Svakalegt að sjá fylgisaukningu Höllu Hrundar Bjarki Sigurðsson skrifar 27. apríl 2024 23:27 Baldur Héðinsson er stærðfræðingur og sérfræðingur í skoðanakönnunum. Vísir Baldur Héðinsson, stærðfræðingur og sérfræðingur í skoðanakönnunum, segir frambjóðendurna fjóra sem mælast með mest fylgi í könnunum alla eiga séns á því að komast á Bessastaði í sumar. Margt geti breyst á næstu fimm vikum. Í nýjustu könnunum mælast forsetaframbjóðendurnir Katrín Jakobsdóttir, Baldur Þórhallsson, Halla Hrund Logadóttir og Jón Gnarr öll með yfir fimmtán prósent fylgi. Í nýjustu könnun Maskínu er Halla Hrund með 26,2 prósent fylgi, Katrín með 25,4 prósent fylgi, Baldur með 21,2 prósent fylgi og Jón með 15,2 prósent fylgi. Aðrir mælast allir með undir fimm prósent fylgi. Mest spennandi forsetakosningar í áratugi Baldur Héðinsson ræddi kosningarnar í kvöldfréttum Stöðvar 2 og bendir hann á að um níutíu prósent fylgisins sé að safnast á þessa fjóra frambjóðendur, þrátt fyrir að þrettán manns séu í framboði. „Við erum núna með nánast jafntefli hjá efstu þremur og Jón Gnarr er ekkert langt á eftir. Á sama tíma árið 2016, þá var Guðni með yfir fimmtíu prósent fylgi og hann var alveg skýrt í forystu. Nú er þetta alveg hnífjafnt þannig ég myndi segja að þetta séu mest spennandi forsetakosningar í áratugi,“ segir Baldur. Klippa: Fjögur efstu eigi öll hiklaust séns Halla í sókn, aðrir í vörn Hann segir fylgisaukningu Höllu Hrundar vera svakalega en hún fer úr fimm prósentum og upp í yfir 25 prósent fylgi á örfáum vikum. „Þetta er að koma fram í öllum könnunum og það er spurning hversu hátt hún fer. Ef maður notar íþróttamál þá er hún í sókn og hinir þrír í vörn eins og er,“ segir Baldur. Skoðanakannanir góðar fyrir kjósendur Hann segir skoðanakannanir af því góða og að þær séu einungis upplýsingar fyrir kjósendur um hver staðan er. Svo sé það þeirra að ákveða hverjum þeir vilja veita atkvæði sitt. „Ef við værum ekki með skoðanakannanir, þá væri bara vettvangur fyrir aðra hluti að koma inn í staðinn, eins og auglýsingar og herferðir á samfélagsmiðlum. Þessar kannanir eru vel gerðar og ég held þær hjálpi okkur að stíga út úr okkar hóp og fá góða mynd af því hver staðan er. Ég held að þessar upplýsingar séu góðar fyrir kjósendur,“ segir Baldur. Allt getur gerst Fimm vikur eru til kosninga og bendir Baldur á að það geti margt breyst á þeim tíma. „Eins og árið 2016 þegar Halla Tómasdóttir sá mikla fylgisaukningu í vikunum í aðdraganda kosninga. Við getum séð miklar breytingar á þessu og aðra frambjóðendur koma óvænt inn. Þetta verður allavegana rosa spennandi,“ segir Baldur. Skoðanakannanir Forsetakosningar 2024 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Fleiri fréttir Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals Sjá meira
Í nýjustu könnunum mælast forsetaframbjóðendurnir Katrín Jakobsdóttir, Baldur Þórhallsson, Halla Hrund Logadóttir og Jón Gnarr öll með yfir fimmtán prósent fylgi. Í nýjustu könnun Maskínu er Halla Hrund með 26,2 prósent fylgi, Katrín með 25,4 prósent fylgi, Baldur með 21,2 prósent fylgi og Jón með 15,2 prósent fylgi. Aðrir mælast allir með undir fimm prósent fylgi. Mest spennandi forsetakosningar í áratugi Baldur Héðinsson ræddi kosningarnar í kvöldfréttum Stöðvar 2 og bendir hann á að um níutíu prósent fylgisins sé að safnast á þessa fjóra frambjóðendur, þrátt fyrir að þrettán manns séu í framboði. „Við erum núna með nánast jafntefli hjá efstu þremur og Jón Gnarr er ekkert langt á eftir. Á sama tíma árið 2016, þá var Guðni með yfir fimmtíu prósent fylgi og hann var alveg skýrt í forystu. Nú er þetta alveg hnífjafnt þannig ég myndi segja að þetta séu mest spennandi forsetakosningar í áratugi,“ segir Baldur. Klippa: Fjögur efstu eigi öll hiklaust séns Halla í sókn, aðrir í vörn Hann segir fylgisaukningu Höllu Hrundar vera svakalega en hún fer úr fimm prósentum og upp í yfir 25 prósent fylgi á örfáum vikum. „Þetta er að koma fram í öllum könnunum og það er spurning hversu hátt hún fer. Ef maður notar íþróttamál þá er hún í sókn og hinir þrír í vörn eins og er,“ segir Baldur. Skoðanakannanir góðar fyrir kjósendur Hann segir skoðanakannanir af því góða og að þær séu einungis upplýsingar fyrir kjósendur um hver staðan er. Svo sé það þeirra að ákveða hverjum þeir vilja veita atkvæði sitt. „Ef við værum ekki með skoðanakannanir, þá væri bara vettvangur fyrir aðra hluti að koma inn í staðinn, eins og auglýsingar og herferðir á samfélagsmiðlum. Þessar kannanir eru vel gerðar og ég held þær hjálpi okkur að stíga út úr okkar hóp og fá góða mynd af því hver staðan er. Ég held að þessar upplýsingar séu góðar fyrir kjósendur,“ segir Baldur. Allt getur gerst Fimm vikur eru til kosninga og bendir Baldur á að það geti margt breyst á þeim tíma. „Eins og árið 2016 þegar Halla Tómasdóttir sá mikla fylgisaukningu í vikunum í aðdraganda kosninga. Við getum séð miklar breytingar á þessu og aðra frambjóðendur koma óvænt inn. Þetta verður allavegana rosa spennandi,“ segir Baldur.
Skoðanakannanir Forsetakosningar 2024 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Fleiri fréttir Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals Sjá meira