Fær miklu meira borgað fyrir sigur á Masters í ár en fyrir tveimur árum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. apríl 2024 11:00 Scottie Scheffler fagnar sigri á Mastersmótinu í kvöldsólinni í gær, með bikarinn og kominn í græna jakkann. AP/Matt Slocum Scottie Scheffler er besti kylfingur heims samkvæmt heimslistanum i golfi og hann sýndi það og sannaði með frábærri frammistöðu á Mastersmótinu sem lauk í gær. Scheffler lék hringina fjóra á ellefu höggum undir pari og endaði fjórum höggum á undan næsta manni. Scheffler fékk ekki aðeins heiðurinn af því að klæðast græna jakkanum í mótslok því verðlaunaféð á Mastersmótinu hefur aldrei verið hærra en í ár. How big is the Masters purse, and how much prize money does the winner get? https://t.co/cDkUTjZYg1— CBS News (@CBSNews) April 13, 2024 Scheffler fékk alls 3,6 milljónir dollara fyrir sigurinn eða 512 milljónir íslenskra króna. Þegar Scheffler vann Mastersmótið í fyrsta sinn fyrir tveimur árum þá fékk hann 2,7 milljónir dollara eða 384 milljónir króna á núvirði. Hann fær því 33 prósent meira fyrir sigur sinn í ár en þann fyrir aðeins tveimur árum síðan. Svíinn Ludvig Åberg þarf ekki að kvarta mikið fyrir uppskeruna á sínu fyrsta risamótinu á ferlinum. Åberg var áhugamaður í Texas Tech skólanum fyrir ári síðan og var að reyna að verða fyrsti nýliðinn til að vinna Mastersmótið í fyrstu tilraun frá því að Fuzzy Zoeller gerði það árið 1979. Åberg lék á sjö höggum undir pari eftir að hafa klárað lokadaginn á 69 höggum eða þremur höggum undir pari. Svíinn fékk 2,16 milljónir dollara fyrir annað sætið eða 307 milljónir króna. 2024 Masters Prize Money Breakdown pic.twitter.com/fpCEhrr82A— Tour Golf (@PGATUOR) April 13, 2024 Golf Masters-mótið Tengdar fréttir „Með betri stjórn á tilfinningunum mínum en nokkurn tímann áður“ Scottie Scheffler leit út eins og kylfingur í sérflokki þegar hann vann öruggan og sannfærandi sigur á Mastersmótinu í golfi í gærkvöldi. 15. apríl 2024 07:01 Scheffler í sérflokki á Masters Scottie Scheffler kom sá og sigraði Mastersmótið í golfi í ár. Þetta er í annað sinn sem hann fer með sigur af hólmi á Mastersmótinu á aðeins þremur árum. 14. apríl 2024 23:06 Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Golf „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti Fleiri fréttir Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Sjá meira
Scheffler lék hringina fjóra á ellefu höggum undir pari og endaði fjórum höggum á undan næsta manni. Scheffler fékk ekki aðeins heiðurinn af því að klæðast græna jakkanum í mótslok því verðlaunaféð á Mastersmótinu hefur aldrei verið hærra en í ár. How big is the Masters purse, and how much prize money does the winner get? https://t.co/cDkUTjZYg1— CBS News (@CBSNews) April 13, 2024 Scheffler fékk alls 3,6 milljónir dollara fyrir sigurinn eða 512 milljónir íslenskra króna. Þegar Scheffler vann Mastersmótið í fyrsta sinn fyrir tveimur árum þá fékk hann 2,7 milljónir dollara eða 384 milljónir króna á núvirði. Hann fær því 33 prósent meira fyrir sigur sinn í ár en þann fyrir aðeins tveimur árum síðan. Svíinn Ludvig Åberg þarf ekki að kvarta mikið fyrir uppskeruna á sínu fyrsta risamótinu á ferlinum. Åberg var áhugamaður í Texas Tech skólanum fyrir ári síðan og var að reyna að verða fyrsti nýliðinn til að vinna Mastersmótið í fyrstu tilraun frá því að Fuzzy Zoeller gerði það árið 1979. Åberg lék á sjö höggum undir pari eftir að hafa klárað lokadaginn á 69 höggum eða þremur höggum undir pari. Svíinn fékk 2,16 milljónir dollara fyrir annað sætið eða 307 milljónir króna. 2024 Masters Prize Money Breakdown pic.twitter.com/fpCEhrr82A— Tour Golf (@PGATUOR) April 13, 2024
Golf Masters-mótið Tengdar fréttir „Með betri stjórn á tilfinningunum mínum en nokkurn tímann áður“ Scottie Scheffler leit út eins og kylfingur í sérflokki þegar hann vann öruggan og sannfærandi sigur á Mastersmótinu í golfi í gærkvöldi. 15. apríl 2024 07:01 Scheffler í sérflokki á Masters Scottie Scheffler kom sá og sigraði Mastersmótið í golfi í ár. Þetta er í annað sinn sem hann fer með sigur af hólmi á Mastersmótinu á aðeins þremur árum. 14. apríl 2024 23:06 Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Golf „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti Fleiri fréttir Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Sjá meira
„Með betri stjórn á tilfinningunum mínum en nokkurn tímann áður“ Scottie Scheffler leit út eins og kylfingur í sérflokki þegar hann vann öruggan og sannfærandi sigur á Mastersmótinu í golfi í gærkvöldi. 15. apríl 2024 07:01
Scheffler í sérflokki á Masters Scottie Scheffler kom sá og sigraði Mastersmótið í golfi í ár. Þetta er í annað sinn sem hann fer með sigur af hólmi á Mastersmótinu á aðeins þremur árum. 14. apríl 2024 23:06