Innlent

Þrettánda nafnið bætist við

Árni Sæberg skrifar
Kára Vilmundarson Hansen virðist langa á Bessastaði.
Kára Vilmundarson Hansen virðist langa á Bessastaði. Vísir/Vilhelm

Landskjörstjórn hefur tilkynnt að í ofanálag við þá tólf frambjóðendur til forseta, sem skiluðu meðmælalistum í Hörpu í dag, hafi sá þrettándi skilað með rafrænum hætti. Sá heitir Kári Vilmundarson Hansen.

Í tilkynningu frá kjörstjórn segir að eftirfarandi hafi skilað meðmælendalistum á fundi Landskjörstjórnar í morgun:

  • Arnar Þór Jónsson
  • Ásdís Rán Gunnarsdóttir,
  • Ástþór Magnússon Wium
  • Baldur Þórhallsson
  • Eiríkur Ingi Jóhannsson
  • Halla Hrund Logadóttir
  • Halla Tómasdóttir
  • Helga Þórisdóttir
  • Jón Gnarr
  • Katrín Jakobsdóttir
  • Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir
  • Viktor Traustason

Þá hafi einu framboði verið skilað á rafrænan hátt, áðurnefndur Kári Vilmundarson Hansen. Vísi er ekki kunnugt um hver hann er eða hver stefnumál hans eru.

Yfirferð framboðanna hefjist í dag og standi yfir helgina. Landskjörstjórn áætli að úrskurða um gildi framboða á fundi sínum mánudaginn 29. apríl kl. 11:00 í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×