Frá þessu greinir Morgunblaðið en samkvæmt blaðinu nær enginn annar frambjóðandi til forseta yfir fjórum prósentum. Könnunin var framkvæmd dagana 23. til 28. apríl.
Prósent spurði einnig um það hvern menn teldu sigurstranglegastan og þar blasir önnur staða við.
Þar nefna 35,3 prósent Katrínu, 29,5 prósent Baldur, 22,1 prósent Höllu og 7,4 prósent Jón.
Halla Hrund hefur verið að sækja verulega á í könnunum og mældist einnig með mest fylgi í könnun Maskínu sem birt var fyrir helgi.