Grindvíkingar boða til mótmæla gegn Þórkötlu Árni Sæberg skrifar 17. apríl 2024 19:39 Grindvíkingar ætla að mótmæla vinnubrögðum Þórkötlu á Austurvelli á morgun. Örn Viðar Skúlason er framkvæmdastjóri félagsins. Vísir Boðað hefur verið til mótmæla á Austuvelli klukkan 17 á morgun, þar sem vinnubrögðum Fasteignafélagsins Þórkötlu verður mótmælt. Borið hefur á mikilli óánægju meðal Grindvíkinga, sem vilja fá eignir sínar keyptar upp sem fyrst. Það er Grindvíkingurinn Sverrir Árnason sem boðar til mótmælanna á Facebook undir yfirskriftinni „Mætum á Austurvöll: Styðjum Grindvíkinga!“. „Mótmælum vinnubrögðum Fasteignafélagsins Þórkötlu sem heldur Grindvíkingum í spennutreyju vegna uppkaupa húseigna. Ekkert ætlar að standast af því sem FÞ hefur gefið út! Engar fréttir af framvindu frá félaginu í þessari viku þegar allt átti að vera komið á fullt,“ segir í viðburðinum á Facebook. Keyptu fyrstu eignina í síðustu viku Greint var frá því á föstudag í síðustu viku að Þórkatla hefði gengið frá kaupum á fyrstu eigninni í Grindavík. Viðkomandi fasteignareigendur myndu fá greitt út 95 prósent af kaupverði eigna þeirra í þessari viku. Síðan þá hafa litlar sem engar fréttir borist af starfsemi félagsins og ef marka má umræðu meðal Grindvíkinga á samfélagsmiðlum hefur hún ekki verið mikil. Þá hefur Vísi borist fjöldi ábendinga um seinagang hjá félaginu. Missa af eignum vegna seinagangsins Það sem Grindvíkingar hafa helst gagnrýnt er að fólk missir af þegar samþykktum kauptilboðum þar sem erfiðlega gengur að ná fé út úr Þórkötlu. „Margir eru búnir að vera í erfiðri skuldastöðu og lifa frá degi til dags. Þá eru margir eru að missa af eignum vegna þess að dagsetningar í kauptilboðum eru fyrndar og lenda í því að tilboðum er rift og söluverð eigna er hækkað. Enn fleiri munu lenda í þessu ef ekki er settur fullur kraftur í þetta, það þýðir meiri mannskapur og sólarhringsvaktir! Þolinmæðin er þrotin, taugarnar farnar,“ segir í viðburðinum. Að lokum eru allir hvattir til þess að mæta á Austurvöll klukkan 17 á morgun, hvort sem þeir eigi beinna hagsmuna að gæta eða vilji einfaldlega standa með Grindvíkingum. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Húsnæðismál Fasteignamarkaður Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Val Kilmer er látinn Lífið Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Fleiri fréttir „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sjá meira
Það er Grindvíkingurinn Sverrir Árnason sem boðar til mótmælanna á Facebook undir yfirskriftinni „Mætum á Austurvöll: Styðjum Grindvíkinga!“. „Mótmælum vinnubrögðum Fasteignafélagsins Þórkötlu sem heldur Grindvíkingum í spennutreyju vegna uppkaupa húseigna. Ekkert ætlar að standast af því sem FÞ hefur gefið út! Engar fréttir af framvindu frá félaginu í þessari viku þegar allt átti að vera komið á fullt,“ segir í viðburðinum á Facebook. Keyptu fyrstu eignina í síðustu viku Greint var frá því á föstudag í síðustu viku að Þórkatla hefði gengið frá kaupum á fyrstu eigninni í Grindavík. Viðkomandi fasteignareigendur myndu fá greitt út 95 prósent af kaupverði eigna þeirra í þessari viku. Síðan þá hafa litlar sem engar fréttir borist af starfsemi félagsins og ef marka má umræðu meðal Grindvíkinga á samfélagsmiðlum hefur hún ekki verið mikil. Þá hefur Vísi borist fjöldi ábendinga um seinagang hjá félaginu. Missa af eignum vegna seinagangsins Það sem Grindvíkingar hafa helst gagnrýnt er að fólk missir af þegar samþykktum kauptilboðum þar sem erfiðlega gengur að ná fé út úr Þórkötlu. „Margir eru búnir að vera í erfiðri skuldastöðu og lifa frá degi til dags. Þá eru margir eru að missa af eignum vegna þess að dagsetningar í kauptilboðum eru fyrndar og lenda í því að tilboðum er rift og söluverð eigna er hækkað. Enn fleiri munu lenda í þessu ef ekki er settur fullur kraftur í þetta, það þýðir meiri mannskapur og sólarhringsvaktir! Þolinmæðin er þrotin, taugarnar farnar,“ segir í viðburðinum. Að lokum eru allir hvattir til þess að mæta á Austurvöll klukkan 17 á morgun, hvort sem þeir eigi beinna hagsmuna að gæta eða vilji einfaldlega standa með Grindvíkingum.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Húsnæðismál Fasteignamarkaður Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Val Kilmer er látinn Lífið Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Fleiri fréttir „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sjá meira
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent