Bætti fimm ára Íslandsmet og var sendur í lyfjapróf Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. apríl 2024 08:31 Anton Sveinn McKee mætti í frábæru formi á Íslandsmeistaramótið um helgina og lítur vel út í aðdraganda Ólympíuleikanna. @antonmckee Ólympíufarinn Anton Sveinn McKee sýndi að hann er í frábæru formi þegar hann tók þátt í Íslands- og unglingameistaramótinu í sundi um helgina. Anton bætti fimm ára Íslandsmet sitt í 100 metra bringusundi á föstudaginn og hann synti síðan frábært 200 metra bringusund í gær þegar hann synti aftur undir A-lágmarki fyrir Ólympíuleikana í París í sumar. Anton Sveinn synti tvö hundruð metrana á 2:09,28 mín. og var þar örstutt frá Íslandsmeti sínu sem er 2:08,74 mín. Þetta frábæra 200 metra bringusund var líka besta afrek mótsins en hann fékk fyrir það Sigurðarbikarinn, Pétursbikarinn og Ásgeirsbikarinn. Anton Sveinn McKee sýndi frá því á samfélagsmiðlum að hann var sendur í lyfjapróf í gær.@antonmckee Anton sýndi síðan frá því á samfélagsmiðlum að hann var tekinn í lyfjapróf eftir að keppni lauk á meistaramótinu í Laugardalshöllinni í gær. Anton skrifaði „Hrein íþrótt“ við færslu sína. Sigurðarbikarinn er gefinn í minningu Sigurðar Jónssonar Þingeyings. Gefandi gripsins er fjölskylda Sigurðar. Sigurðarbikarinn er farandgripur sem er veittur árlega fyrir besta afrek í bringusundi, unnið á Íslandsmeistaramóti í 50 metra laug sem haldið er á vegum SSÍ. Sigurðar Bikarinn fékk Anton Sveinn McKee fyrir 200 metra bringusund á ÍM50 en fyrir það fékk hann 914 fina stig. Pétursbikarinn er gefinn í minningu Péturs Kristjánssonar sundkappa úr Sunddeild Ármanns. Gefandi gripsins er fjölskylda Péturs. Pétursbikarinn er farandgripur sem er veittur árlega í karlaflokki fyrir besta afrek í sundi, samkvæmt stigatöflu FINA, unnið frá lokum Íslandsmeistaramóts í 50 metra laug, sem haldið er á vegum SSÍ, til loka næsta Íslandsmeistaramóts í 50 metra laug. Það var Anton Sveinn McKee sem fékk Pétursbikar fyrir 200 metra bringusund á HM í 50 metra laug 2023. Ásgeirsbikarinn er gefinn í minningu Ásgeirs Ásgeirssonar fyrrverandi forseta Íslands. Gefandi gripsins er fyrrverandi forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson. Ásgeirsbikarinn er farandgripur sem er veittur árlega fyrir besta afrek í sundi, samkvæmt stigatöflu FINA, unnið á Íslandsmeistaramóti í 50 metra laug sem haldið er á vegum SSÍ. Anton Sveinn McKee fékk Ásgeirsbikarinn fyrir fyrrnefnt 200 metra bringusund sem hann synti á ÍM50 2024. Kolbrúnarbikarinn er gefinn í minningu Kolbrúnar Ólafsdóttur sundkonu úr Sunddeild Ármanns. Gefandi gripsins er fjölskylda og vinir Kolbrúnar. Kolbrúnarbikarinn er farandgripur sem er veittur árlega í kvennaflokki fyrir besta afrek í sundi, samkvæmt stigatöflu FINA, unnið frá lokum Íslandsmeistaramóts í 50 metra laug, sem haldið er á vegum SSÍ, til loka næsta Íslandsmeistaramóts í 50 metra laug. Það var Snæfríður Sól Jórunnardóttir sem fékk Kolbrúnarbikarinn fyrir 200 metra skriðsund sem hún synti á HM. Sund Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Fleiri fréttir „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sjá meira
Anton bætti fimm ára Íslandsmet sitt í 100 metra bringusundi á föstudaginn og hann synti síðan frábært 200 metra bringusund í gær þegar hann synti aftur undir A-lágmarki fyrir Ólympíuleikana í París í sumar. Anton Sveinn synti tvö hundruð metrana á 2:09,28 mín. og var þar örstutt frá Íslandsmeti sínu sem er 2:08,74 mín. Þetta frábæra 200 metra bringusund var líka besta afrek mótsins en hann fékk fyrir það Sigurðarbikarinn, Pétursbikarinn og Ásgeirsbikarinn. Anton Sveinn McKee sýndi frá því á samfélagsmiðlum að hann var sendur í lyfjapróf í gær.@antonmckee Anton sýndi síðan frá því á samfélagsmiðlum að hann var tekinn í lyfjapróf eftir að keppni lauk á meistaramótinu í Laugardalshöllinni í gær. Anton skrifaði „Hrein íþrótt“ við færslu sína. Sigurðarbikarinn er gefinn í minningu Sigurðar Jónssonar Þingeyings. Gefandi gripsins er fjölskylda Sigurðar. Sigurðarbikarinn er farandgripur sem er veittur árlega fyrir besta afrek í bringusundi, unnið á Íslandsmeistaramóti í 50 metra laug sem haldið er á vegum SSÍ. Sigurðar Bikarinn fékk Anton Sveinn McKee fyrir 200 metra bringusund á ÍM50 en fyrir það fékk hann 914 fina stig. Pétursbikarinn er gefinn í minningu Péturs Kristjánssonar sundkappa úr Sunddeild Ármanns. Gefandi gripsins er fjölskylda Péturs. Pétursbikarinn er farandgripur sem er veittur árlega í karlaflokki fyrir besta afrek í sundi, samkvæmt stigatöflu FINA, unnið frá lokum Íslandsmeistaramóts í 50 metra laug, sem haldið er á vegum SSÍ, til loka næsta Íslandsmeistaramóts í 50 metra laug. Það var Anton Sveinn McKee sem fékk Pétursbikar fyrir 200 metra bringusund á HM í 50 metra laug 2023. Ásgeirsbikarinn er gefinn í minningu Ásgeirs Ásgeirssonar fyrrverandi forseta Íslands. Gefandi gripsins er fyrrverandi forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson. Ásgeirsbikarinn er farandgripur sem er veittur árlega fyrir besta afrek í sundi, samkvæmt stigatöflu FINA, unnið á Íslandsmeistaramóti í 50 metra laug sem haldið er á vegum SSÍ. Anton Sveinn McKee fékk Ásgeirsbikarinn fyrir fyrrnefnt 200 metra bringusund sem hann synti á ÍM50 2024. Kolbrúnarbikarinn er gefinn í minningu Kolbrúnar Ólafsdóttur sundkonu úr Sunddeild Ármanns. Gefandi gripsins er fjölskylda og vinir Kolbrúnar. Kolbrúnarbikarinn er farandgripur sem er veittur árlega í kvennaflokki fyrir besta afrek í sundi, samkvæmt stigatöflu FINA, unnið frá lokum Íslandsmeistaramóts í 50 metra laug, sem haldið er á vegum SSÍ, til loka næsta Íslandsmeistaramóts í 50 metra laug. Það var Snæfríður Sól Jórunnardóttir sem fékk Kolbrúnarbikarinn fyrir 200 metra skriðsund sem hún synti á HM.
Sund Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Fleiri fréttir „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sjá meira