Katla var bæði með mark og stoðsendingu í fyrsta leik sínum í sænsku deildinni og Hlín lagði upp mark Kötlu.
Kristinstad vann leikinn 3-1. Katla lagði upp fyrsta markið fyrir hina bandarísku Tabby Tindell strax á áttundu mínútu og komst síðan sjálf á blað 26 mínútum síðar.
Katla kom til sænska liðsins frá Þrótti í vetur og það er ekki hægt að kvarta mikið yfir þessari frumraun hennar í atvinnumennskunni.
Markið hennar var líka algjörlega í boði íslensku stelpnanna tveggja. Hlín braust þá upp að endamörkum og gaf boltann fyrir á Kötlu sem skoraði úr markteignum.
Samfélagsmiðlafólk Kristianstad var mjög ánægt með alíslenska markið sem kom liðinu í 2-0. Þau voru einnig mjög hrifin af fagni Kötlu og Hlínar og voru sannfærð um það að íslensku stelpurnar hafi átt besta fagn helgarinnar.
Það má sjá bæði markið og fagnið hér fyrir neðan. Ef Instagram færslan birtist ekki er gott ráð að endurhlaða fréttina.