Fjölmenn mótmæli vegna ofbeldisbylgju í Ástralíu Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 28. apríl 2024 10:24 Mótmælt var í Canberra, Melbourne, Sydney og á fleiri stöðum. EPA Þúsundir Ástrala gengu til mótmæla í dag vegna ofbeldisbylgju sem riðið hefur yfir landið á síðustu mánuðum. Forsætisráðherra segir að um þjóðarkrísu ræðir og heitir aðgerðum. Fjallað er um mótmælin á vef BBC, þar sem segir að kröfur mótmælenda séu að neyðarástandi vegna kynbundins ofbeldis verði lýst yfir á landsvísu. Ný löggjöf vegna kynbundins ofbeldis verði forgangsmál. Martina Ferrara, einn af skipuleggjendum mótmælanna, sagði þörf á fleiri möguleikum þegar kæmi að því að tilkynna kynbundið ofbeldi. „Og við viljum að yfirvöld viðurkenni að upp sé komið neyðarástand og grípi til aðgerða strax.“ Anthony Albanese forsætisráðherra Ástralíu flutti ræðu á mótmælunum í höfuðborginni Canberra í dag. Hann segir ástandið þjóðarkrísu. Hann viðurkenndi að yfirvöld á öllum stigum þyrftu að gera betur í tengslum við kynbundið ofbeldi. „Við verðum að breyta menningunni, viðmótinu, dómskerfinu og nálgun allra yfirvalda,“ sagði hann. „Við þurfum að átta okkur á því að það er ekki kvennanna að bæta þetta. Karlarnir þurfa að breyta viðhorfi karlanna.“ Kveikjan að mótmælunum var stunguárás sem gerð var í verslunarmiðstöð í Sydney fyrr í mánuðinum, þegar maður gekk um og stakk sex til bana, fimm konur og öryggisvörð sem freistaði þess að stöðva árásarmanninn. Lögregluyfirvöld í Sydney telja víst að árásin hafi beinst gegn konum. Samkvæmt gögnum frá baráttuhópnum Destroy the Joint voru 27 konur drepnar fyrstu 119 dagana á árinu. Ástralía Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Árásin virðist hafa beinst gegn konum Lögregluyfirvöld í Sydney telja víst að árás manns sem stakk sex til bana í verslunarmiðstöð í borginni um helgina hafi beinst gegn konum. 15. apríl 2024 07:31 Sex stungnir til bana í verslunarmiðstöð Sex voru stungnir til bana í verslunarmiðstöð í Sydney í Ástralíu í morgun þegar maður fór að stinga fólk af handahófi. Margir eru sagðir særðir og þar á meðal ungt barn en árásarmaðurinn var skotinn til bana af lögregluþjóni. 13. apríl 2024 09:35 Önnur árás í Sydney Fjórir hið minnsta voru stungnir í morgunmessu í dag mánudag í úthverfi Sydney í Ástralíu. 15. apríl 2024 10:47 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Fjallað er um mótmælin á vef BBC, þar sem segir að kröfur mótmælenda séu að neyðarástandi vegna kynbundins ofbeldis verði lýst yfir á landsvísu. Ný löggjöf vegna kynbundins ofbeldis verði forgangsmál. Martina Ferrara, einn af skipuleggjendum mótmælanna, sagði þörf á fleiri möguleikum þegar kæmi að því að tilkynna kynbundið ofbeldi. „Og við viljum að yfirvöld viðurkenni að upp sé komið neyðarástand og grípi til aðgerða strax.“ Anthony Albanese forsætisráðherra Ástralíu flutti ræðu á mótmælunum í höfuðborginni Canberra í dag. Hann segir ástandið þjóðarkrísu. Hann viðurkenndi að yfirvöld á öllum stigum þyrftu að gera betur í tengslum við kynbundið ofbeldi. „Við verðum að breyta menningunni, viðmótinu, dómskerfinu og nálgun allra yfirvalda,“ sagði hann. „Við þurfum að átta okkur á því að það er ekki kvennanna að bæta þetta. Karlarnir þurfa að breyta viðhorfi karlanna.“ Kveikjan að mótmælunum var stunguárás sem gerð var í verslunarmiðstöð í Sydney fyrr í mánuðinum, þegar maður gekk um og stakk sex til bana, fimm konur og öryggisvörð sem freistaði þess að stöðva árásarmanninn. Lögregluyfirvöld í Sydney telja víst að árásin hafi beinst gegn konum. Samkvæmt gögnum frá baráttuhópnum Destroy the Joint voru 27 konur drepnar fyrstu 119 dagana á árinu.
Ástralía Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Árásin virðist hafa beinst gegn konum Lögregluyfirvöld í Sydney telja víst að árás manns sem stakk sex til bana í verslunarmiðstöð í borginni um helgina hafi beinst gegn konum. 15. apríl 2024 07:31 Sex stungnir til bana í verslunarmiðstöð Sex voru stungnir til bana í verslunarmiðstöð í Sydney í Ástralíu í morgun þegar maður fór að stinga fólk af handahófi. Margir eru sagðir særðir og þar á meðal ungt barn en árásarmaðurinn var skotinn til bana af lögregluþjóni. 13. apríl 2024 09:35 Önnur árás í Sydney Fjórir hið minnsta voru stungnir í morgunmessu í dag mánudag í úthverfi Sydney í Ástralíu. 15. apríl 2024 10:47 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Árásin virðist hafa beinst gegn konum Lögregluyfirvöld í Sydney telja víst að árás manns sem stakk sex til bana í verslunarmiðstöð í borginni um helgina hafi beinst gegn konum. 15. apríl 2024 07:31
Sex stungnir til bana í verslunarmiðstöð Sex voru stungnir til bana í verslunarmiðstöð í Sydney í Ástralíu í morgun þegar maður fór að stinga fólk af handahófi. Margir eru sagðir særðir og þar á meðal ungt barn en árásarmaðurinn var skotinn til bana af lögregluþjóni. 13. apríl 2024 09:35
Önnur árás í Sydney Fjórir hið minnsta voru stungnir í morgunmessu í dag mánudag í úthverfi Sydney í Ástralíu. 15. apríl 2024 10:47