Rory McIlroy fordæmir falsfrétt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. apríl 2024 13:30 Rory McIlroy er einn vinsælasti kylfingur heims og hann er ávallt ofarlega á heimslistanum. AP/David J. Phillip Norður-írski kylfingurinn Rory McIlroy segir ekkert til í þeim fréttum um að hann hafi fengið svakalegt peningatilboð frá forráðamönnum LIV Golf. Frétt hjá City AM sagði að LIV hefði boðið McIlroy 850 milljónir dollara, 120,9 milljarða íslenskra króna, fyrir að skipta yfir á Sádi-arabísku mótaröðina. McIlroy ræddi þessa frétt í viðtali á Golf Channel. Exclusive: Rory McIlroy tells @ToddLewisGC that LIV Golf rumors are false and, "I will play the PGA Tour for the rest of my career." Tune into Golf Today at 5 p.m. EDT for more. pic.twitter.com/PIPAWMIWGh— Golf Central (@GolfCentral) April 16, 2024 „Ég veit bara hreinlega ekki hvernig eitthvað svona verður til. Ég hef aldrei fengið tilboð frá LIV og ég hef aldrei íhugað að skipta yfir til LIV,“ sagði McIlroy. McIlroy hefur, eins og flest golfáhugafólk veit, verið einn harðasti gagnrýnandi Sádi-arabísku mótaraðarinnar sem hefur verið kaupa til sína marga af stærstu kylfingum heims. „Framtíð mín er á PGA-mótaröðinni og það hefur aldrei breyst,“ sagði McIlroy. „Ég held að ég hafi alveg talað hreint og skýrt undanfarin tvö ár að ég tel að LIV sé ekki eitthvað fyrir mig,“ sagði McIlroy. „Það þýðir ekki að ég sé að dæma fólk sem hefur farið þangað og spilað. Ég hef áttað mig á því á þessum tveimur árum að fólk tekur sínar eigin ákvarðanir og gerir það sem það telur vera best fyrir sig. Af hverju eigum við að dæma þau fyrir það?“ spurði McIlroy. Rory McIlroy dispels any rumors of him making the move to LIV Golf. pic.twitter.com/ujRe0IY9ez— Golf Digest (@GolfDigest) April 16, 2024 Golf Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Guðmundur hefur trú á Slóveníu Handbolti Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Handbolti Martínez hetja Rauðu djöflanna Enski boltinn HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Frétt hjá City AM sagði að LIV hefði boðið McIlroy 850 milljónir dollara, 120,9 milljarða íslenskra króna, fyrir að skipta yfir á Sádi-arabísku mótaröðina. McIlroy ræddi þessa frétt í viðtali á Golf Channel. Exclusive: Rory McIlroy tells @ToddLewisGC that LIV Golf rumors are false and, "I will play the PGA Tour for the rest of my career." Tune into Golf Today at 5 p.m. EDT for more. pic.twitter.com/PIPAWMIWGh— Golf Central (@GolfCentral) April 16, 2024 „Ég veit bara hreinlega ekki hvernig eitthvað svona verður til. Ég hef aldrei fengið tilboð frá LIV og ég hef aldrei íhugað að skipta yfir til LIV,“ sagði McIlroy. McIlroy hefur, eins og flest golfáhugafólk veit, verið einn harðasti gagnrýnandi Sádi-arabísku mótaraðarinnar sem hefur verið kaupa til sína marga af stærstu kylfingum heims. „Framtíð mín er á PGA-mótaröðinni og það hefur aldrei breyst,“ sagði McIlroy. „Ég held að ég hafi alveg talað hreint og skýrt undanfarin tvö ár að ég tel að LIV sé ekki eitthvað fyrir mig,“ sagði McIlroy. „Það þýðir ekki að ég sé að dæma fólk sem hefur farið þangað og spilað. Ég hef áttað mig á því á þessum tveimur árum að fólk tekur sínar eigin ákvarðanir og gerir það sem það telur vera best fyrir sig. Af hverju eigum við að dæma þau fyrir það?“ spurði McIlroy. Rory McIlroy dispels any rumors of him making the move to LIV Golf. pic.twitter.com/ujRe0IY9ez— Golf Digest (@GolfDigest) April 16, 2024
Golf Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Guðmundur hefur trú á Slóveníu Handbolti Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Handbolti Martínez hetja Rauðu djöflanna Enski boltinn HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti