Þetta staðfestir Ásdís Rán í samtali við fréttastofu. Hún er níundi meðmælasafnarinn til þess að ná undirskriftunum 1.500. Þau Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Katrín Jakobsdóttir, Baldur Þórhallsson, Jón Gnarr, Halla Hrund Logadóttir, Halla Tómasdóttir, Arnar Þór Jónsson og Ástþór Magnússon eru hinir átta.
Ásdís Rán sagði í gær að söfnunin væri á lokametrunum og hún ætti aðeins um eitt hundrað undirskriftir eftir í land.
Hún segir að söfnunin hafi klárast strax í gærkvöldi og að hún sé hæstánægð með árangurinn.
Ásdís Rán verður í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld ásamt Helgu Þórisdóttur, sem er enn að safna undirskriftum.