Ten Hag segir sitt lið þróttmikið og eitt af þeim skemmtilegri í deildinni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. apríl 2024 07:00 Ten Hag og Kobbie Mainoo í leik gærdagsins. EPA-EFE/ADAM VAUGHAN Manchester United gerði 1-1 jafntefli við Burnley á heimavelli sínum Old Trafford í ensku úrvalsdeild karla í fótbolta í gær, laugardag. Erik ten Hag, þjálfari liðsins, fór ekki beint í frasabókina eftir leik en viðtal hans hefur þó vakið talsverða athygli. „Við komum okkur í stöðu til að vinna leikinn og á löngum köflum vorum við með stjórn á leiknum. Það var aðeins í síðari hluta fyrri hálfleiks sem við gáfum færi á okkur, við vorum með fulla stjórn á restinni af leiknum. Við vorum í stöðu til að vinna leikinn en köstuðum því frá okkur,“ sagði Ten Hag súr eftir leik. André Onana var dæmdur brotlegur innan vítateigs. Brotið minnti á þegar Onana klessti á leikmann Úlfanna í 1. umferð en þá var ekkert dæmt. Ten Hag var spurður út í líkindin. „Ég get séð það, þetta var vítaspyrna en í hinum vítateignum sá ég að minnsta kosti þrjár vítaspyrnur,“ sagði Hollendingurinn og taldi augljóslega brotið á sínum mönnum í leiknum. „Það er of mikill óstöðugleiki í dómgæslunni, ef við tökum sem dæmi vítaspyrnuna sem Aaron Wan-Bissaka fékk á sig í síðustu viku, af hverju var það ekki vítaspyrna í dag? Svo átti Alejandro Garnacho að fá að lágmarki eina vítaspyrnu.“ Garnacho í leik gærdagsins.James Gill/Getty Images Man United er í 6. sæti með 54 stig, fimmtán stigum á eftir Aston Villa í 4. sæti og sex á eftir Tottenham Hotspur sem er sæti ofar. Það stefnir því allt í að Man United taki þátt í Evrópudeildinni á næstu leiktíð. „Það er staðreynd málsins, það er ekki auðvelt að ná 4. sæti þegar þú ert svona langt eftir á. Við þurftum á sigri að halda. Undanfarnar vikur höfum við verið í stöðu til að vinna leiki en höfum kastað því frá okkur. Bilið er orðið of stórt miðað við hvar við erum á leiktíðinni.“ Um færin sem mótherjar liðsins fá „Öll lið fá á sig færi. En þegar það er á móti okkur þá er það skrítið. Við sköpuðum fjölda færa að sama skapi. Við erum eitt þróttmesta og skemmtilegasta lið deildarinnar á þessu augnabliki.“ „Við sköpum fjölda færa og erum að spila góðan fótbolta, það var óþarfi að missa stjórn á leiknum. Við löguðum það í hálfleik og síðari hálfleikurinn var mun betri,“ sagði Ten Hag að endingu. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Fótbolti Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Enski boltinn Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Golf Samdi við kríuna um að koma sér á brott Golf Fleiri fréttir Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Sjá meira
„Við komum okkur í stöðu til að vinna leikinn og á löngum köflum vorum við með stjórn á leiknum. Það var aðeins í síðari hluta fyrri hálfleiks sem við gáfum færi á okkur, við vorum með fulla stjórn á restinni af leiknum. Við vorum í stöðu til að vinna leikinn en köstuðum því frá okkur,“ sagði Ten Hag súr eftir leik. André Onana var dæmdur brotlegur innan vítateigs. Brotið minnti á þegar Onana klessti á leikmann Úlfanna í 1. umferð en þá var ekkert dæmt. Ten Hag var spurður út í líkindin. „Ég get séð það, þetta var vítaspyrna en í hinum vítateignum sá ég að minnsta kosti þrjár vítaspyrnur,“ sagði Hollendingurinn og taldi augljóslega brotið á sínum mönnum í leiknum. „Það er of mikill óstöðugleiki í dómgæslunni, ef við tökum sem dæmi vítaspyrnuna sem Aaron Wan-Bissaka fékk á sig í síðustu viku, af hverju var það ekki vítaspyrna í dag? Svo átti Alejandro Garnacho að fá að lágmarki eina vítaspyrnu.“ Garnacho í leik gærdagsins.James Gill/Getty Images Man United er í 6. sæti með 54 stig, fimmtán stigum á eftir Aston Villa í 4. sæti og sex á eftir Tottenham Hotspur sem er sæti ofar. Það stefnir því allt í að Man United taki þátt í Evrópudeildinni á næstu leiktíð. „Það er staðreynd málsins, það er ekki auðvelt að ná 4. sæti þegar þú ert svona langt eftir á. Við þurftum á sigri að halda. Undanfarnar vikur höfum við verið í stöðu til að vinna leiki en höfum kastað því frá okkur. Bilið er orðið of stórt miðað við hvar við erum á leiktíðinni.“ Um færin sem mótherjar liðsins fá „Öll lið fá á sig færi. En þegar það er á móti okkur þá er það skrítið. Við sköpuðum fjölda færa að sama skapi. Við erum eitt þróttmesta og skemmtilegasta lið deildarinnar á þessu augnabliki.“ „Við sköpum fjölda færa og erum að spila góðan fótbolta, það var óþarfi að missa stjórn á leiknum. Við löguðum það í hálfleik og síðari hálfleikurinn var mun betri,“ sagði Ten Hag að endingu.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Fótbolti Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Enski boltinn Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Golf Samdi við kríuna um að koma sér á brott Golf Fleiri fréttir Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti