Gert er ráð fyrir áframhaldandi halla á rekstri ríkissjóðs á næstu árum og segir ráðherra mikilvægt að ná jafnvægi í ríkisfjármálunum í stað þess að taka dýfur með miklum niðurskurði.
Þá heyrum við í Ingu Sæland formanni Flokks fólksins sem lagði í dag ásamt þingflokki Pírata fram vantrauststillögu á hendur ríkisstjórninni í heild sinni.
Að auki segjum við frá niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu sem komst að því í dag að brotið hafi verið á rétti þeirra Magnúsar D. Norðdahl og Guðmundar Gunnarssonar í talningamálinu svokallaða í Norðvesturkjördæmi.
Einnig verður rætt við Guðjón Friðriksson sagnfræðing um brunann í Kaupmannahöfn í morgun þegar eitt elsta hús borgarinnar skemmdist mikið í eldsvoða.
Í íþróttunum er það úrslitakeppnin í körfunni sem nú er í fullum gangi og einnig verður farið yfir leik Víkinga og Fram í Úlfarsárdal í gær.