Milan tapaði fyrir erkifjendum sínum, Inter, 1-2, í ítölsku úrvalsdeildinni í gær. Með sigrinum tryggði Inter sér ítalska meistaratitilinn. Félagið nú tuttugu sinnum orðið ítalskur meistari, einu sinni oftar en Milan.
Félagaskiptavéfréttin Fabrizio Romano greinir frá því að Milan hafi ákveðið að segja Pioli upp störfum eftir tímabilið og leitin að eftirmanni hans sé þegar hafin.
🔴⚫️ Stefano Pioli will be sacked by AC Milan board at the end of the season despite public statements after the Derby.
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 23, 2024
AC Milan are already looking for new manager. pic.twitter.com/lwHODAA2lk
Meðal þeirra sem hafa verið orðaðir við stjórastarfið hjá Milan er Antonio Conte. Hann hefur verið án starfs síðan hann hætti hjá Tottenham fyrir ári.
Thiago Motta hefur einnig verið nefndur sem mögulegur eftirmaður Piolis. Motta hefur gert frábæra hluti með Bologna sem er í 3. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar.
Pioli hefur stýrt Milan frá því í október 2019. Undir hans stjórn varð liðið ítalskur meistari 2022.