Stjórnarmaður í RÚV segir opinber hlutafélög fé án hirðis Árni Sæberg skrifar 18. apríl 2024 23:36 Ingvar Smári er stjórnarmaður í Ríkisútvarpinu. Ingvar Smári Birgisson, lögmaður og fyrrverandi aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, hlaut í dag endurkjör í stjórn Ríkisútvarpsins. Hann segir stofnunina reyna að hámarka auglýsingatekjur og hasla sér völl á sem flestum miðlum. Það hafi mikil ruðningsáhrif á markaði í ljósi mikillar fjárhagslegrar meðgjafar Ríkisútvarpsins. Í færslu á Facebook segir Ingvar Smári að hann hafi verið tilnefndur til stjórnarsetu af þingflokki Sjálfstæðisflokksins og hann þakki fyrir það traust sem honum hafi verið sýnt. Hann hafi nú setið í stjórn RÚV í tvö ár en þó með löngu hléi á meðan hann var aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra. Nýtti pásuna til að kenna ritstjórninni blaðamennsku Hann segir að á meðan hann var í pásu frá störfum sínum í stjórn RÚV hafi hann átt í ýmsum samskiptum við fréttastofu stofnunarinnar. Hann hafi reglulega reynt að kynna þá vinnureglu fyrir blaða- og fréttamönnum að það væri skynsamlegt að fá afrit af dómum og úrskurðum í málum fólks áður en skrifaðar eru fréttir sem byggja á einhliða frásögn þess. „Ég veit ekki hvort fréttastofan hafi tileinkað sér þetta en í þessum efnum vona ég að dropinn holi steininn.“ Ríkisútvarpið upplifi sig sem einkafyrirtæki Ingvar Smári segir engan skort góðu fólki innan stofnunarinnar sem og stjórnarinnar. Fólk vinni af miklu kappi við að framleiða framúrskarandi efni, hvort sem það er í sjónvarpi, útvarpi, á vef stofnunarinnar eða á TikTok-rás hennar. „Auglýsingadeildin vinnur einnig hörðum höndum að því að afla stofnuninni tekna og stofnunin upplifir sig held ég oft eins og einkafyrirtæki á markaði — eða það er mín tilfinning. Þessi leikgleði sem því fylgir hefur vissulega kosti og galla.“ Afleiðingarnar séu þær að stofnunin er í sífelldri skoðun á því hvernig hún geti stillt upp sjónvarpsdagskránni með það að leiðarljósi að hámarka áhorf og þar með auglýsingatekjur. Stofnunin hasli sér einnig völl á nýjum miðlum og noti þá til þess að kynna efni á hefðbundnu miðlunum sem og hreinlega framleiða efni á nýju miðlunum, svo sem hlaðvörp og fleira. Þegar einstaklingar finni sér nýja hillu í fjölmiðlun sé stofnunin fljót að breiða úr sér og taka sér sæti á hillunni þeim við hlið. „Þegar einn aðili hefur svo mikla fjárhagslega meðgjöf getur það verið mjög varhugavert og haft veruleg ruðningsáhrif á markaðnum, sem og er raunin tel ég.“ Lagabreytinga sé þörf ef leggjast eigi í breytingar Hann segir að ef leggjast eigi í breytingar á fyrirkomulagi Ríkisútvarpsins þurfi að gera það með lagabreytingum. Um stofnunina gildi ákveðin lög og það sé hlutverk stjórnar að hafa í senn eftirlit með rekstri stofnunarinnar og að hún fari að lögum, en ekki að breyta þeim. Hann hafi sínum störfum sem stjórnarmaður reynt að viðhafa það eftirlit sem hægt er og spyrja spurninga, leggja fram fyrirspurnir og þess háttar þegar mál koma upp í umræðunni. „Eftir sem áður þá fæ ég þá tilfinningu að ohf. fyrirkomulagið hafi skapað of mikla fjarlægð milli stofnunarinnar og eiganda hennar, ríkisins. Þetta á raunar einnig við um fleiri ríkisfyrirtæki held ég, t.d. Landsvirkjun. Stofnanirnar verða að fé án hirðis þar sem þær eru á sjálfsstýringu, bæði fjárhagslega og stjórnunarlega. Ég deili áhyggjum með þingmönnum Sjálfstæðisflokksins og fleirum um að þessi þróun hafi ekki verið til bóta.“ Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Ný stjórn RÚV kjörin Alþingi hefur kosið níu manns og jafnmarga varamenn í stjórn RÚV til eins árs. Stjórn RÚV er kosin á aðalfundi í apríl ár hvert en Alþingi tilnefnir níu menn og jafnmarga til vara. Starfsmannasamtök RÚV tilnefna tíunda manninn. 15. apríl 2024 17:47 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Innlent Fleiri fréttir Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Sjá meira
Í færslu á Facebook segir Ingvar Smári að hann hafi verið tilnefndur til stjórnarsetu af þingflokki Sjálfstæðisflokksins og hann þakki fyrir það traust sem honum hafi verið sýnt. Hann hafi nú setið í stjórn RÚV í tvö ár en þó með löngu hléi á meðan hann var aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra. Nýtti pásuna til að kenna ritstjórninni blaðamennsku Hann segir að á meðan hann var í pásu frá störfum sínum í stjórn RÚV hafi hann átt í ýmsum samskiptum við fréttastofu stofnunarinnar. Hann hafi reglulega reynt að kynna þá vinnureglu fyrir blaða- og fréttamönnum að það væri skynsamlegt að fá afrit af dómum og úrskurðum í málum fólks áður en skrifaðar eru fréttir sem byggja á einhliða frásögn þess. „Ég veit ekki hvort fréttastofan hafi tileinkað sér þetta en í þessum efnum vona ég að dropinn holi steininn.“ Ríkisútvarpið upplifi sig sem einkafyrirtæki Ingvar Smári segir engan skort góðu fólki innan stofnunarinnar sem og stjórnarinnar. Fólk vinni af miklu kappi við að framleiða framúrskarandi efni, hvort sem það er í sjónvarpi, útvarpi, á vef stofnunarinnar eða á TikTok-rás hennar. „Auglýsingadeildin vinnur einnig hörðum höndum að því að afla stofnuninni tekna og stofnunin upplifir sig held ég oft eins og einkafyrirtæki á markaði — eða það er mín tilfinning. Þessi leikgleði sem því fylgir hefur vissulega kosti og galla.“ Afleiðingarnar séu þær að stofnunin er í sífelldri skoðun á því hvernig hún geti stillt upp sjónvarpsdagskránni með það að leiðarljósi að hámarka áhorf og þar með auglýsingatekjur. Stofnunin hasli sér einnig völl á nýjum miðlum og noti þá til þess að kynna efni á hefðbundnu miðlunum sem og hreinlega framleiða efni á nýju miðlunum, svo sem hlaðvörp og fleira. Þegar einstaklingar finni sér nýja hillu í fjölmiðlun sé stofnunin fljót að breiða úr sér og taka sér sæti á hillunni þeim við hlið. „Þegar einn aðili hefur svo mikla fjárhagslega meðgjöf getur það verið mjög varhugavert og haft veruleg ruðningsáhrif á markaðnum, sem og er raunin tel ég.“ Lagabreytinga sé þörf ef leggjast eigi í breytingar Hann segir að ef leggjast eigi í breytingar á fyrirkomulagi Ríkisútvarpsins þurfi að gera það með lagabreytingum. Um stofnunina gildi ákveðin lög og það sé hlutverk stjórnar að hafa í senn eftirlit með rekstri stofnunarinnar og að hún fari að lögum, en ekki að breyta þeim. Hann hafi sínum störfum sem stjórnarmaður reynt að viðhafa það eftirlit sem hægt er og spyrja spurninga, leggja fram fyrirspurnir og þess háttar þegar mál koma upp í umræðunni. „Eftir sem áður þá fæ ég þá tilfinningu að ohf. fyrirkomulagið hafi skapað of mikla fjarlægð milli stofnunarinnar og eiganda hennar, ríkisins. Þetta á raunar einnig við um fleiri ríkisfyrirtæki held ég, t.d. Landsvirkjun. Stofnanirnar verða að fé án hirðis þar sem þær eru á sjálfsstýringu, bæði fjárhagslega og stjórnunarlega. Ég deili áhyggjum með þingmönnum Sjálfstæðisflokksins og fleirum um að þessi þróun hafi ekki verið til bóta.“
Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Ný stjórn RÚV kjörin Alþingi hefur kosið níu manns og jafnmarga varamenn í stjórn RÚV til eins árs. Stjórn RÚV er kosin á aðalfundi í apríl ár hvert en Alþingi tilnefnir níu menn og jafnmarga til vara. Starfsmannasamtök RÚV tilnefna tíunda manninn. 15. apríl 2024 17:47 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Innlent Fleiri fréttir Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Sjá meira
Ný stjórn RÚV kjörin Alþingi hefur kosið níu manns og jafnmarga varamenn í stjórn RÚV til eins árs. Stjórn RÚV er kosin á aðalfundi í apríl ár hvert en Alþingi tilnefnir níu menn og jafnmarga til vara. Starfsmannasamtök RÚV tilnefna tíunda manninn. 15. apríl 2024 17:47