Amnesty segir að FIFA rúlli út rauða dreglinum fyrir Sádana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. apríl 2024 13:30 Gianni Infantino er mikill aðdáandi þjóðanna á Arabíuskaganum og peningarnir streyma þangað til FIFA. Gretty/Francois Nel Amnesty samtökin hafa brugðist hart og hratt við nýjustu fréttum úr herbúðum Alþjóða knattspyrnusambandsins um að höfuð fótboltans í heiminum hafi gert risasamning við sádi-arabískt olíufyrirtæki. Samningur FIFA olíufyrirtækisins Saudi Aramco er enn eitt dæmið um það að Sádi-Arabía er að reyna að kaupa sér velvild í gegnum íþróttirnar. FIFA announces a partnership with Saudi state-owned oil firm Aramco. Deal until 2027 meaning Aramco will be an official sponsor of the 2026 men's World Cup and 2027 Women's World Cup.Aramco own Al-Qadisiyah, who could confirm promotion to the Saudi Pro League next week.🇸🇦 pic.twitter.com/C0oCkx4mnz— Ben Jacobs (@JacobsBen) April 25, 2024 Það hefur ekki farið fram hjá neinum að Gianni Infantino, forseti FIFA, hefur komið olíuríkjunum til varnar og neitað að gagnrýna slæma stöðu á mannréttindum í löndunum. Peningarnir streyma frá Arabíuskaganum til FIFA og þessi samningur er enn eitt dæmið um það. AÐ-fréttastofan heldur því fram að samningurinn sé sá stærsti sem FIFA hafi nokkurn tímann gert við styrktaraðila ef tekið er mið af því hversu mikinn pening FIFA fær á hverju ári. 🧵A reminder about the new #FIFA sponsor.-Aramco is owned by the 🇸🇦State-Aramco owns football club Al-Qadsiah-Aramco's chairman is Yasir Al-Rumayyan-Al-Rumayyan is guvernor of PIF-PIF owns #NUF, Al-Ahli, Al-Ittihad, Al-Hilal, and Al-Nassr,- PIF-entities owns more clubs 1/4 https://t.co/kblCd6hscL— Stanis Elsborg (@StanisElsborg) April 26, 2024 „Það sjokkerar okkur ekki lengur að Sádi-Arabía noti íþróttirnar sem verkfæri í almannatengslamálum og FIFA hefur vissulega haft tækifæri til að láta heiminn vita af gríðarlegum mannréttindabrotum stjórnvalda í Sádi-Arabíu,“ sagði Frank Conde Tangberg verkefnisstjóri hjá Amnesty International við NTB fréttastofuna. NRK segir frá. „Í stað þess að gera það hefur FIFA ákveðið að rúlla út rauða dreglinum fyrir Sádana sem bæði gestgjafa á HM og sem styrktaraðila. Við hvetjum FIFA til að taka virkari þátt í því að meta áhættuna af því að halda heimsmeistaramótið þar árið 2034,“ sagði Tangberg. Þegar NTB hafði samband við FIFA var svarið meal annars það að FIFA eyði 3,9 milljörðum Bandaríkjadala í þróunarstarf og kennslu í heiminum. Þróunarstarfið snýr að kvennafótbolta, dómaramálum, unglinastarfi og betri aðstöðu. FIFA telur því að sambandið sé að gera sitt til að gera heiminn betri. Aramco becomes FIFA's sixth global partner after Adidas, Coca-Cola, Qatar Airways, Hyundai and Visa - EconoTimeshttps://t.co/NNS1vFFcHm— Sportnews (@sportnewsblogd1) April 26, 2024 FIFA Sádi-Arabía Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Sjá meira
Samningur FIFA olíufyrirtækisins Saudi Aramco er enn eitt dæmið um það að Sádi-Arabía er að reyna að kaupa sér velvild í gegnum íþróttirnar. FIFA announces a partnership with Saudi state-owned oil firm Aramco. Deal until 2027 meaning Aramco will be an official sponsor of the 2026 men's World Cup and 2027 Women's World Cup.Aramco own Al-Qadisiyah, who could confirm promotion to the Saudi Pro League next week.🇸🇦 pic.twitter.com/C0oCkx4mnz— Ben Jacobs (@JacobsBen) April 25, 2024 Það hefur ekki farið fram hjá neinum að Gianni Infantino, forseti FIFA, hefur komið olíuríkjunum til varnar og neitað að gagnrýna slæma stöðu á mannréttindum í löndunum. Peningarnir streyma frá Arabíuskaganum til FIFA og þessi samningur er enn eitt dæmið um það. AÐ-fréttastofan heldur því fram að samningurinn sé sá stærsti sem FIFA hafi nokkurn tímann gert við styrktaraðila ef tekið er mið af því hversu mikinn pening FIFA fær á hverju ári. 🧵A reminder about the new #FIFA sponsor.-Aramco is owned by the 🇸🇦State-Aramco owns football club Al-Qadsiah-Aramco's chairman is Yasir Al-Rumayyan-Al-Rumayyan is guvernor of PIF-PIF owns #NUF, Al-Ahli, Al-Ittihad, Al-Hilal, and Al-Nassr,- PIF-entities owns more clubs 1/4 https://t.co/kblCd6hscL— Stanis Elsborg (@StanisElsborg) April 26, 2024 „Það sjokkerar okkur ekki lengur að Sádi-Arabía noti íþróttirnar sem verkfæri í almannatengslamálum og FIFA hefur vissulega haft tækifæri til að láta heiminn vita af gríðarlegum mannréttindabrotum stjórnvalda í Sádi-Arabíu,“ sagði Frank Conde Tangberg verkefnisstjóri hjá Amnesty International við NTB fréttastofuna. NRK segir frá. „Í stað þess að gera það hefur FIFA ákveðið að rúlla út rauða dreglinum fyrir Sádana sem bæði gestgjafa á HM og sem styrktaraðila. Við hvetjum FIFA til að taka virkari þátt í því að meta áhættuna af því að halda heimsmeistaramótið þar árið 2034,“ sagði Tangberg. Þegar NTB hafði samband við FIFA var svarið meal annars það að FIFA eyði 3,9 milljörðum Bandaríkjadala í þróunarstarf og kennslu í heiminum. Þróunarstarfið snýr að kvennafótbolta, dómaramálum, unglinastarfi og betri aðstöðu. FIFA telur því að sambandið sé að gera sitt til að gera heiminn betri. Aramco becomes FIFA's sixth global partner after Adidas, Coca-Cola, Qatar Airways, Hyundai and Visa - EconoTimeshttps://t.co/NNS1vFFcHm— Sportnews (@sportnewsblogd1) April 26, 2024
FIFA Sádi-Arabía Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Sjá meira