Skerjafjarðarskáldið segir Höllu Hrund eina með öllu Jakob Bjarnar skrifar 22. apríl 2024 13:31 Halla Hrund Logadóttir hefur óvænt blandað sér í slaginn um Bessastaði, sé miðað við nýjustu kannanir. Hún á sér aðdáendur víða, meðal annars í Skerjafjarðarskáldinu Kristjáni Hreinssyni sem segir hana eina með öllu. vísir/vilhelm Kristján Hreinsson skáld er einn eindregnasti stuðningsmaður Höllu Hrundar Logadóttur í baráttunni um Bessastaði og hann virkjar skáldagáfu sína henni til dýrðar. Kristján ávarpar vini sína á Facebook, „Kæru vinir“ og segist svo alltaf hafa litið á það sem virðingarverða yfirlýsingu að vera hlutlaus og neita að taka afstöðu. Þetta kann að koma einhverjum á óvart en Kristján lenti nýverið í rimmu vegna greina sinna sem að hans mati voru rækilega misskildar. En þetta leiddi til þess að hann var rekinn úr starfi sínu hjá endurmenntunardeild Háskóla Íslands. En var ráðinn aftur eftir að hafa snúið þá deild niður á hornunum. „Ég hvet ykkur til að skoða þann kost vandlega að kjósa Höllu Hrund í komandi forsetakosningum. Hér er frambjóðandi á ferðinni sem hreinlega stingur alla hina af. Ég hef kynnt mér þetta vel og held að hvert atkvæði til Höllu Hrundar sé gefandi fyrir okkur öll.“ Kristján segir hér á ferðinni konu sem hafi alla bestu kosti til að bera, hún skarti öllu sem forseti þurfi að skarta. Halla Hrund er glæsileg, hefur hlýtt og aðlaðandi viðmót, hún er skörp, talar góða íslensku, er rökfastur og snjall ræðumaður. Víst gæti listinn orðið langur en í gamni og alvöru segi ég að hún sé ,,ein með öllu," segir Kristján Skerjafjarðarskáld. Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, hefur reyndar bent á að það kunni að orka tvímælis að tromma upp með kosningalag, slíkt hafi aldrei gefist vel og Egill Helgason sjónvarpsmaður bætir því við, á Facebook-síðu Gríms, að vísur séu algjört „no-no“. En hafi Kristján séð þessar bollaleggingar lætur hann þær ekki trufla sig og dúndrar út ljóðum um Höllu Hrund, eins og honum sé borgað fyrir það. Hér er ein limra úr hans herbúðum: Með atkvæði heiðrum við HölluHrund, þessa flottu og snjöllu,við sanngirni kjósumog sigri við hrósumer fáum við eina með öllu. Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Tengdar fréttir Forsetavaktin 2024: Hver verður sjöundi forseti lýðveldisins? Forsetakosningar eru handan við hornið, þar sem þjóðin velur sér fyrsta nýja forsetann frá árinu 2016. Hér í vaktinni verður fylgst með öllum helstu vendingum í kapphlaupinu um Bessastaði fram að kosningum. 1. mars 2024 09:00 Mest lesið Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent Fleiri fréttir Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Sjá meira
Kristján ávarpar vini sína á Facebook, „Kæru vinir“ og segist svo alltaf hafa litið á það sem virðingarverða yfirlýsingu að vera hlutlaus og neita að taka afstöðu. Þetta kann að koma einhverjum á óvart en Kristján lenti nýverið í rimmu vegna greina sinna sem að hans mati voru rækilega misskildar. En þetta leiddi til þess að hann var rekinn úr starfi sínu hjá endurmenntunardeild Háskóla Íslands. En var ráðinn aftur eftir að hafa snúið þá deild niður á hornunum. „Ég hvet ykkur til að skoða þann kost vandlega að kjósa Höllu Hrund í komandi forsetakosningum. Hér er frambjóðandi á ferðinni sem hreinlega stingur alla hina af. Ég hef kynnt mér þetta vel og held að hvert atkvæði til Höllu Hrundar sé gefandi fyrir okkur öll.“ Kristján segir hér á ferðinni konu sem hafi alla bestu kosti til að bera, hún skarti öllu sem forseti þurfi að skarta. Halla Hrund er glæsileg, hefur hlýtt og aðlaðandi viðmót, hún er skörp, talar góða íslensku, er rökfastur og snjall ræðumaður. Víst gæti listinn orðið langur en í gamni og alvöru segi ég að hún sé ,,ein með öllu," segir Kristján Skerjafjarðarskáld. Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, hefur reyndar bent á að það kunni að orka tvímælis að tromma upp með kosningalag, slíkt hafi aldrei gefist vel og Egill Helgason sjónvarpsmaður bætir því við, á Facebook-síðu Gríms, að vísur séu algjört „no-no“. En hafi Kristján séð þessar bollaleggingar lætur hann þær ekki trufla sig og dúndrar út ljóðum um Höllu Hrund, eins og honum sé borgað fyrir það. Hér er ein limra úr hans herbúðum: Með atkvæði heiðrum við HölluHrund, þessa flottu og snjöllu,við sanngirni kjósumog sigri við hrósumer fáum við eina með öllu.
Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Tengdar fréttir Forsetavaktin 2024: Hver verður sjöundi forseti lýðveldisins? Forsetakosningar eru handan við hornið, þar sem þjóðin velur sér fyrsta nýja forsetann frá árinu 2016. Hér í vaktinni verður fylgst með öllum helstu vendingum í kapphlaupinu um Bessastaði fram að kosningum. 1. mars 2024 09:00 Mest lesið Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent Fleiri fréttir Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Sjá meira
Forsetavaktin 2024: Hver verður sjöundi forseti lýðveldisins? Forsetakosningar eru handan við hornið, þar sem þjóðin velur sér fyrsta nýja forsetann frá árinu 2016. Hér í vaktinni verður fylgst með öllum helstu vendingum í kapphlaupinu um Bessastaði fram að kosningum. 1. mars 2024 09:00