Krakkalæti og langt bann eða gult og málið dautt? Valur Páll Eiríksson skrifar 25. apríl 2024 08:01 Heimir og Aron (t.h.) voru ósammála um hvernig bæri að refsa Grétari (t.v.) fyrir tæklingu hans í gærkvöld. Vísir/Samsett Skiptar skoðanir eru um rautt spjald sem Grétar Snær Gunnarsson fékk að líta í stórleik gærkvöldsins í Mjólkurbikar karla í fótbolta. Þjálfari hans hjá FH skilur ekkert í dómnum en leikmaður Vals segir hann hafa hagað sér eins og barn. Grétar Snær fékk rauða spjaldið seint í leiknum, á 86. mínútu, fyrir tæklingu á Adam Ægi Pálsson, leikmann Vals, sem lá óvígur eftir. Stimpingar brutust út milli manna í kjölfarið Einhver læti höfðu verið í leiknum og harka inn á milli, líkt og eðlilegt er, en til að mynda fengu Ísak Óli Ólafsson og Aron Jóhannsson að líta gult spjald hvor eftir viðskipti þeirra á milli í fyrri hálfleiknum. Aron sagði það eðlilegt í viðtali við RÚV eftir leik en hegðun Grétars hefði verið út fyrir öll velsæmismörk. „Það var bara smá kítingur, hafa smá hita í þessu. Svo kemur Grétar Snær með tæklingu sem verðskuldar margra leikja bann, hann hefði getað brotið lappirnar á einhverjum,“ „Það er munur á að vera með heimskuleg brot og smá æsing, hann greinilega espaðist svona mikið upp við þetta og hagaði sér eins og lítill krakki á vellinum,“ segir Aron. „Tækling sem verðskuldar margra leikja bann. Greinilega espaðist hann svona upp við þetta að hann hagaði sér eins og lítill krakki,“ segir Aron Jó. En Heimir segir: „Fyrir einu ári síðan hefði þetta bara verið gult spjald.“ @mjolkurbikarinn pic.twitter.com/WhZJRV80eK— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) April 24, 2024 Gult í fyrra segir Heimir Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var á allt öðru máli. Mikið hefur verið rætt um harðari línu dómara í upphafi móts í ár en býsna mörg gul spjöld litu dagsins ljós í fyrstu umferð deildarinnar, nánast tvöföldun frá fyrstu umferð í fyrra. Áherslur dómara í ár snerta þó frekar á mótmælum við dómum og leiktöfum en Heimi virðist þykja línan hafa færst almennt og að tækling Grétars hafi heldur verðskuldað gult spjald. „Eins og þetta er búið að vera síðan mótið byrjaði kom ekki á óvart að þetta væri rautt spjald. Á sama tíma í fyrra held ég að þetta hafi verið gult,“ segir Heimir við Vísi. Tæklinguna má sjá að ofan. FH Valur Besta deild karla Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Fleiri fréttir Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Sjá meira
Grétar Snær fékk rauða spjaldið seint í leiknum, á 86. mínútu, fyrir tæklingu á Adam Ægi Pálsson, leikmann Vals, sem lá óvígur eftir. Stimpingar brutust út milli manna í kjölfarið Einhver læti höfðu verið í leiknum og harka inn á milli, líkt og eðlilegt er, en til að mynda fengu Ísak Óli Ólafsson og Aron Jóhannsson að líta gult spjald hvor eftir viðskipti þeirra á milli í fyrri hálfleiknum. Aron sagði það eðlilegt í viðtali við RÚV eftir leik en hegðun Grétars hefði verið út fyrir öll velsæmismörk. „Það var bara smá kítingur, hafa smá hita í þessu. Svo kemur Grétar Snær með tæklingu sem verðskuldar margra leikja bann, hann hefði getað brotið lappirnar á einhverjum,“ „Það er munur á að vera með heimskuleg brot og smá æsing, hann greinilega espaðist svona mikið upp við þetta og hagaði sér eins og lítill krakki á vellinum,“ segir Aron. „Tækling sem verðskuldar margra leikja bann. Greinilega espaðist hann svona upp við þetta að hann hagaði sér eins og lítill krakki,“ segir Aron Jó. En Heimir segir: „Fyrir einu ári síðan hefði þetta bara verið gult spjald.“ @mjolkurbikarinn pic.twitter.com/WhZJRV80eK— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) April 24, 2024 Gult í fyrra segir Heimir Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var á allt öðru máli. Mikið hefur verið rætt um harðari línu dómara í upphafi móts í ár en býsna mörg gul spjöld litu dagsins ljós í fyrstu umferð deildarinnar, nánast tvöföldun frá fyrstu umferð í fyrra. Áherslur dómara í ár snerta þó frekar á mótmælum við dómum og leiktöfum en Heimi virðist þykja línan hafa færst almennt og að tækling Grétars hafi heldur verðskuldað gult spjald. „Eins og þetta er búið að vera síðan mótið byrjaði kom ekki á óvart að þetta væri rautt spjald. Á sama tíma í fyrra held ég að þetta hafi verið gult,“ segir Heimir við Vísi. Tæklinguna má sjá að ofan.
FH Valur Besta deild karla Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Fleiri fréttir Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Sjá meira