Blöskrar að ekki hafi verið leitað til heimafólks Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 16. apríl 2024 15:27 Hinrik Svansson, rekstrarstjóri HS kerfa á Akureyri, segir óeðlilegt að Landsvirkjun hafi ekki efnt til útboðs þegar kom að árshátíð fyrirtækisins sem haldin var á Egilsstöðum um helgina. Hilmar Friðjónsson Rekstrarstjóri hljóðkerfa- og ljósaleigu á Akureyri segir óeðlilegt að tæki og tól sem notuð voru á árshátíð Landsvirkjunar hafi verið keyrð austur frá Reykjavík í stað þess að þau væru leigð af aðilum á Norðurlandi. Hann segir Þóru Arnórsdóttir fara með rangt mál þegar hún fullyrði að ferðin skili nærsamfélaginu tugum milljóna. Árshátíð Landsvirkjunar var haldin á Egilsstöðum liðna helgi. Hjá fyrirtækinu starfa rúmlega 300 starfsmenn en gestir á árshátíðinni voru samtals um 450. Þar af var hátt í 300 manns flogið frá Reykjavík með leiguþotu sem Landsvirkjun leigði af Icelandair. Kostnaður við árshátíðina var í kringum 100 milljónir króna og var meðal annars gagnrýndur í umræðum á Alþingi í gær. Þóra Arnórsdóttir, forstöðumaður samskipta hjá Landsvirkjun, tjáði Vísi í gær að Landsvirkjun hefði ekkert að fela né skammast sín fyrir varðandi árshátíðina. Þá tók hún fram að árshátíðin skilaði nærsamfélaginu á Egilsstöðum tugum milljóna. Tækjabúnaður keyrður á staðinn frá Reykjavík Hinrik Svansson er rekstrarstjóri HS kerfa sem er hljóðkerfa- og ljósaleiga staðsett á Akureyri. Hann gefur lítið fyrir orð Þóru varðandi staðhæfingu hennar um að peningarnir verði mikið til eftir á svæðinu. Hann gagnrýnir að Landsvirkjun hafi aðalega verslað við fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu og flutt tæki og tól þaðan í stað þess að leita til viðburðastofa og tækjaleiga á Norðurlandi. „Á Akureyri starfa bæði Viðburðastofa Norðurlands og HS Kerfi sem hafa sinnt öllu Norður og Austurlandi til fjölda ára. Það var ekki leitað til okkar varðandi tilboði í þessa árshátíð sem er frekar skrítið þegar allur tækjabúnaður er á svæðinu og öll kunnátta til staðar til þess að halda veislu af þessari stærðargráðu,“ segir Hinrik. Þá bendir hann á að allur tækjabúnaður fyrir veislu af þessari stærðargráðu hafi nú þegar verið til staðar vegna 600 manna árshátíðar Alcoa sem haldin var á Reyðarfirði helgina á undan. „Því stóð allur búnaður óhreyfður og ekki í notkun í nánast næsta húsi. Það hefði verið mjög ódýrt og einfalt að setja hann upp fyrir þau og halda flotta veislu fyrir brot af þeirri upphæð sem þau greiddu til Exton. Sá búnaður kom að mestu með bíl frá Reykjavík, sem er auðvitað galið sama hvernig litið er á málið.“ HS-Kerfi er hljóðkerfa og ljósaleiga staðsett á Akureyri en þjónar bæði Norður og Austurlandi.HS kerfi Hinrik telur mikilvægt að vekja athygli á málinu þar sem fyrirtæki á Norður- og Austurlandi sem séu í erfiðu samkeppnisumhverfi við stóra aðila í Reykjavík hafi ekki fengið tækifæri til að skila inn tilboði í jafn stórt verkefni og árshátíð Landsvirkjunar. „Að auki er hægt að benda á að engin af þeim stórum leigum hér heima fengu að skila inn tilboði heldur, þá er ég að tala um Luxor, Hljóð X og Sonik,“ segir Hinrik. Landsvirkjun Akureyri Múlaþing Tengdar fréttir Hundrað milljóna árshátíð Landsvirkjunar minni á „brjálæðið“ fyrir hrun Árshátíð Landsvirkjunar á Egilsstöðum um helgina, sem er sögð hafa kostað um hundrað milljónir króna, var til umfjöllunar á Alþingi í dag. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, gagnrýndi þennan kostnað harðlega og Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sagðist ekki geta annað en að taka undir orð Ingu. 15. apríl 2024 17:38 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Árshátíð Landsvirkjunar var haldin á Egilsstöðum liðna helgi. Hjá fyrirtækinu starfa rúmlega 300 starfsmenn en gestir á árshátíðinni voru samtals um 450. Þar af var hátt í 300 manns flogið frá Reykjavík með leiguþotu sem Landsvirkjun leigði af Icelandair. Kostnaður við árshátíðina var í kringum 100 milljónir króna og var meðal annars gagnrýndur í umræðum á Alþingi í gær. Þóra Arnórsdóttir, forstöðumaður samskipta hjá Landsvirkjun, tjáði Vísi í gær að Landsvirkjun hefði ekkert að fela né skammast sín fyrir varðandi árshátíðina. Þá tók hún fram að árshátíðin skilaði nærsamfélaginu á Egilsstöðum tugum milljóna. Tækjabúnaður keyrður á staðinn frá Reykjavík Hinrik Svansson er rekstrarstjóri HS kerfa sem er hljóðkerfa- og ljósaleiga staðsett á Akureyri. Hann gefur lítið fyrir orð Þóru varðandi staðhæfingu hennar um að peningarnir verði mikið til eftir á svæðinu. Hann gagnrýnir að Landsvirkjun hafi aðalega verslað við fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu og flutt tæki og tól þaðan í stað þess að leita til viðburðastofa og tækjaleiga á Norðurlandi. „Á Akureyri starfa bæði Viðburðastofa Norðurlands og HS Kerfi sem hafa sinnt öllu Norður og Austurlandi til fjölda ára. Það var ekki leitað til okkar varðandi tilboði í þessa árshátíð sem er frekar skrítið þegar allur tækjabúnaður er á svæðinu og öll kunnátta til staðar til þess að halda veislu af þessari stærðargráðu,“ segir Hinrik. Þá bendir hann á að allur tækjabúnaður fyrir veislu af þessari stærðargráðu hafi nú þegar verið til staðar vegna 600 manna árshátíðar Alcoa sem haldin var á Reyðarfirði helgina á undan. „Því stóð allur búnaður óhreyfður og ekki í notkun í nánast næsta húsi. Það hefði verið mjög ódýrt og einfalt að setja hann upp fyrir þau og halda flotta veislu fyrir brot af þeirri upphæð sem þau greiddu til Exton. Sá búnaður kom að mestu með bíl frá Reykjavík, sem er auðvitað galið sama hvernig litið er á málið.“ HS-Kerfi er hljóðkerfa og ljósaleiga staðsett á Akureyri en þjónar bæði Norður og Austurlandi.HS kerfi Hinrik telur mikilvægt að vekja athygli á málinu þar sem fyrirtæki á Norður- og Austurlandi sem séu í erfiðu samkeppnisumhverfi við stóra aðila í Reykjavík hafi ekki fengið tækifæri til að skila inn tilboði í jafn stórt verkefni og árshátíð Landsvirkjunar. „Að auki er hægt að benda á að engin af þeim stórum leigum hér heima fengu að skila inn tilboði heldur, þá er ég að tala um Luxor, Hljóð X og Sonik,“ segir Hinrik.
Landsvirkjun Akureyri Múlaþing Tengdar fréttir Hundrað milljóna árshátíð Landsvirkjunar minni á „brjálæðið“ fyrir hrun Árshátíð Landsvirkjunar á Egilsstöðum um helgina, sem er sögð hafa kostað um hundrað milljónir króna, var til umfjöllunar á Alþingi í dag. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, gagnrýndi þennan kostnað harðlega og Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sagðist ekki geta annað en að taka undir orð Ingu. 15. apríl 2024 17:38 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Hundrað milljóna árshátíð Landsvirkjunar minni á „brjálæðið“ fyrir hrun Árshátíð Landsvirkjunar á Egilsstöðum um helgina, sem er sögð hafa kostað um hundrað milljónir króna, var til umfjöllunar á Alþingi í dag. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, gagnrýndi þennan kostnað harðlega og Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sagðist ekki geta annað en að taka undir orð Ingu. 15. apríl 2024 17:38
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent