Össur segir Jóni Gnarr að „hætta að væla“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 23. apríl 2024 17:35 Össur líkti orðræðu Jóns í garð Katrínar sem hegðun sem sæmdi Georgi Bjarnfreðarsyni. Vísir/Samsett Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi þingmaður og utanríkisráðherra fer ófögrum orðum um orðræðu Jóns Gnarr um framboð Katrínar Jakobsdóttur til forseta. Jóni hefur verið tíðrætt um að honum finnist óvenjulegt að sitjandi forsætisráðherra skuli bjóða sig fram og hefur kallað framboð hennar „steikt og absúrd.“ Þetta tekur Össur ekki undir og segir hann í færslu sem hann birti á síðu sína á Facebook að fólk eigi einfaldlega að hafa val. Vilji menn einstakling með „djúpa reynslu líkt og Ólafur Ragnar eða Katrín Jakobsdóttir“ eigi þeir að hafa frelsi til að geta valið slíkan frambjóðanda. „Ef þeir vilja fremur fyndinn kall sem segist ekki ætla að vera trúður á Bessastöðum en kallar sig nú þegar með sögulegri íroníu „Jón forseta“ þá eiga þeir endilega að kjósa hann,“ segir Össur. Gnafinn eins og Georg Bjarnfreðarson Össur spyr sig hverjir megi þá bjóða sig fram til forseta fyrst fyrrverandi forsætisráðherra megi það ekki. „Mega t.d. fyndnu kallarnir sem hafa í tvo áratugi verið vinsælustu grínistar sjónvarpa og útvarpa og eru líklega jafn þekktir og helstu brýni stjórnmálanna bjóða sig fram?“ spyr Össur sig. „Hvað með fyrrverandi borgarstjóra? Sú staða var löngum talin með þremur valdamestu embættum á Íslandi. Jón Gnarr var sjálfur (góður) borgarstjóri og tröllreið fjölmiðlum í því hlutverki. Er eitthvað að því að hann bjóði sig til forráða á Bessastöðum? Vitaskuld ekki,“ segir hann þá. Jafnframt segir Össur Jóni Gnarr að „hætta að væla um þetta í hverjum þætti“ og að „hætta að vera gnafinn eins og Georg Bjarnfreðarson. „Þá munu snarlega aukast líkurnar á að hann muni í framtíðinni brosa sínu breiða brosi af Álftanesinu til glaðrar þjóðar.“ Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Tengdar fréttir Meðvirkni í garð Katrínar að tjá sig ekki um hana Baldur Þórhallsson forsetaframbjóðandi sagðist ekki vilja tjá sig um Katrínu Jakobsdóttur, sem einnig gefur kost á sér til embættisins, þegar hún væri ekki viðstödd. Jón Gnarr, sem er líka að bjóða sig fram, segir smá meðvirkni í því að tjá sig ekki um aðra frambjóðendur þegar þeir gætu alveg verið á staðnum. 20. apríl 2024 10:11 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Þingið að hefjast og málum fjölgað: Umdeild mál á dagskrá Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Sjá meira
Þetta tekur Össur ekki undir og segir hann í færslu sem hann birti á síðu sína á Facebook að fólk eigi einfaldlega að hafa val. Vilji menn einstakling með „djúpa reynslu líkt og Ólafur Ragnar eða Katrín Jakobsdóttir“ eigi þeir að hafa frelsi til að geta valið slíkan frambjóðanda. „Ef þeir vilja fremur fyndinn kall sem segist ekki ætla að vera trúður á Bessastöðum en kallar sig nú þegar með sögulegri íroníu „Jón forseta“ þá eiga þeir endilega að kjósa hann,“ segir Össur. Gnafinn eins og Georg Bjarnfreðarson Össur spyr sig hverjir megi þá bjóða sig fram til forseta fyrst fyrrverandi forsætisráðherra megi það ekki. „Mega t.d. fyndnu kallarnir sem hafa í tvo áratugi verið vinsælustu grínistar sjónvarpa og útvarpa og eru líklega jafn þekktir og helstu brýni stjórnmálanna bjóða sig fram?“ spyr Össur sig. „Hvað með fyrrverandi borgarstjóra? Sú staða var löngum talin með þremur valdamestu embættum á Íslandi. Jón Gnarr var sjálfur (góður) borgarstjóri og tröllreið fjölmiðlum í því hlutverki. Er eitthvað að því að hann bjóði sig til forráða á Bessastöðum? Vitaskuld ekki,“ segir hann þá. Jafnframt segir Össur Jóni Gnarr að „hætta að væla um þetta í hverjum þætti“ og að „hætta að vera gnafinn eins og Georg Bjarnfreðarson. „Þá munu snarlega aukast líkurnar á að hann muni í framtíðinni brosa sínu breiða brosi af Álftanesinu til glaðrar þjóðar.“
Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Tengdar fréttir Meðvirkni í garð Katrínar að tjá sig ekki um hana Baldur Þórhallsson forsetaframbjóðandi sagðist ekki vilja tjá sig um Katrínu Jakobsdóttur, sem einnig gefur kost á sér til embættisins, þegar hún væri ekki viðstödd. Jón Gnarr, sem er líka að bjóða sig fram, segir smá meðvirkni í því að tjá sig ekki um aðra frambjóðendur þegar þeir gætu alveg verið á staðnum. 20. apríl 2024 10:11 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Þingið að hefjast og málum fjölgað: Umdeild mál á dagskrá Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Sjá meira
Meðvirkni í garð Katrínar að tjá sig ekki um hana Baldur Þórhallsson forsetaframbjóðandi sagðist ekki vilja tjá sig um Katrínu Jakobsdóttur, sem einnig gefur kost á sér til embættisins, þegar hún væri ekki viðstödd. Jón Gnarr, sem er líka að bjóða sig fram, segir smá meðvirkni í því að tjá sig ekki um aðra frambjóðendur þegar þeir gætu alveg verið á staðnum. 20. apríl 2024 10:11