Booker um sparkið í stellið: „Partur af körfuboltanum en þetta var allt of mikið“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 18. apríl 2024 22:20 Booker fékk ágætis högg á viðkvæman stað. Vísir/Hulda Margrét Frank Booker kenndi sér enn meins í klofinu þegar hann mætti í viðtal eftir 94-74 sigur Vals gegn Hetti. „Mjög ánægður. Þetta var vörnin sem kom okkur í gang og þegar við byrjum að hitta skotum fór allt að ganga vel“ sagði hann strax að leik loknum. Frank varð fyrir ansi óheppilegu atviki í öðrum leikhluta þegar David Ramos, leikmaður Hattar, sparkaði í klof hans. „Við vorum bara að berjast undir körfunni fyrir frákastinu. Hann datt niður og þá sé ég að hann horfir á mig og sparkar beint í, ég má ekki segja þetta, en þarna niðri sko. Það var ógeðslega vont og ég finn ennþá fyrir þessu, en þetta er körfuboltinn.“ Undirritaður gaf Booker þá leyfi fyrir því að blóta aðeins í sjónvarpsútsendingu. „Má segja pungur? Já hann sparkaði beint í punginn á mér, það var ekki skemmtilegt skal ég segja þér.“ Þessi leikur bauð upp á mikla baráttu og bæði lið voru föst fyrir. Einhverjir vildu meina að Frank hefði sjálfur átt að fá dæmt brot á sig vegna olnbogaskots rétt áður en atvikið átti sér stað. „Það getur verið. Við vorum báðir að berjast og það gæti hafa verið smá olnbogi. En eins og þú sérð, allan leikinn eru olnbogar að fljúga út um allt og það er bara partur af körfuboltanum en þetta var allt of mikið, ef þú horfir á mann og sparkar í pung, það er ekki í lagi.“ Atvikið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan: Valur vann leikinn að endingu og tók 2-1 forystu í einvíginu. Þeir geta klárað einvígið fyrir austan í næsta leik. „Mér líður bara mjög vel. Meðan ég er með þessum strákum þá líður mér alltaf ógeðslega vel. Eins og ég segi, ef við spilum vörn eins og við spiluðum þá verður allt í góðu. Það er mjög erfitt að spila úti og þeir eru með góða stemningu en við hlökkum bara til“ sagði Frank að lokum. Subway-deild karla Valur Tengdar fréttir Ramos rekinn úr húsi fyrir að sparka í klof Bookers David Ramos, leikmaður Hattar, var rekinn af velli í leik Hattar og Vals sem nú fer fram á Hlíðarenda í rimmu liðanna í 8-liða úrslitum Subway-deildar karla. Atvikið má sjá í spilaranum hér að neðan. 18. apríl 2024 20:22 Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Fleiri fréttir „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sjá meira
„Mjög ánægður. Þetta var vörnin sem kom okkur í gang og þegar við byrjum að hitta skotum fór allt að ganga vel“ sagði hann strax að leik loknum. Frank varð fyrir ansi óheppilegu atviki í öðrum leikhluta þegar David Ramos, leikmaður Hattar, sparkaði í klof hans. „Við vorum bara að berjast undir körfunni fyrir frákastinu. Hann datt niður og þá sé ég að hann horfir á mig og sparkar beint í, ég má ekki segja þetta, en þarna niðri sko. Það var ógeðslega vont og ég finn ennþá fyrir þessu, en þetta er körfuboltinn.“ Undirritaður gaf Booker þá leyfi fyrir því að blóta aðeins í sjónvarpsútsendingu. „Má segja pungur? Já hann sparkaði beint í punginn á mér, það var ekki skemmtilegt skal ég segja þér.“ Þessi leikur bauð upp á mikla baráttu og bæði lið voru föst fyrir. Einhverjir vildu meina að Frank hefði sjálfur átt að fá dæmt brot á sig vegna olnbogaskots rétt áður en atvikið átti sér stað. „Það getur verið. Við vorum báðir að berjast og það gæti hafa verið smá olnbogi. En eins og þú sérð, allan leikinn eru olnbogar að fljúga út um allt og það er bara partur af körfuboltanum en þetta var allt of mikið, ef þú horfir á mann og sparkar í pung, það er ekki í lagi.“ Atvikið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan: Valur vann leikinn að endingu og tók 2-1 forystu í einvíginu. Þeir geta klárað einvígið fyrir austan í næsta leik. „Mér líður bara mjög vel. Meðan ég er með þessum strákum þá líður mér alltaf ógeðslega vel. Eins og ég segi, ef við spilum vörn eins og við spiluðum þá verður allt í góðu. Það er mjög erfitt að spila úti og þeir eru með góða stemningu en við hlökkum bara til“ sagði Frank að lokum.
Subway-deild karla Valur Tengdar fréttir Ramos rekinn úr húsi fyrir að sparka í klof Bookers David Ramos, leikmaður Hattar, var rekinn af velli í leik Hattar og Vals sem nú fer fram á Hlíðarenda í rimmu liðanna í 8-liða úrslitum Subway-deildar karla. Atvikið má sjá í spilaranum hér að neðan. 18. apríl 2024 20:22 Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Fleiri fréttir „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sjá meira
Ramos rekinn úr húsi fyrir að sparka í klof Bookers David Ramos, leikmaður Hattar, var rekinn af velli í leik Hattar og Vals sem nú fer fram á Hlíðarenda í rimmu liðanna í 8-liða úrslitum Subway-deildar karla. Atvikið má sjá í spilaranum hér að neðan. 18. apríl 2024 20:22