Vann sig upp úr þunglyndi með sænskum hugarþjálfara: „Ég varð bara önnur manneskja“ Sindri Sverrisson skrifar 17. apríl 2024 08:02 Patrik Johannesen er mættur aftur út á völl eftir langa bið. vísir/Einar Færeyski landsliðsmaðurinn Patrik Johannesen gekk í gegnum erfiða tíma eftir að hafa slitið krossband í hné fyrir ári síðan. Hann er nú byrjaður að spila að nýju fyrir Breiðablik, í Bestu deildinni í fótbolta. Patrik kom inn á sem varamaður gegn Vestra um síðustu helgi og er spenntur fyrir sumrinu eftir afar erfitt ár. Til að vinna sig út úr þunglyndi sem fylgdi meiðslunum fékk hann góða aðstoð hugarþjálfara færeyska landsliðsins, hins sænska Igor Ardoris. „Hausinn var farinn í fyrra, og það má kalla það þunglyndi. Maður er ekki vanur að vera fyrir utan og horfa á alla hina leikmennina. Fyrsti leikurinn eftir þetta var gegn Víkingi á Kópavogsvelli og ég var lagður af stað heim eftir tíu mínútur, og gat ekki horft á þetta. Þannig var þetta í byrjun en svo sætti ég mig við stöðuna og fókusaði á að komast til baka,“ sagði Patrik á Kópavogsvelli í gær. „Lágpunkturinn var að missa af Evrópukeppninni“ Hann segir vinnuna með hugarþjálfaranum Ardoris hafa hjálpað sér mikið. „Við fórum að tala saman tvisvar í viku, í átta vikur, og það hentaði mér mjög vel að tala við hann um allt – bæði lífið og fótboltann. Hann er mjög góður. Ég varð bara önnur manneskja eftir þessar átta vikur með honum. Hausinn komst á réttan stað og ég gat haldið fókus á að koma til baka eftir meiðslin. Lágpunkturinn var að missa af Evrópukeppninni. Ég hafði prófað það með Klaksvík og komist í umspil, en núna var Breiðablik í riðlakeppni og það var erfiðast að missa af þeim leikjum. Við verðum bara að komast þangað aftur,“ sagði Patrik og brosti. Orðinn svolítið þreyttur á styrktarþjálfaranum Hann nýtti sér ekki bara aðstoð fyrir andlega styrkinn heldur kynntist líkamsstyrktarþjálfurum og sjúkraþjálfurum Breiðabliks vel síðustu misseri. „Ég var með Aroni Má [Björnssyni] í fyrra og var orðinn svolítið þreyttur á honum þarna í lok desember. Við vorum alltaf saman, og áttum mjög gott samstarf. Núna er Helgi [Jónas Guðfinnsson] kominn og það er eins varðandi hann. Helgi er mjög duglegur að vinna með mig til að fá mig til baka í toppstandi. Ég tek mínúturnar sem ég fæ og æfi eins mikið og ég get.“ Patrik fékk að spila tíu mínútur gegn Vestra á laugardaginn, í 4-0 sigri, og smám saman ættu stuðningsmenn Blika að fá að sjá manninn sem raðaði inn mörkum fyrir Keflavík og er landsliðsmaður Færeyja. „Þetta var geggjað. Tilfinningin eftir leik var mjög góð,“ sagði Patrik um leikinn á laugardag. Patrik fór að skellihlæja í tengslum við spurningar um hjúskaparstöðu. Hann er á lausu og hægt að finna hann á Instagram.vísir/Einar „Þetta var mjög erfitt í fyrra – að missa af Evrópukeppninni og öllum skemmtilegu leikjunum sem Breiðablik spilaði. Það er líka búið að vera erfitt að komast til baka, og missa af öllum leikjunum á undirbúningstímabilinu út af smá meiðslum. En núna held ég að staðan sé frábær.“ Patrik náði að spila fimm deildarleiki í fyrravor, undir stjórn Óskars Hrafns Þorvaldssonar. „Fyrstu fimm leikirnir með Blikum í fyrra voru mjög fínir fyrir mig. Ég var kominn með mark og stoðsendingu en svo fór krossbandið og það var mjög erfitt að missa allt tímabilið. Ég hef aldrei meiðst svona, fyrr á ferlinum. Ég fékk mikið traust frá Óskari og það var mjög erfitt fyrir mig að missa af öllu sem ég hafði ætlað mér með Breiðabliki,“ sagði Patrik sem er hins vegar einnig mjög ánægður undir stjórn Halldórs Árnasonar. Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Fleiri fréttir Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna Sjá meira
Patrik kom inn á sem varamaður gegn Vestra um síðustu helgi og er spenntur fyrir sumrinu eftir afar erfitt ár. Til að vinna sig út úr þunglyndi sem fylgdi meiðslunum fékk hann góða aðstoð hugarþjálfara færeyska landsliðsins, hins sænska Igor Ardoris. „Hausinn var farinn í fyrra, og það má kalla það þunglyndi. Maður er ekki vanur að vera fyrir utan og horfa á alla hina leikmennina. Fyrsti leikurinn eftir þetta var gegn Víkingi á Kópavogsvelli og ég var lagður af stað heim eftir tíu mínútur, og gat ekki horft á þetta. Þannig var þetta í byrjun en svo sætti ég mig við stöðuna og fókusaði á að komast til baka,“ sagði Patrik á Kópavogsvelli í gær. „Lágpunkturinn var að missa af Evrópukeppninni“ Hann segir vinnuna með hugarþjálfaranum Ardoris hafa hjálpað sér mikið. „Við fórum að tala saman tvisvar í viku, í átta vikur, og það hentaði mér mjög vel að tala við hann um allt – bæði lífið og fótboltann. Hann er mjög góður. Ég varð bara önnur manneskja eftir þessar átta vikur með honum. Hausinn komst á réttan stað og ég gat haldið fókus á að koma til baka eftir meiðslin. Lágpunkturinn var að missa af Evrópukeppninni. Ég hafði prófað það með Klaksvík og komist í umspil, en núna var Breiðablik í riðlakeppni og það var erfiðast að missa af þeim leikjum. Við verðum bara að komast þangað aftur,“ sagði Patrik og brosti. Orðinn svolítið þreyttur á styrktarþjálfaranum Hann nýtti sér ekki bara aðstoð fyrir andlega styrkinn heldur kynntist líkamsstyrktarþjálfurum og sjúkraþjálfurum Breiðabliks vel síðustu misseri. „Ég var með Aroni Má [Björnssyni] í fyrra og var orðinn svolítið þreyttur á honum þarna í lok desember. Við vorum alltaf saman, og áttum mjög gott samstarf. Núna er Helgi [Jónas Guðfinnsson] kominn og það er eins varðandi hann. Helgi er mjög duglegur að vinna með mig til að fá mig til baka í toppstandi. Ég tek mínúturnar sem ég fæ og æfi eins mikið og ég get.“ Patrik fékk að spila tíu mínútur gegn Vestra á laugardaginn, í 4-0 sigri, og smám saman ættu stuðningsmenn Blika að fá að sjá manninn sem raðaði inn mörkum fyrir Keflavík og er landsliðsmaður Færeyja. „Þetta var geggjað. Tilfinningin eftir leik var mjög góð,“ sagði Patrik um leikinn á laugardag. Patrik fór að skellihlæja í tengslum við spurningar um hjúskaparstöðu. Hann er á lausu og hægt að finna hann á Instagram.vísir/Einar „Þetta var mjög erfitt í fyrra – að missa af Evrópukeppninni og öllum skemmtilegu leikjunum sem Breiðablik spilaði. Það er líka búið að vera erfitt að komast til baka, og missa af öllum leikjunum á undirbúningstímabilinu út af smá meiðslum. En núna held ég að staðan sé frábær.“ Patrik náði að spila fimm deildarleiki í fyrravor, undir stjórn Óskars Hrafns Þorvaldssonar. „Fyrstu fimm leikirnir með Blikum í fyrra voru mjög fínir fyrir mig. Ég var kominn með mark og stoðsendingu en svo fór krossbandið og það var mjög erfitt að missa allt tímabilið. Ég hef aldrei meiðst svona, fyrr á ferlinum. Ég fékk mikið traust frá Óskari og það var mjög erfitt fyrir mig að missa af öllu sem ég hafði ætlað mér með Breiðabliki,“ sagði Patrik sem er hins vegar einnig mjög ánægður undir stjórn Halldórs Árnasonar.
Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Fleiri fréttir Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn