Í tilkynningu frá kjörstjórn segir að eftirfarandi hafi skilað meðmælendalistum á fundi Landskjörstjórnar í morgun:
- Arnar Þór Jónsson
- Ásdís Rán Gunnarsdóttir,
- Ástþór Magnússon Wium
- Baldur Þórhallsson
- Eiríkur Ingi Jóhannsson
- Halla Hrund Logadóttir
- Halla Tómasdóttir
- Helga Þórisdóttir
- Jón Gnarr
- Katrín Jakobsdóttir
- Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir
- Viktor Traustason
Þá hafi einu framboði verið skilað á rafrænan hátt, áðurnefndur Kári Vilmundarson Hansen. Vísi er ekki kunnugt um hver hann er eða hver stefnumál hans eru.
Yfirferð framboðanna hefjist í dag og standi yfir helgina. Landskjörstjórn áætli að úrskurða um gildi framboða á fundi sínum mánudaginn 29. apríl kl. 11:00 í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands.