Fullvissuð um það að íþróttafólk utan skápsins sé öruggt í Sádi Arabíu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. apríl 2024 14:00 Daria Kasatkina er komin út úr skápnum en er ekki hrædd við að fara til Sádi Arabíu. Getty/Fred Mullane Rússneska tenniskonan Daria Kasatkina er ein af fáum sem keppa meðal þeirra bestu í tennisheiminum jafnframt því að vera komin út úr skápnum í sínu einkalífi. Kasatkina segir að hún hafi fengið tryggingu fyrir því að hún væri örugg þegar og ef hún keppir einhvern tímann í Sádi Arabíu. „Ég hef fengið fullvissu um það að allt verði í fínu lagi,“ sagði Kasatkina við breska ríkisútvarpið en hún er eins og er í ellefta sæti á heimslistanum. Mannréttindabrot eru þekkt í Sádi Arabíu og ekki síst gagnvart samkynhneigðu fólki. Stjórnvöld hafa beitt sérstökum sakamáladómstól til kerfisbundinnar þöggunar í landinu. Kasatkina hafði lýst yfir efasemdunum um einmitt þetta þegar hún var spurð út í þetta á blaðamannafundi á Wimbledon mótinu í fyrra. Hommar, lesbíur, tvíkynhneigðir og transfólk hafa löngum þurft að sæta mismunun og ofbeldi vegna kynhnreigðar- eða vitundar sinnar. Eftir sigur á Anastasia Pavlyuchenkova á Opna Madrid mótinu um helgina þá talaði hún aftur á móti með því að fara með úrslitamót WTA-mótaraðarinnar til Riyadh í Sádi Arabíu. Lokamót tímabilsins verður næstu þrjú árin í Sádi Arabíu. „Ef ég kemst inn á það mót þá þýðir það að ég er ein af átta bestu í heimi. Það yrðu frábærar fréttir fyrir mig,“ sagði Kasatkina. „Við sjáum að Sádarnir hafa mikinn áhuga á íþróttum og þeir vilja þróa og efla íþróttirnar. Svo framarlega sem þessi þróun gefur fólkinu, krökkunum og konunum jöfn tækifæri til að koma og horfa á keppnirnar. Að þau fái að horfa, keppa og taka þátt í þessu þá er þetta bara frábært,“ sagði Kasatkina. Réttindi kvenna í Sádi-Arabíu hafa verið bágborin. Konur ráða ekki yfir lífi sínu þar sem þær þurfa að lúta forsjá karlmanns. Einhverjar umbætur í lögum hafa þó verið gerðar á síðustu árum. Tennis Sádi-Arabía Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Fleiri fréttir Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Frá Klaksvík á Krókinn Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Jón Þór hársbreidd frá HM-gulli Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Ramsey rekinn í sturtu eftir hnefahögg: „Hann hrækti á mig“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Jake Paul mætir Joshua og biður Breta afsökunar fyrir fram Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Meistarinn fékk kalda kveðju: Þú ert það leiðinlegasta við þessa íþrótt Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok „Ég er bestur í heimi og ég get loksins sagt það“ Sjá meira
Kasatkina segir að hún hafi fengið tryggingu fyrir því að hún væri örugg þegar og ef hún keppir einhvern tímann í Sádi Arabíu. „Ég hef fengið fullvissu um það að allt verði í fínu lagi,“ sagði Kasatkina við breska ríkisútvarpið en hún er eins og er í ellefta sæti á heimslistanum. Mannréttindabrot eru þekkt í Sádi Arabíu og ekki síst gagnvart samkynhneigðu fólki. Stjórnvöld hafa beitt sérstökum sakamáladómstól til kerfisbundinnar þöggunar í landinu. Kasatkina hafði lýst yfir efasemdunum um einmitt þetta þegar hún var spurð út í þetta á blaðamannafundi á Wimbledon mótinu í fyrra. Hommar, lesbíur, tvíkynhneigðir og transfólk hafa löngum þurft að sæta mismunun og ofbeldi vegna kynhnreigðar- eða vitundar sinnar. Eftir sigur á Anastasia Pavlyuchenkova á Opna Madrid mótinu um helgina þá talaði hún aftur á móti með því að fara með úrslitamót WTA-mótaraðarinnar til Riyadh í Sádi Arabíu. Lokamót tímabilsins verður næstu þrjú árin í Sádi Arabíu. „Ef ég kemst inn á það mót þá þýðir það að ég er ein af átta bestu í heimi. Það yrðu frábærar fréttir fyrir mig,“ sagði Kasatkina. „Við sjáum að Sádarnir hafa mikinn áhuga á íþróttum og þeir vilja þróa og efla íþróttirnar. Svo framarlega sem þessi þróun gefur fólkinu, krökkunum og konunum jöfn tækifæri til að koma og horfa á keppnirnar. Að þau fái að horfa, keppa og taka þátt í þessu þá er þetta bara frábært,“ sagði Kasatkina. Réttindi kvenna í Sádi-Arabíu hafa verið bágborin. Konur ráða ekki yfir lífi sínu þar sem þær þurfa að lúta forsjá karlmanns. Einhverjar umbætur í lögum hafa þó verið gerðar á síðustu árum.
Tennis Sádi-Arabía Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Fleiri fréttir Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Frá Klaksvík á Krókinn Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Jón Þór hársbreidd frá HM-gulli Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Ramsey rekinn í sturtu eftir hnefahögg: „Hann hrækti á mig“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Jake Paul mætir Joshua og biður Breta afsökunar fyrir fram Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Meistarinn fékk kalda kveðju: Þú ert það leiðinlegasta við þessa íþrótt Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok „Ég er bestur í heimi og ég get loksins sagt það“ Sjá meira