einnig mikilvægur fyrir Stjörnuna í kvöld en hann varði eitt af fáum dauðafærum leiksins á 85. mínútu. Jökull var spurður út í mikilvægi hans. „Árni er auðvitað stórkostlegur markmaður. Bara að öllu leyti. Bæði vel spilandi og frábær markmaður. Það er bara gott að hafa öfluga menn.“ Eftir rýra uppskeru úr fyrstu þremur umferðunum hlýtur það að lyfta andanum að ná í svona sigra. „Við höfum unnið tvo í röð og það er bara gott. Ég er ánægður með að við héldum áfram að spila. Fórum ekki að hengja boltann og vona það besta. Það er auðvelt að gera það þegar hitt gengur ekki. Ég er ánægður með að hafa haldið áfram. Við þurfum að skerpa á ýmsu samt, við getum gert betur en þetta.“ Besta deild karla Fylkir Stjarnan
Stjarnan náði að stela öllum stigunum sem í boði voru í Árbænum. Varamaðurinn Guðmundur Baldvin Nökkvason var hetjan. Leikurinn hafði verið í járnum í 92 mínútur. Fyrri hálfleikur byrjaði nokkuð fjörlega en það kom fljótt í ljós að Fylkismenn ætluðu að sæta færis og voru gestirnir mikið meira með boltann. Stjarnan náði ekki að skapa sér mikið af færum og Fylkir náði oft að sprengja upp leikinn og komast í ákjósanlegar stöður og fleiri skotfæri. Fyrirgjafir voru þó ekki nógu góðar og ekki skotin heldur þannig að færin lyftu manni ekki hátt úr sætinu. Á 30. mínútu fengu gestirnir aukaspyrnu við D bogann hægra megin og framkvæmdi Emil Atlason spyrnuna sem hafnaði í innanverðri stönginni og fór út í teiginn. Besta færi fyrri hálfleiksins sem rann sitt skeið. Markalaus. Fylkir byrjaði seinni hálfleikinn af meiri krafti og fengu fullt af hornspyrnum en Guðmundur Kristjánsson virkaði sem segull á fótboltann, skallaði í burtu fyrirgjafir og tók skot á kassann. Allt til þess að varna því að mark kæmi frá heimamönnum. Aftur tók Stjarnan völdin en engin færi sköpuðust. Þangað til á 85. mínútu þegar Fylkir náði aftur að sprengja upp leikinn þegar Stjarnan gerði sig seka um mistök á miðjum eigin vallarhelming þannig að Fylkismenn sluppu upp hægri kantinn. Góð fyrirgjöf var send þvert yfir vítateiginn á Guðmund Tyrfingsson sem var með opið mark fyrir framan sig að því er virtist. Birtist þá ekki Árni Snær Ólafsson, nánast upp úr þurru, til að kýla boltann í horn. Manni leið eins og að þetta hafi bjargað leiknum fyrir gestina. Á 93. mínútu reið áfallið yfir heimamenn þegar leikurinn virtist vera að fjara út. Óli Valur Ómarsson gaf þá fyrir á Andra Adolphs. sem renndi boltanum á Guðmund Baldvin Nökkvason sem skoraði mark sem stal öllum stigunum sem í boði voru. Allt trylltist báðum megin. Af gleði Garðabæjarmegin og reiði Fylkis megin. Atvik leiksins Það þarf ekki að fjölyrða um það. Mark á loka andartökum uppbótartímans tekur þá tign nánast alltaf. Guðmundur Baldvin hafði komið inn á sem varamaður og hlýtur það að vera extra sætt fyrir þjálfara. Stjörnur og skúrkar Stjörnurnar hljóta að vera Guðmundur Baldvin og Árni Snær sem á lokamínútum leiksins gerðu það að verkum að Stjarnan gat tekið öll stigin. Guðmundur Kristjánss. verður þó að vera nefndur einnig því ennið á honum og brjóstkassinn voru í yfirvinnu í kvöld. Erfitt af velja skúrka en sóknarmenn Fylkis hljóta að naga sig í handarbökin að hafa ekki náð að setja allavega eitt mark í kvöld. Dómarar Tríóið var ekki vinsælt hjá stuðningsmönnum. Þeir héldu þó línu og dæmdu á bæði lið jafnt og gáfu hvoru liðið fimm gul spjöld. Leikurinn var ekki grófur og ég held að þeir hafi samt komist vel frá sínu. Einkunn sjö. Stemmning og umgjörð Það hefði mátt heyrast meira í heimamönnum í stúkunni en Garðbæingar létu vel í sér heyra. Würth völlurinn er að verða með þeim betri í deildinni og ekki skemmdi góða veðrið fyrir. Það var allavega eins og gufubað í blaðamannastúkunni og hefði maður átt að skilja peysuna bara eftir heima. Jökull: Það er bara gott að hafa öfluga menn Jökull Elísabetarson á hliðarlínunni.Vísir/Diego Þjálfari Stjörnunnar, Jökull Elísabetarson, mátti vera glaður með útkomuna í kvöld þegar hans menn unnu Fylki með einu marki gegn engu í Árbænum. Sigurmarkið kom á þriðju mínútu uppbótar tíma og var Jökull beðinn um að lýsa tilfinningum sínum. „Alltaf mjög skemmtilegt að vinna í lokin. Þetta var bara geggjað. Fáránlega erfiður leikur eins og ég átti von á. Fylkir er gott lið með frábæra þjálfara. Það er öflugt að vinna hér.“ „Þetta var áhugaverður leikur. Þeir sátu og biðu og við spiluðum allt of oft boltanum upp í hendurnar á þeim. Við vissum að þetta væri það sem þeir vildu, eru með fljóta menn sem eru stórhættulegir fram á við og þeir fengu bara of mörg tækifæri í kvöld. Það voru ekki mörg dauðafæri en nóg af tækifærum þannig að það vantaði meira kontról. Svo bara að skerpa á gegnumbrotunum hjá okkur. Þurfum að skerpa á sendingum og ákvörðunum“, sagði Jökull þegar hann var spurður að því hvað hann hefði vilja sjá sína menn gera betur. Árni Snær Ólafsson var einnig mikilvægur fyrir Stjörnuna í kvöld en hann varði eitt af fáum dauðafærum leiksins á 85. mínútu. Jökull var spurður út í mikilvægi hans. „Árni er auðvitað stórkostlegur markmaður. Bara að öllu leyti. Bæði vel spilandi og frábær markmaður. Það er bara gott að hafa öfluga menn.“ Eftir rýra uppskeru úr fyrstu þremur umferðunum hlýtur það að lyfta andanum að ná í svona sigra. „Við höfum unnið tvo í röð og það er bara gott. Ég er ánægður með að við héldum áfram að spila. Fórum ekki að hengja boltann og vona það besta. Það er auðvelt að gera það þegar hitt gengur ekki. Ég er ánægður með að hafa haldið áfram. Við þurfum að skerpa á ýmsu samt, við getum gert betur en þetta.“
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti