Sport

Heims­met Japanans gildir ekki

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Þó er tekið fram að um mikið afrek hafi verið að ræða.
Þó er tekið fram að um mikið afrek hafi verið að ræða. Red Bull/Predrag Vuckovic

291 meters skíðastökk Japanans Ryoyu Kobayashi í Hlíðarfjalli á Akureyri í gær verður ekki skráð sem heimsmet þó að það hafi verið lengra en gildandi heimsmet. Alþjóðaskíðasambandið segir stökkið ekki hafa uppfyllt skilyrði þess.

Kobayashi hefur dvalið á Akureyri síðustu vikur og beðið eftir rétta tímapukntinum til að reyna við metið. Stökkpallurinn var unninn af verkfræðistofunni Cowi á Akureyri í samstarfi við orkudrykkjaframleiðandann Red Bull.

Í tilkynningu á vef Alþjóðaskíðasambandsins er fjallað um stökkið og greint frá því hvers vegna metið teljist ekki til heimsmets. Þar kemur fram að viðurkenndir skíðastökksviðburðir fari fram eftir reglum sambandsins þar sem keppendur fá tvær tilraunir við áþekkar aðstæður. Slíkur viðburður verður að notast við mælingaraðferð sem er vottuð af sambandi og verður einnig að eiga sér stað á vottuðum skíðastökksvettvangi. 

Einnig verður aðili á vegum Alþjóðaskíðasambandsins að fara yfir búnaðinn sem notaður er við stökkið. Stökk Kobayashi í Hlíðarfjalli hafi ekki átt sér stað við vottaðar keppnisaðstæður þó að um mikið afrek sé að ræða.

Í tilkynningunni segist sambandið hlakka til að sjá Kobayashi á Kobayashi keppa í heimsbikarnum á næsta tímabili og reyna þar við metið við viðurkenndar aðstæður.

Metið sem stendur á hinn austurríski Stefan Kraft sem stökk 254,5 metra og í flokki kvenna á hin norska Silja Opseth metið sem stökk 230,5 metra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×