Hundraðasti sigur Arteta kom gegn erkifjendunum: „Stoltur af leikmönnunum“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. apríl 2024 23:30 Brosti sínu breiðasta eftir sigur dagsins. EPA-EFE/ANDY RAIN Mikel Arteta var mjög stoltur af leikmönnum sínum eftir að Arsenal lagði Tottenham Hotspur í því sem var hann 100. sigur í ensku úrvalsdeildinni. Sigurinn lyfti Arsenal á topp deildarinnar. Mikel Arteta var mjög stoltur af leikmönnum sínum eftir að Arsenal lagði Tottenham Hotspur í því sem var hann 100. sigur í ensku úrvalsdeildinni. Sigurinn lyfti Arsenal á topp deildarinnar. „Ég vil þakka öllum hjá félaginu fyrir stuðninginn og öllu starfsfólkinu sem hefur lagt sitt á vogarskálarnar. Í dag er góður dagur til að halda upp á það,“ sagði Arteta um 100. sigurinn. Skytturnar voru með öll völd á vellinum í fyrri hálfleik en Tottenham kom til baka og voru lokamínútur leiksins æsispennandi, lokatölur þó 3-2 Arsenal í vil. „Ég vil hrósa andstæðingnum fyrir glæsilegan völl með frábæru andrúmslofti, við vitum hvað þetta skiptir miklu máli í Norður-Lundúnum. Við gerðum stór mistök en leikmenn mínir brugðust vel við,“ sagði Arteta um slag erkifjendanna. „David Raya greip sex eða sjö fyrirgjöfir í dag, Það er það sem við viljum sjá. Ef þú ætlar að taka áhættur þá verður þú að geta brugðist rétt við. Ég er mjög stoltur af leikmönnum mínum.“ „Það er þess virði eftir því hvernig leikurinn spilar. Mistökin eru ekki óheppni heldur hvernig við spilum augnablikið áður. Þá var uppstillingin ekki eins og við vildum hafa hana,“ sagði Arteta um mistök sinna manna í uppspili sem leiddi til annars af mörkum Tottenham. „Þeir eru með lið sem getur meitt þig, þeir taka miklar áhættur þegar þeir hafa boltann. Það er erfitt að spila við þá, þeir eru með mikil gæði og leikurinn þróaðist þannig að við sátum til baka þó við höfum ekki lagt upp með að gera það.“ In esteemed company 👥Mikel Arteta reaches 100 wins in the Premier League in just 169 matches, the fifth-fastest of any manager 🙌 pic.twitter.com/9PZPi7Rbuy— Premier League (@premierleague) April 28, 2024 „Þetta var mjög erfiður leikur en að vinna hér tvö ár í röð er enn erfiðara,“ sagði Arteta að endingu en passaði sig þó á að öll vissu að Arsenal hefði unnið síðustu tvo leiki liðanna á heimavelli Spurs. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Fleiri fréttir „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Ekkert mál fyrir Dýrlingana Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Sjá meira
Mikel Arteta var mjög stoltur af leikmönnum sínum eftir að Arsenal lagði Tottenham Hotspur í því sem var hann 100. sigur í ensku úrvalsdeildinni. Sigurinn lyfti Arsenal á topp deildarinnar. „Ég vil þakka öllum hjá félaginu fyrir stuðninginn og öllu starfsfólkinu sem hefur lagt sitt á vogarskálarnar. Í dag er góður dagur til að halda upp á það,“ sagði Arteta um 100. sigurinn. Skytturnar voru með öll völd á vellinum í fyrri hálfleik en Tottenham kom til baka og voru lokamínútur leiksins æsispennandi, lokatölur þó 3-2 Arsenal í vil. „Ég vil hrósa andstæðingnum fyrir glæsilegan völl með frábæru andrúmslofti, við vitum hvað þetta skiptir miklu máli í Norður-Lundúnum. Við gerðum stór mistök en leikmenn mínir brugðust vel við,“ sagði Arteta um slag erkifjendanna. „David Raya greip sex eða sjö fyrirgjöfir í dag, Það er það sem við viljum sjá. Ef þú ætlar að taka áhættur þá verður þú að geta brugðist rétt við. Ég er mjög stoltur af leikmönnum mínum.“ „Það er þess virði eftir því hvernig leikurinn spilar. Mistökin eru ekki óheppni heldur hvernig við spilum augnablikið áður. Þá var uppstillingin ekki eins og við vildum hafa hana,“ sagði Arteta um mistök sinna manna í uppspili sem leiddi til annars af mörkum Tottenham. „Þeir eru með lið sem getur meitt þig, þeir taka miklar áhættur þegar þeir hafa boltann. Það er erfitt að spila við þá, þeir eru með mikil gæði og leikurinn þróaðist þannig að við sátum til baka þó við höfum ekki lagt upp með að gera það.“ In esteemed company 👥Mikel Arteta reaches 100 wins in the Premier League in just 169 matches, the fifth-fastest of any manager 🙌 pic.twitter.com/9PZPi7Rbuy— Premier League (@premierleague) April 28, 2024 „Þetta var mjög erfiður leikur en að vinna hér tvö ár í röð er enn erfiðara,“ sagði Arteta að endingu en passaði sig þó á að öll vissu að Arsenal hefði unnið síðustu tvo leiki liðanna á heimavelli Spurs.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Fleiri fréttir „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Ekkert mál fyrir Dýrlingana Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Sjá meira